Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 35

Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 35
Það fór um hana hrollur, er hún aðeins hugsaði til þess að hreyfa við umskiptingnum, en samt færði hún hann spöl- korn frá, svo að hestarnir næðu ekki til hans. — Hérna liggur hringlan, sem drengurinn okkar hélt á, þegar þú misstir hann, hróp- aði bóndinn inni í skóginum. Nú veit ég, að ég er á réttri leið. Konan flýtti sér á eftir honum, og síðan gengu þau lengi um í skóginum og leit- uðu. En þau fundu hvorki barnið né hólbúann, og þeg- ar tók að rökkva, urðu þau að snúa aftur til hestanna. Konan grét og neri hendur sínar. Maðurinn nísti tönn- um og sagði ekki aukatekið orð henni til huggunar. Hann var kominn af gamalli og góðri ætt, sem hefði dáið út, ef hann hefði ekki eignazt son. Nú var' hann reiður konunni vegna þess, að hún hafði sleppt barninu svo að það hafði dottið. — Hún hefði átt að gæta barnsins öllu öðru fremur, hugsaði hann. En þeg- ar hann sá, hversu hrygg hún var, hafði hann ekki brjóst i sér til að ásaka hana. Þegar hann hafði hjálpað henni á bak, varð henni hugs- að til umskiptingsins. — Hvað eigum við að gera við hólbúa- krógann? sagði hún. — Já, hvert er hann far- inn? spurði maðurinn. — Hann liggur þarna, undir runnanum. — Það fer ágætlega um hann þar, sagði maðurinn og hló beisklega. •— Við verðum, hvað sem öðru líður, að taka hann með okkur. Við getum ekki skilið hann eftir úti á víðavangi. "— Jú, það hljótum við að geta, sagði bóndinn og hóf fótinn upp í ístaðið. heimilisblaðið Konunni fannst, að eigin- lega hefði maður hennar á réttu að standa. Þau þurftu ekki að taka hólbúabarnið að sér. Hún lét hest sinn einnig halda af stað nokkur skref, en þá gat hún allt í einu með engu móti haldið lengra. — Þetta er þó barn, hvað sem um annað er, sagði hún. Ég get ekki skilið það hér eftir og látið úlfana rífa það í sig. Þú verður að rétta mér króg- ann. — Það geri ég alls ekki, svaraði maðurinn. Það fer ágætlega um hann, þar sem hann liggur. — Ef þú réttir mér hann ekki núna, þá veit ég, að ég verð að fara hingað aftur í kvöld, til að sækja hann, sagði konan. — Ég fer að halda, að það sé ekki nóg með það, að hól- búarnir hafi stolið barni mínu. Það lítur út fyrir, að þeir hafi líka gert konuna mína örvita, tautaði bóndinn. En samt tók hann upp barnið og fékk kon- unni það, því að hann unni henni heitt og var vanur að gera henni til geðs í öllu. Daginn eftir bárust fréttirn- ar af slysinu um alla sóknina, og allir, sem reyndir voru og ráðsnjallir, flýttu sér heim á búgarðinn, til þess að gefa viturleg ráð og áminningar. — Sá, sem fengið hefur um- skipting á heimilið, á að berja hann með hrjúfum lurki, sagði kerling nokkur. — Hvers vegna á að fara svo illa með hann? spurði bóndakonan. Hann er að vísu ljótur, en þrátt fyrir það hef- ur hann ekki gert neitt af sér. — Jú, ef einhver lemur hól- búabarn, þangað til blóðið lagar úr því, kemur hólbúa- kerlingin hlaupandi, fleygir í hann barninu hans og tekur [31] sitt barn með sér. Ég veit um marga, sem hafa náð böm- unum sínum aftur með því. — Já, en þau börn hafa ekki orðið langlíf, skaut önn- ur gömul kona inn í, og kon- an hugsaði með sjálfri sér, að þeirri aðferð gæti hún ekki beitt. Um kvöldið, þegar hún sat ein nokkra stund í bænum með umskiptinginn hjá sér, vaknaði hjá henni svo sterk þrá eftir barninu sínu, að hún vissi ekki, hvað hún átti til bragðs að taka. — Kannske ég ætti, þrátt fyrir allt, að gera það sem mér var ráð- lagt, hugsaði hún, en samt gat hún ekki fengið sig til að gera það. f sömu svifum gekk bónd- inn inn í bæinn. Hann hélt á lurki í hendinni og spurði, hvar umskiptingurinn væri. Konan skildi, að hann ætlaði að fara eftir ráðleggingu kvennanna ráðsnjöllu og berja hólbúabarnið, til þess að ná barninu sínu aftur. — Það er sjálfsagt gott, að hann skuli gera það, hugsaði hún. Ég er svo heimsk. Ég gæti aldrei barið saklaust barn. En maðurinn hafði naumast slegið hólbúakrógann fyrsta höggið, er konan hljóp til og þreif i handlegg hans. — Nei, berðu hann ekki, berðu hann hann ekki! bað hún. — Það lítur ekki út fyrir, að þú viljir fá barnið þitt aft- ur, sagði maðurinn og reyndi að losa sig. — Víst vil ég fá það aftur, sagði konan, en ekki á þenn- an hátt. Bóndinn hóf upp höndina og ætlaði að slá aft- ur, en áður en honum tækist það, hafði konan varpað sér yfir barnið, svo höggið lenti á henni. Framh.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.