Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 31

Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 31
sem ég get ekki einu sinni sætt mig við af þér! Jimmy vingsaði til annarri hend- inni. — Hugsaðu ekki um það. Fyrir- gefðu mér. Við þekkjum hvor annan svo vel, gamli vinur, að ég hélt, að ég gæti rætt við þig, eins og mér býr í brjósti! Bent yppti öxlum og sagði: — Mér þykir leitt, að ég skyldi hlaupa á mig. Þú hlýtur að skilja, að þetta er áfall fyrir mig. Nú er fuglinn floginn, og guðirnir mega vita, hvenær hann kemur í færi aftur! Þetta hlýtur líka að vera áfall fyrir ykkur! Hann hefur gert upp við sex ykkar! Þið sex, sem enn eruð eftir, finnið sjálfsagt lika til vonbrigða, eins og ég! — Já, ég er langt frá því að vera ánægður, sagði Clifton. — Þá verðum við að leggja höf- uðið í bleyti og reyna á ný. Þegar þú fékkst þá til að koma með þér heim til mín, hefurðu víst neyðzt til þess að segja þeim, að ég væri þátttakandi í samsærinu? — Alls ekki, sagði Clifton. Pilt- arnir héldu, að þú værir þeim eins hættulegur og Destry! — Mér þykir vænt um, að þú skyldir ekki minnast á mig! Gruni Destry mig, á ég tæplega von á góðu! — Areiðanlega ekki! Þú þarft ekki að óttast það. Ég hef þagað þín vegna. Og Destry fær aldrei neitt að vita! Fólk ber líka virð- ingu fyrir þér, Chet! Það er hrætt við þig og þorir ekki að forvitnast um hagi þína! ’— Hrætt við mig? En það spaug! — Er það? Ég veit ekki, svar- aði Clifton. Sumir segja, að það se járnhnefi á mjúkri hönd Bents. er sjálfur dálítið hræddur við Þig, vinur minn! Annars mundi ég hafa minnzt á nokkuð við þig! — Hvað er það? '— Víxlarnir falla í dag, Chet. — Ó! Víxlarnir. En gjaldfrestur- mn, Jimmy! Lika gjaldfresturinn! Tíminn er útrunninn í dag. Ég hafði steingleymt þessu, segði Bent, um leið og hann reis á fætur. En ég skal koma með HEIMILISBLAÐIÐ peningana til þín eftir einn eða tvo daga. — Ertu viss um það ? — Auðvitað er ég viss! — Ég þarfnast þeirra nauðsyn- lega, sagði Clifton. — Ertu í klípu? — Já. — Komdu heim til mín í kvöld, og ég skal skrifa ávisun fyrir þig! — Þökk fyrir, sagði Clifton. Ég ætla að gera það. Og Chester Bent þaut af stað. Clifton gat ekki varizt að taka eftir asanum á vini sínum. Þegar Bent var kominn á skrif- stofu sina, sat hann lengi við skrif- borðið og íhugaði ráð sitt. Einka- ritarinn leit á hann spyrjandi og rannsakandi augum, en lét hann síðan einan. Það var ekki fvrr en seinni hluta dagsins, að hann vogaði sér út á götuna. Þá fór hann í bankann og hitti bankastiórann að máli. Hann spurði brosandi, hvað hann gæti gert fyrir Bent. — Ég þarf á tólf þúsund doll- urum að halda vegna viðskipta. Get ég fengið þá? Það skein undrun út úr augum bankastiórans þrátt fvrir bros hans. Því næst sagði hann af hrein- skilni vestursins, er iafnvel gerir vart við sig í bankaviðskiptum. — Bent. nú verð éir öldungis forviða. Þú ert, maður, sem ert í áliti hér í bænum. Þú átt hluta í námum. Þú átt, fasteignir s — vissulega margar. Þú ert það sem fólk kallar rikur maður. Að minnsta kosti er það almennt álit, í bænum. Og það er einnig mitt álit á þér. — Þökk fyrir. sagði Bent. — En . . . — Það er líka önnur hlið máls- ins. Hún er þetta. Þú ert ungur. Heppnin Lefur verið með þér og þú hefur fengið skiótan frama. Ham- ingjan hefur verið þér hliðholl, en það er ómögulegt að segja, hversu lengi hún verður það! — Haltu áfram. sagði Bent. Mér þvkir vænt um að talað sé hrein- skilnislega við mig. — Og það skal ég gera. Það er persónuleg skoðun mín, að þú sért heiðarlegur. En bankamaður má [27] ekki láta persónulegar skoðanir hafa áhrif á gjörðir sínar. — Ég skil það. En það hlýtur að vera talsverð áhætta með öll bankaviðskipti. — Já, það er hverju orði sann- ara. En manni ber að forðast mis- tök, eins og framast er unnt. Ham- ingjan hefur verið þér hliðholl, Bent, eins og ég sagði áðan. Þú hefur náð tindinum. Ég veit ekki hvernig þú hófst gönguna. En fyr- ir sex árum virtist þú allt í einu eignast peninga. Áhrifa þinna gætti alls staðar. Þú fékkst verðmæti í hendurnar, rétt eins og þú hefðir erft þau. Bent horfði lítið eitt flöktandi augnaráði út um gluggann. — Þér hefur gengið mjög vel, en segjum sem svo að eitthvað kæmi fyrir. Þú átt ekki einn mik- inn hluta af eignum þínum. Þær eru meira og minna veðsettar. Nauðsynlegt — það veitir frjálsari hendur til athafna. En jafnframt getur það orðið hættulegt. Hingað ertu kominn af því að þig vantar tólf þúsund dollara. Það er ekki stór upphæð. En segjum sem svo, að eitthvað kæmi fyrir hér í Wham. Það hefur verið bær í örum vexti, en hann gæti orðið gjaldþrota á næsta ári. Það er nýr bær að byggjast hinum megin Kristals- fjalla. Að mínum dómi er hann betur staðsettur en þessi. Ef til vill vex hann okkur yfir höfuð. Það gæti orðið þér dýr leikur. Ég segi þér þetta ekki af því að ég trúi ekki á framtíð Whams, held- ur vildi ég útskýra fyrir þér, hvers vegna ég lána þér ekki með glöðu geði tólf þúsund dollara. — Afleit pólitík! — Það gæti verið prýðileg póli- tik, Bent. Við gætum öðlazt tiltrú þína, og við mundum græða eins og þú græðir. En að öðru leyti eru eins miklar líkur til þess, að þú reistir þér hurðarás um öxl, og færi svo, yrðum við fyrir tilfinn- anlegu tjóni. Ég kæri mig ekki um að hætta neinu! Bent reis á fætur. Hann hafði morð í huga. Og þó gat hann brosað. Framh.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.