Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 7
HEIMILISBLAÐIÐ
42. árgangur, 1.—2. tölublaö — Reykjavík, janúur—jebrúar 1953
Stanley Frank
NÝJAR LEIÐIR I AMERlSKRI
KVIKMYNDAFRAMLEIÐSLU
\ síðustu árum hafa mörg
hundruð kvikmyndahúsa-
eigendur í Bandaríkjunum
byggt ný kvikmyndahús eða
hresst upp á hin gömlu og
ekki hirt hið minnsta um þá
svartsýnisspádóma, að kvik-
myndaframleiðslan sé feig. Og
þeir hafa jafnvel gengið svo
langt að taka upp nýja háttu
og sýna aðeins ,,góðar“ mynd-
ir. Þeir skeyta ekki hætis hót
um hinn harða dóm H. L.
Menckens, að enginn hafi
nokkru sinni tapað á því ,,að
álíta smekk amerískra kvik-
myndahúsgesta lélegri en
ástæða væri til að ætla“.
Fólk, sem við kvikmynda-
starfsemi fæst, kallar þessi
kvikmyndahús ,,lista“-hús eða
,,sure-seaters“, en það merkir
kvikmyndahús, sem hafa sýn-
ingar á vissum tímum með
tölusettum sætum. Kvik-
myndahús þessi sýna þær nýj-
Ungar, sem mestar vonir eru
við tengdar á sviði kvikmynd-
anna, síðan loftnet sjónvarps-
stöðvanna hófu að varpa
skuggum sínum á landið.
Kvikmyndahús þessarar teg-
undar eru lítil, rúma 300 til
750 gesti í sæti og hafa gert
að sérgrein sinni alvarlegar
útlendar og amerískar mynd-
ir, sem listagildi hafa.
Spéfuglar í Hollywood héldu
því fram, að kvikmyndahúsum
þessum hefði verið valin nafn-
giftin ,,sure-seaters“ af því, að
fólk gæti alltaf gengið að því
vísu, að þar væri nóg af auð-
um sætum. En þetta spaug
hefur orðið sér til skammar,
því að í þessum kvikmynda-
húsum er alltaf hvert einasta
sæti skipað.
Nú eru til í Bandaríkjunum
450 kvikmyndahús af þessu
tagi, og það er um það bil
helmingi hærri tala en fyrir
tveim árum. Við þetta bæt-
ist, að 1500 önnur kvikmynda-
hús leitast jafnan við að sýna
myndir, sem meira listagildi
hafi en hinn venjulegi mynda-
sægur, sem Hollywood send-
ir frá sér. Þessi nýja hreyf-
ing snertir aðeins lítinn hluta
kvikmyndahúsa landsins, sem
eru 19 000 að tölu, eða um
það bil einn tuttugasta hluta,
en hreyfingin er í vexti og er
farin að hafa áhrif á hinar
venjubundnu skoðanir kvik-
Silvana Mangano fór með aðalhlutverkiö í myndinni „Beisk uppskera“.