Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 12
— Þú ert þá loksins búin
að kynnast þeim.
— Ja, mér fannst það blátt
áfram heimskulegt, að við
skyldum vera í sambýli og
baða okkur á sömu strönd-
inni daglega, án þess að talast
við. Þau hafa lofað að koma
og snæða með okkur hádegis-
verð. Mig langaði til að þú
hittir þau, svo að ég gæti
heyrt, hvað þér tekst að hafa
upp úr þeim. Hún sneri sér
að Landon. Ég vona, að þér
hafið ekkert á móti þessu.
En hann var ennþá í Ijóm-
andi skapi. — Ungfrú Gray,
það er mér sönn ánægja að
kynnast vinum yðar, sagði
hann.
— En þau eru ekki vinir
mínir. Ég hef séð þau oft og
mörgum sinnum, en ég hef
aldrei talað við þau fyrr en
í gær. Það verður ekki svo
lítill viðburður fyrir þau að
hitta hér bæði rithöfund og
frægan lögfræðing — — —.
Síðastliðnar þrjár vikur
hafði ungfrú Gray sagt mér ým-
islegt af bessum Craigshjónum.
Þau höfðu tekið á leigu vill-
una við hliðina á hennar húsi.
1 fyrstu hafði hún verið hrædd
um, að bau mundu valda
henni 'óþægindum eða trufla
ró hennar. Hún komst samt
fljótt að raun um það, að þau
höfðu jafnvel ennþá minni
löngun til að kynnast henni
en hún þeim. Þrátt fyrir það,
að þau kæmust ekki hjá að
mæta henni -nokkrum sinnum á
dag, var ómögulegt að sjá það
á svip þeirra, að þau hefðu
nokkurntíma séð hana áður.
Ungfrú Gray sagðist vera
mjög þakklát fyrir, að þau
skyldu ekki reyna að troðast
inn á hennar landareign. Mig
grunáði samt, að henni fynd-
ist það dálítið leiðinlegt, að
þau sýndu það svo greinilega,
að þau hefðu ekkert meiri
áhuga á að kynnast henni en
hún þeim.
Dag nokkurn, þegar við vor-
um á síbmmtigöngu, vildi
svo til að við mættum þeim,
og fékk ég tækifæri til að at-
huga þau gaumgæfilega. Craig
var myndarlegur maður með
rauðbirkið, opinskátt andlit,
grátt yfij-skegg og þykkt,
gróft, grátt hár. Hann kunni
vel að klæða sig, og það var
eitthvað djarfmannlegt og við-
felldið við hann. Mér varð
ósjálfrátt hugsað til sátta-
semjara, sem hefur hætt störf-
um með drjúgan skilding i
bakvasanum. Konan hans —
kona með hörkulegt andlit —
var vöðvamikil og hávaxin.
Hún var með leiðinlega ljóst
hár, stóran munn og ljótar
tennur. Hún var meira en
venjuleg — hún var blátt
áfram ljót. Fötin, sem ber-
sýnilega voru mjög dýr, voru
strengd utan á henni, þau
mundu hafa klætt átta ára
barn betur en hana. Frú Craig
var um fertugt. Hann leit al-
mennilega út, en hún verkaði
óbægilega á mig. Ég sagði við
ungfrú Gray, að mér fyndist
bað mikið lán fyrir hana,
hvað bau sýndu greinilega, að
bau óskuðu ekki eítir félags-
skap annarra.
— Það er bó eitt gott við
bau, anzaði hún.
— Hvað er það svo sem?
— Þau elska hvort annað,
og þau siá ekki sólina fyrir
barninu sínu.
Þau áttu aðeins eit.t barn,
um það bil ársgamalt, þess
vegna áleit ungfrú Gray, að
það væri stutt síðan þau gift-
ust. Hún hafði mikla ánægiu
af því að sitia og horfa á
bau með barnið. Á hverjum
morgni ók barnfóstran beim
litla fram og aftur, en áður
[8]
höfðu foreldrarnir með sýni-
legri hrifningu verið að kenna
honum að ganga. Þau stóðu
hvort á móti öðru með tvö til
þrjú skref á milli sín, og tældu
þann litla til að fara frá einu
til annars, og i hvert skipti,
sem hann hrasaði og valt um
koll, þá gripu þau hann upp
og föðmuðu hann og kysstu.
Að lokum, þegar þau settu
hann upp í vagninn, stóðu þau
yfir honum í lengri tíma og
þvöðruðu við hann á óskilj-
anlegu barnamáli. Og þegar
barnfóstran ók af stað, stóðu
þau og gláptu á eftir honum,
eins og þau gætu ómögulega
slitið sig frá honum.
Ég vissi enga ástæðu til
þess, að ungfrú Gray hafði
aldrei gifzt. En ég var, eins
og dómarinn, alveg sannfærð-
uv um, að hún hefði haft ótal
tækifæri til þess. Þegar hún
sagði mér frá Craigshjónun-
um, datt mér ósjálfrátt í hug,
hvort hún fengi ekki sting fyr-
ir hiartað, þegar hún sæi alla
þessa hjónabandssælu. Ég
held. að fullkomin hamingja
sé mjög sjaldgæf í heiminum,
en þessar tvær manneskjur
virtust hafa fundið hana. Það
ev ekki ósennilegt, að hinn
mikli áhugi ungfrú Grays fyr-
ir Craigshiónunum hafi stafað
af bví, að hún gat ekki bælt
niður bá tilfinningu í hjarta
sínu, að hún hefði glatað ein-
hverju, sem ekki yrði bætt,
við að pipra.
Eftir að hún hafði grafið
upp skírnarnöfn þeirra, kall-
aði hún þau aldrei annað en
Edwin og Angelinu, og samdi
langa sögu um þau. Hún sagði
mér alla söguna, og þegar ég
gerði gys að henni fyrir hana,
bá lá við að hún móðgaðist
við mig. Það sem ég man úr
sögunni var á þessa lund: Þau
höfðu elskað hvort annað fyr-
HEIMILISBLAÐIÐ