Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 8
Enzo Stoiln og Lamberto Muggiorani í myndinni „Reibhjólaþjófurinn
myndaframleiðenda í Holly-
wood á kvikmyndunum og
sölumöguleikum þeirra.
Kvikmyndaframleiðendur í
Hollywood hafa í raun og veru
alltaf sýnt velvildarhug mynd-
um, sem fjalla um viðkvæm
efni eða þjóðfélagsleg vanda-
mál, en þótt heimskulegt sé,
hafa þeir alltaf haldið, að þeir
mundu tapa á þeim. Félög,
sem hafa reynt að stuðla að
auknu listgildi kvikmyndanna,
hafa alltaf verið niðurnídd í
augum almennings. En á síð-
ari árum hafa verið gerðar
ýmsar undraverðar uppgötv-
anir, sem leitt hafa til þess,
að þeir menn, sem mest ber
á innan kvikmyndaiðnaðarins,
hafa skipt um skoðun á gáfna-
fari amerískra kvikmyndahús-
gesta.
Brezka Hamlet-myndin, sem
Sir Laurence Olivier gerði, hafði
frábært listagildi. Hún var sýnd
í 30 RKO-kvikmyndahúsum í
New York í febr. 1950, og það
jafnvel á mánudögum og
þriðjudögum, sem eru rýrustu
dagar vikunnar. Tekjur af
henni urðu 250 000 dollarar,
og er það algert heimsmet,
þar sem þessir tveir dagar eru
reiknaðir með. Af ballett-
myndinni „Rauðu skórnir“,
sem er hrein ævintýramynd,
hafa tekjurnar til þessa orðið
fimm milljónir dollara (sept.
1952), og það lítur ekki út
fyrir, að sýningartími hennar
sé hálfnaður enn.
Þrjár myndir með ítölsku
tali og enskum texta, „Reið-
hjólaþjófurinn", „Óvarin
borg“ og „Beisk uppskera“
hafa verið sýndar í átta þús-
und kvikmyndahúsum, og
tekjur af þeim hafa orðið
meiri en tilkostnaðurinn.
Hagnaður af frönsku mynd-
inni „Kvendýrið“ varð 260 000
dollarar á 36 vikum, þegar
hún var sýnd í ,,lista“-húsinu
„Paris“ í New York.
Sutton-kvikmyndahúsið í
New York hefur áreiðanlega
haft mesta heppni með sér af
öllum kvikmyndahúsum Ame-
ríku, ef miðað er við stærð-
ina — í því eru 550 sæti. Það
sýnir myndip af listrænu tagi,
mestmegnis enskar, og það
sýnir stundum sömu myndina
meira en hálft ár í einu. Ein-
hver bezt sótta mynd þess á
síðastliðnu ári var hin til-
komumikla mynd „Cyrano de
Bergerac“. Sú mynd var gerð
í fjórum löndum og á þrem
tungumálum (fjórum, ef leik-
hús-enska er meðtalin, því að
með henni þarf stundum á
meðfylgjandi texta að halda,
til þess að amerískir áheyr-
endur skilji hana). Efni þess-
ara mynda er með hinu marg-
víslegasta móti, allt frá hinu
háklassiskasta á borð við
Hamlet, til hins raunveruleg-
asta verkamannaumhverfis,
eins og í „Reiðhjólaþjófinum".
1 aðeins tveim af myndum
þessum léku kvikmyndastjörn-
ur, sem nokkur amerískur
kvikmyndahúsgestur kannað-
ist við. Það var aðeins eitt
sameiginlegt með þessum
myndum; þær voru sýndar
fyrst í ,,lista“-húsi.
Vafalaust hefði verið hægt
að sýna sumar þessara mynda
í Radio City Music Hall í New
York, sem tekur 6 000 manns
í sæti. Það er eftirsóttasta
kvikmyndahús framleiðend-
anna. Fyrir nokkrum árum
hefðu kvikmyndaumboðs-
mennirnir fúslega myrt hver
annan, ef um það hefði verið
að ræða, hver yrði á undan
[4]
HEIMILISBLAÐIÐ