Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 20
f
James Thurber
HUNDUR MATREIÐSLUKONUNNAR
17'mma Inch var að engu leyti
frábrugðin öðrum mið-
aldra, grannholda konum, sem
sjá má á götunni eða bak
við búðarborðið í lítilli sveita-
verzlun og gleyma síðan að
eilífu. Hún var með grá-
brúnt, rytjulegt hár, svipur
hennar bar engan persónu-
leika og röddin — ég hef
gleymt henni — hún var að-
eins rödd. Hún kom til okkar
með meðmæli frá einhverri
kunningjakonu sinni, sem
vissi, að við vorum að fara
til Martha Vineyard, til að
dveljast þar yfir sumarmánuð-
ina, og okkur vantaði mat-
reiðslukonu til fararinnar. Við
réðum hana, af því að við
fengum enga aðra, enda hafði
hún útlit fvrir að vera fær um
að taka starfið að sér. Hún
kom til okkar í gistihúsið við
Fertugasta og fimmta stræti
daginn áður en við höfðum
ákveðið brottför okkar. Við
útveguðum henni herbergi yf-
ir nóttina, því að hún átti
heima einhvers staðar langt
úti í borginni. Hún hélt því
blákalt fram, að hún ætti ekki
að taka herbergið, heldur fara
heim um kvöldið, en ég sagði
henni, að ég hefði ákveð-
ið þetta og því yrði ekki
breytt.
Farangur Emmu Inch var
brún ferðataska, stór og
klunnaleg, og rottuhundur af
Boston-kyni. Hann hét Feely.
Feely var seytján ára gamall,
og hann ýlfraði í sífellu með
sérkennilegu nefhljóði. Þar
sem okkur vantaði matreiðslu-
konu, samþykktum við, að
Emma Inch tæki Feely með
sér, ef hún sæi alveg um hann
og gætti þess, að hann yrði
okkur ekki til óþæginda. Það
virtist létt verk að gæta Feelys,
því að hann lá ýlfrandi, þar
sem Emma setti hann frá sér,
þangað til hún kom aftur og
tók hann upp. Ég sá hann
aldrei ganga. Emma sagði
okkur, að hún hefði átt hann
frá því hann var lítill hvolp-
ur. Hún sagði okkur með tár-
votum augum, að hann væri
eina veran, sem hún ætti að
í þessum heimi. Ég fann ekki
til meðaumkunar, en var þó
í vandræðum. Mér var ómögu-
legt að skilja, að nokkúr gæti
elskað Feely.
Ég svaf eins og steinn um
nóttina, en kona mín gat^ekki
sofið. Hún sagði mér um
morguninn, að hún hefði legið
lengi vakandi og hugsað um
Emmu Inch og Feely, vegna
þess að henni fannst þau vera
eitthvað undarleg. Hvers
vegna vissi hún ekki. Hún
hafði það aðeins á tilfinning-
unni, að þau væru mjög ein-
kennileg. Ég hringdi til her-
bergis Emmu, þegar við vor-
um ferðbúin, en fékk ekkert
svar. Klukkan var orðin þrjú,
því að við höfðum frestað að
ganga frá mörgu til morguns.
Við urðum dálítið óróleg, því
að það var komið langt fram
á dag. Áætlunarbáturinn á
Fall River átti að fara eftir
tæpa tvo tíma. Við skildum
[16]
James (Grover) Thurber,
er amerískur, skopritari og
teikpari, fceddur í Ohio 1894.
Hann hefur um langt skeið verið
blaSamaSur viS The New York-
er, og i því blaSi hafa flest verk
hans birzt almenningi í fyrstu.
Út hafa komiS eftir hann margar
bœkur, flestar söfn smágreina eSa
smásagna, og hefur höfundurinn
sjálfur myndskreytt þœr. 1 bók-
um sínum skopast hann eink/um
aS „gerfivísindamönnum“ og kák-
urum, sem vilja láta almenning
taka sig alvarlega, bókum þeirra
og stefnumálum, t. d. þeim, sem
fjalla um sálfrœSi, kynferSismál
o. fl. Ein bók/i hans, „SíSasta
blómiS", sem er hœSin ádeila á
styrjaldir nútímans, hefur komiS
út í islenzkri þýSingu. Persónur
hans virSast í fljótu bragSi séS
vera fjarlægar hinum kalda raun-
veruleika, skapaSar af fádœma
hugmyndaflugi og leiksoppar
hinna ótrúlegustu og hörSustu ör-
laga, en eru þó, þegar skyggnzt
er niSur í kjölinn, skilgetin af-
kvcemi miskunnarlausrar og af-
vegaleiddrar samtíSar.
V_________________________)
ekkert í því, hvers vegna
Emma lét ekkert til sín heyra.
Klukkan fjögur var barið létt
högg á hurðina 'á svefnher-
berginu. Ég flýtti mér að
opna, og þau Emma og Feely
birtust í dyrunum. Hún bar
hann. Hann ýlfraði, stundi og
blés út um nasirnar, eins og
hann væri nýkominn af sundi.
Kona mín sagði Emmu að ná
í farangur sinn, því að við
færum eftir örskamma stund.
Farangur Emmu var tilbúinn,
nema rafmagnsviftan hennar,
og hún sagðist ekki geta kom-
ið henni fyrir í töskunni.
— Þér þurfið ekki raf-
magnsviftu í Vineyard, sagði
kona mín. Þar er nærri því
kalt á nóttunni og jafnvel
svalt yfir hádaginn. Það kom
sorgarsvipur á andlit Emmu
Inch. Hún starði framan í
konu mína og sagði: — Ég
HEIMILISBLAÐIÐ