Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 22
hún hafði neitað að láta burð-
arkarlinn taka, en hún hélt
ennþá á Feely. Ég gat með
naumindum náð henni, þegar
hún var að komast að land-
göngubrúnni. Ég sleppti henni
ekki, fyrr en skipið var lagt
af stað.
Það leið langur tími, áður
en mér tókst að koma Emmu
niður í káetu, en að lokum
fór hún þangað. Klefinn sneri
inn í skipinu, en hún veitti
því enga athygli. Það leit út
fyrir, að hún væri undrandi
yfir því, að hann var líkur
venjulegu herbergi með rúmi,
stól og handlaug. Hún setti
Feely á gólfið.
— Þér ættuð að koma hund-
inum einhvers staðar fyrir.
Þeir setja hann einhvers stað-
ar, og þér fáið hann aftur,
þegar við förum af skipinu.
— Nei, það gera þeir ekki,
sagði Emma.
Ég held þeir geri það ekki
undir svona kringumstæðum.
— Ég veit það ekki. — Ég fór
og lokaði dyrunum hjá þeim
Emmu Inch og Feely. Þegar
ég kom inn í klefann okkar,
sat konan mín þar og drakk
viskí.
Næsta morgun yfirgáfum
við Priscilla á Fall River og
fórum með þau Emmu Inch og
Feely í leigubifreið til New
Bedford. Þaðan fórum við með
litlum bát til Martha Viney-
ard. Hreyfingar hans minntu
á ölvaðan, bardagafúsan
mann, sem verið er að koma
út úr næturklúbbi, en hann
ímyndar sér, að hann hafi ver-
ið móðgaður har inni. Emma
sat í stól á þilfarinu eins ná-
lægt miðjum bátnum og hún
mögulega gat, til þess að sjá
sem minnst af vatninu. Hún
lokaði augunum og faðmaði
Feely að sér. Hún hafði ekki
aðeins breitt kápuna sína yfir
Feely, til þess að honum yrði
ekki- kalt, heldur einnig til að
vernda hann frá því, að skip-
verjar tækju hann frá henni.
Ég gekk við og við fram
á til að sjá, hvernig Emmu
liði. Henni virtist líða ágæt-
lega, að minnsta kosti bar
ekki á öðru, þangað til fimm
mínútum áður en báturlnn
kom til Wood Hole, sem var
eini viðkomustaðurinn á leið-
inni til Vineyard. Þá veiktist
Feely. Að minnsta kosti sagði
Emma, að hann væri veikur.
Mér virtist hann alveg eins
og hann var vanur að vera
— andardráttur hans var al-
veg jafn þungur og óregluleg-
ur. En Emma sagði, að hann
væri veikur.
— Herra Thurman, hann er
mjög veikur. Ég verð að fara
með hann heim, sagði hún. Ég
heyrði á því. hvernig hún
sagði heim, við hvað hún átti.
Hún átti við Sjötugasta og
áttunda stræti.
Báturinn rann unp að
bryggjunni í Wood Hole og
hætti að hreyfast. Það heyrð-
ust skruðningar frá lestinni.
Það var byrjað að skipa upp
vörunum.
— Ég fer í land, sagði
Emma ákveðin. Ég reyndi að
svna henni fram á. að eftir
hálftíma yrðum við komin
heim, bá kæmist allt í lag og
þá yrði allt svo dásamlegt.
Feelv mundi verða alveg nýr
hundur, en það kom allt fyrir
ekki.
— Ég verð að fara með
hann hérna. Ég fer alltaf með
hann heim, þegar hann veik-
ist, sagði hún.
Með fljúgandi mælsku lýsti
ég bví fyrir henni. hvað
Martha Vineyard væri yndis-
legur staður, fólkið har væri
svo gott og alúðlect og lofts-
lagið væri sérstaklega vel
ns]
fallið fyrir hunda. Þetta var
allt árangurslaust. Það nægði
að líta á Emmu til að sjá,
að hún færi af bátnum í Wood
Hole.
— Þér getið alls ekki farið
hér í land, sagði ég hörkulega
og hristi á henni handlegginn.
Feely urraði lágt. Þér hafið
enga peninga, og þér hafið
enga hugmynd um, hvar þér er-
uð niðurkomin. Þér eruð langt
frá New York. Það fer eng-
inn gangandi frá Wood Hole
til New York. — Hún virtist
ekki heyra til mín. Hún gekk
að landgöngubrúnni og raul-
aði við Feely. Þéi; verðið að
fara til baka með bát eða að
öðrum kosti að fara með járn-
brautarlest, og þér eigið ekki
grænan eyri. Ef þér eruð svo
heimsk að fara frá okkur
núna, læt ég yður ekki hafa
grænan eyri, sagði ég.
— Mig vantar ekki peninga,
herra Thurman. Ég hef ekki
unnið fyrir þeim, tilkynnti
Emma.
Ég æddi begiandi aftur og
f’-am um bilfarið. Ég var æst-
uv í skapi. Þá sneri ég mér
að henni og rétti henni dá-
litla peningaupphæð, en ég
varð að hvinga hana til að
taka við þeim.
Meðan þessu fór fram,
prengum við upp á landgöngu-
hrúna. Feely urraði og gelti.
Nú sá ég, að augun í honum
voru dálítið rauð og þrútin.
Ég sá að það mundi tilgangs-
laust að kalla á konu mína —
þegar t>eilsa Feelys var í veði.
— Hvernig ætlið þér heim
Léðan? kallaði ég á eftir henni,
har sem hún gekk niður land-
gönvubrúna. Þér eruð komin
að landamærum Massachus-
etts.
Hún st.anzaði. sneri sér við
og sagði: — Við munum
ganga, Feely og ég, við kunn-
HETMILJSBLAÐTÐ