Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 21
verð að finna upp eitthvað
annað — ég gæti ef til vill
látið renna vatn alla nóttina.
Við settumst bæði og störð-
um á Emmu. Það var graf-
kyrrð í herberginu, nema há-
vær andardráttur Feelys.
— Hættir hundurinn aldrei
þessum hávaða? spurði ég
ergilegur.
— Hann er að tala, útskýrði
Emma. Hann talar alltaf, en
ég skal hafa hann í herberg-
inu mínu, og þá ónáðar hann
ykkur ekki.
— Gerir hann yður aldrei
onæði með þessum látum?
spurði ég. .
— Hann mundi gera það á
nóttunni, ef ég léti ekki raf-
magnsviftuna ganga alla nótt-
ina, sagði Emma. Það heyr-
'st ekki svo mikið í honum,
þegar viftan er í gangi, af því
að hann hrýtur ekki. Viftan
gerir að nokkru leyti það
gagn, að ég veiti honum enga
nthygli. Ég set aðeins pappa-
spiald þar sem viftan slæst
í það, og þá veiti ég Feely
miög litla eftirtekt. Ef til vill
Set ég látið vatn renna alla
nóttina í stað þess að hafa
viftuna í gangi.
— Hm, sagði ég, stóð upp
°g blandaði í glös handa mér
°g konu minni. Við höfðum
ákveðið að drekka ekki, fyrr
en við værum komin um borð,
en mér fannst við hafa þörf
fvrir það núna. Við sögðum
Emmu ekki frá því, að það
vvði ekki rennandi vatn í her-
bergi hennar í Vineyard.
— Emma. við vorum orðin
hrædd um vður, sagði ég. Ég
s’maði til herbergis yðar, en
þér svöruðuð ekki.
— Ég svara aldrei í síma,
vegna bess að ég er slöpp á
taup-um og gæti fengið tauga-
afall við bað. Annars var ég
þar ekki. Ég get ekki sofið
heimilisblaðið
í herbergi, þar sem sími er.
Ég fór heim til frú McKoy
við Sjötugasta og áttunda
stræti, svaraði Emma.
Ég færði gleraugun neðar á
nefið. — Fóruð þér yfir í Sjö-
tugasta og áttunda stræti i
gærkvöldi? spurði ég hvasst.
— Já, herra, sagði hún. Ég
varð að segja frú McKoy frá
því, að ég væri á förum úr
borginni og myndi ekki köma
þangað í nokkrar vikur —
Frú McKoy er veitingakona.
Þar að auki sef ég aldrei á
gistihúsi. Hún skimaði ótta-
slegin í kringum sig í herberg-
inu og sagði síðan hikandi.
Þau geta brunnið.
Ijað kom í ljós, að Emma
*■ hafði ekki aðeins farið yfir
í Sjötugasta og áttunda stræti,
heldur hafði hún gengið alla
leiðina og borið Feely. Það
hlaut að hafa tekið hana nærri
tvo tíma að ganga þangað, því
að Feely þoldi ekki að vera
borinn langan spöl í einu, svo
að hún þurfti að leggja hann
á gangstéttina og hvíla hann
dálitla stund — nærri því við
hvert hús. Og það hafði tekið
hana iafnlangan tíma að kom-
a~t aftur til veitingahússins.
Þegar við spurðum Emmu að
því, hvers vegna hún kæmi
svona seint, kom það í ljós,
að Feely vaknaði aldrei fyrr
en eftir hádegi. Emma gat því
ekki komið fyrr. Henni fannst
þetta ákaflega leiðinlegt. Kona
mín og ég lukum úr glösun-
um. Við litum ýmist hvort á
annað eða á Feely.
Emma harðneitaði að fara
með bíl niður á Fjórtándu
bryggju. og við urðum að tala
um fyrir henni í tíu mínútur,
áður en hún féllst á að fara
með honum.
— Látið hann aka varlega,
[17].
stundi hún. Við höfðum næg-
an tíma, svo að ég bað bíl-
stjórann að aka hægt. Emma
reyndi að standa á fætur,
en ég ýtti henni í sætið
aftur. Emma kjökraði: — Ég
hef aldrei komið í bíl áður.
Hann ekur hræðilega hratt.
Við og við gaf hún frá sér
angistarfullar stunur. Bílstjór-
inn sneri sér brosandi í sæt-
inu og sagði: — Frú, yður er
alveg óhætt í bíl hjá mér.
Feely urraði, en Emma beið,
þangað til hann sneri sér aft-
ur. Þá hallaði hún sér að konu
minni og hvíslaði: — Þeir eru
allir kókainistar. Nú gaf Feely
frá sér alveg nýtt hljóð —
hátt, þjáningarfullt gjamm.
— Hann er að syngja, sagði
Emma og skríkti einkennilega,
en það sást engin svipbreyt-
ing á andliti hennar.
— Þú hefðir átt að setja
viskýið, þar sem við gátum
náð í það, sagði kona mín.
Þó að Emma Inch væri
hrædd í bílnum, þá var það
smámunir í samanburði við
hræðslu hennar við Priscilla,
áætlunarbátinn á Fall River.
— Ég get ekki farið með hon-
um, stundi hún. Ég get ekki
farið upp i hann. Ég vissi ekki,
að hann væri svona stór. Hún
stóð eins og negld við hafn-
argarðinn og þrýsti Feely að
sér. Hún hlýtur að hafa tekið
fast utan um hann, því að
hann veinaði — hann grét
eins og kona.
— Það eru eyrun, sagði
Emma. Hann finnur til í eyr-.
unum.
Að lokum komum við henni
um borð í bátinn og inn í sal-
inn. Ótti hennar byrjaði að-
eins að dvína. Þá kvað við
blástur frá eimpípu skipsins
yfir höfnina. Emma Inch stökk
á fætur og hljóp af stað. Hún
skildi eftir ferðatöskuna, sem