Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 23

Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 23
um bezt við að ganga. Ég stóð grafkyrr og glápti á hana. Þegar ég kom aftur upp á þilfar, var báturinn að leggja af stað til Vineyard. — Hvað er nú á seyði? spurði kona mín. Ég benti henni upp á bryggjuna. Emma Inch stóð þar með ferðatöskuna fyrir framan sig. Hún hafði Feely undir öðrum handleggnum, en með hinum veifaði hún til okkar. Ég -hafði aldrei séð hana brosa áður, en nú brosti hún. Námfúsi drengurinn. í New Wonderful Magazine (London 1623) er frá því sagt, að 1609 hafi fæðzt stúlkubarn í Arl- ington með þrjú augu. Tvö augn- anna voru á eðlilegum stað, „en það þriðja var fyrir ofan nefið á miðju enninu". Litur augnanna þriggja var mismunandi, eitt var blátt, annað brúnt og hið þriðja grátt . . . í sama riti er sagt frá því, að ,,í British Museum hefur nýlega verið settur í spíritus barns- líkami með þrjú augu. Barnslíkami þessi er úr safni Sir Hans Sloans, sem er nýlega dáinn“. þegar í stað. Heyrzt hefur um fólk, sem ekki hefur haft þann eigin- leika að geta snúið sjónmyndinni við og sér þess vegna allt öfugt. —o— Börn Eskimóa borða hrá fisk- augu, og þau kingja þeim af mik- illi velþóknun. Margir heimskautafarar hafa sagt frá þessu eins og hverri annarri hjátrú frumstæðrar þjóðar. Nú hef- ur komið í ljós, að það, sem álitið er barnaleg hjátrú, hefur verið sannað vísindalega. í tilraunastöð í Rochester í Bandaríkjunum voru gerðar tilraunir með glerhlaup úr þorskaugum og reyndist það skerpa sjónina hjá sjóndöpru fólki . . . í „náttúrusögu" sinni, sem skrif- uð var árið 77 e. Kr., kom Plinius með eftirfarandi góð ráð við sviða í augum: Bindið saman tvo fingur eða tvær tær eða berið á augun fótaþvottavatn þrisvar sinnum. — Annar samtíma læknir ráðlagði fólki krókódílablóð til að fá betri sjón. Munnmæli herma að í byrjun átjándu aldar hafi maður átt heima á Spáni, er hafði svo góða sjón, að hann sá yfir Gíbraltarsund yfir til Afríkustrandar, þegar hann stóð uppi á fjallstindi á strönd Spánar. Hann sá greinilega það sem fram fór í frönsku höfnunum, og gat þess vegna aðvarað spönsk skip við márískum sjóræningjum. Á stríðsárunum fengu amerískir hermenn sérstök gleraugu, sem kölluð voru „Snooperscope", og sáu þeir það vel með þeim, að þeir gátu miðað og skotið í niða myrkri með hjálp ósýnilegra geisla. Það eru ekki nema rúm þrjátíu ár síðan aðeins fáir menn í heim- inum þekktu leyndardóm gleraug- ans. Uppfinning þessi var gerð af glerblásara í Leipzig fyrir eitt hundrað og fimmtíu árum, . en leyndarmálinu var haldið leyndu í fjölskyldu hans í fjóra ættliði. í dag getur hver og einn keypt sér glerauga svo að segja strax. — Ástralskur leikari notaði sérstakt blóðhlaupið glerauga, þegar hann fór í drykkjuveizlur. Þegar Kínverji mætir kunningja sinum, tekur hann ekki ofan hatt- inn, heldur tekur hann af sér gler- augun. Gleraugun eru tákn um aldur, og samkvæmt kínverskri sið- venju skal bera virðingu fyrir hær- um. En með kveðju sinni gefur hann til kynna, að ekki skuli ein- vörðungu taka tillit tii aldurs hans. —o— í Kína í gamla daga höfðu að- eins háttsettir mandarínar leyfi til þess að bera gleraugu sem tákn um virðuleika sinn. Umgerðin var úr skjaldbökuskel, en glerið úr venjulegu gleri. —o — í fangelsi einu i Illinois arfleiddu ellefu þúsund fangar vísindin að augum sínum. Við sjáum alla hluti öfugt, en heilinn snýr þeim við. Um þetta lærum við í skólanum, en um hitt er ekki kennt, hvernig heilinn fer að því að gefa okkur rétta mynd Á fyrstu árum Viktoríu drottn- ingar var bannað að bera gleraugu við hirðina, þegar hennar konung- lega tign var nærstödd. [19] HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.