Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 27
HEFND FANGANS|
Framhaldssaga eftir Max Brand |
^ ♦ ##############j
EFNISÁGRIP:
Harry Destry hafði verið dæmdur í tíu ára fangelsisvist fyrir járnbrautar-
rán. En hann var dæmdur saklaus, og hann strengdi þess heit að hefna
sín á kviðdómendunum tólf, er dæmdu hann. Sökum þess hve hegðun
Harrys var góð í fangelsinu slapp hann þaðan eftir sex ár. Og þá hefst
hann handa með hefndina. Hann heimsækir unnustu sína, Charlie Danger-
field, er hafði heitið því að bíða hans. En hún verður fyrir vonbrigðum.
Hann er ekki sá sami Harry Destry og áður. Fangelsisvistin hafði beygt
hann. Brátt kemur í ljós, að Harry fer sér hægt, en er þó ekki síður hættu-
legur viðureignar en áður fyrr. Hann drepur einn af óvinum sínum í
sjálfsvörn og annan gerir hann að krypplingi. Sá þriðji verður að at-
hlægi allra, svo að mannauminginn neyðist til að flýja úr bænum. Chester
Bent, sem telur sig vera vin Harrys, er jafnframt hrifinn af Charlie.
Chester gefur Harry úrvalshryssu, Fiddle að nafni. Lögreglustjórinn í
bænum heitir Ding Slater. Hann fær Destry í lið með sér til þess að
koma upp um þjófnað, sem framinn hefur verið í verzlun einni. Destry
tekur málið að sér, því hann grunar að hér sé einn óvina hans að verki.
Nokkru áður hafði piltur að nafni Willie Thornton bjargað lífi Destrys.
^egar hér er komið sögu hefur Harry tekizt að ná þjófnum, og hét
hann Lefty Turnbull. Harry er á leið með Lefty til Wham. Lefty er einn
af dómendunum forðum, en nú eru þeir sex úr sögunni af tólf.
TVestry sagði dimmum rómi: — Nú
koma þeir saman. Þeir dreifð-
ust, þegar þeir heyrðu, að ég væri
kominn aftur. Þeir komu saman,
þegar þeir fréttu, að ég væri farinn
spekjast. Þeir hlupu á burt aft-
Ur, þegar þeir sannfærðust um, að
eS væri ekki allur, þar sem ég væri
séður. Og nú þegar ég hef komið
uokkrum þeirra fyrir kattarnef,
uiunu þeir hópast saman!
— Ertu hræddur, Harry, spurði
fanginn forviða, eins og hann áliti,
að Destry þekkti ekki hræðslu.
'— Dauðhræddur, . sagði Destry.
Hver skyldi ekki vera það ? Hvernig
var nú sagan um stokkana sex og
einn að auki? Þeir eru þarna fyrir
ueðan okkur og leggja saman ráð
SIn- Sex rottur, er koma saman úti
1 horni, eitraðar eins og eiturslöng-
ur — 0g þær hata mig! Og hann,
sem er fyrir þeim, — hann þætti
m®r gaman að hitta!
Hver er hann, spurði Lefty.
Sá, sem leggur á ráðin fyrir
ykkur! sagði Destry uppvægur.
Hver sendi José Vedres með bréf til
HEIMILISBLAÐIÐ
Orrins? Það vil ég fá að vita! Lefty,
ef þú vilt segja mér það, get ég
ef til vill bjargað þér úr höndum
sheriffans. Ég lofaði honum að koma
með þig til hans. En hví skyldi ég
ekki geta rænt þér frá honum aftur ?
— Við hvern áttu ? hrópaði Lefty,
ákafur yfir þeirri von, sem honum
var gefin. Hver er það?
— Veiztu það ekki? spurði Des-
try. Lætur hann þig ekki vita, hver
hann er? Mig skal ekki undra, þótt
ég finni hann ekki! Ég skal segja
þér, að tilhugsunin um hann skelfir
mig æ meir. Ég er ekki hræddur við
Ogden, Wendell, þig eða Orrin.
Hverjir eru hinir? Það er Clifton
litli. Haus hans er of lítill til þess
að rúma slíkar ráðagerðir. Það er
Henry Cleeves, sem þekkir meira til
véla en manna. Bud Williams mundi
vera farinn, ef um það væri að ræða
að slást með hnefunum, og Bud
Truckman og Bull Hewitt eru báðir
svo sljóir. Og þá er Philip Barker
einn eftir. Það er ekki ómögulegt,
að hann búi yfir ríkri kímnigáfu,
en ég er ekki alveg viss. Lefty, ef
[23]
þú gætir frætt mig um þetta, skal
ég áreiðanlega launa þér það! Hver
er foringinn, sem ákveður hvað gera
skal ? Ég verð að ná honum eða
engum «113!
Destry talaði þvoglulega, því hann
var fremur að hugsa upphátt en að
tala við fanga sinn. En þegar Lefty
heyrði tilboð það, sem hann gaf hon-
um, hristi hann höfuðið.
— Ég veit ekki hver hann er —
alls ekki! sagði hann. Ég held, að
þú ímyndir þér þetta!
— Er erfitt að þefa uppi rottur
í gömlu húsi? spurði Destry.
— Nei.
— Ég hef þefað uppi rottu, stóra
rottu! sagði Destry. Nú er nægilega
dimmt fyrir okkur til þess að fara
niður!
Þeir komu í útjaðar bæjarins og
fóru varlega, unz þeir náðu húsi
sheriffans.
Þeir sáu greinilega inn um bjart-
an eldhúsgluggann, þar sem frú
Slater var að þvo upp. Þeir gengu
dálítið lengra og sáu þá Ding Slat-
er. Hann sat á svölunum með inni-
skó á fótum, blað í höndunum og
pípu á milli tannanna.
— Ef glæpamenn hata hann,
hvers vegna koma þeir þá ekki
og myrða hann eitthvert kvöld eins
og þetta? mælti Destry.
— Af því að fuglar koma ekki
nálægt slöngum, ef þeir geta kom-
izt hjá því, svaraði Lefty. Harry,
um leið og ég geng hingað inn er
ég kominn í helvíti! Ég dæmdi síð-
astur af öllum í dóminum . . .
— Ertu að biðja þér griða ?
spurði Destry hæðnislega.
— Nei, svaraði hinn. Svei því,
að ég kæri mig um það. Á ég að
fara á undan?
— Já, farðu á undan.
Destry og Lefty gengu upp tröpp-
urnar og inn um svaladyrnar, og
svo stóðu þeir allt í einu fyrir
framan sheriffann. Ding Slater
braut saman blaðið.
— Sælir, sagði sheriffinn. Hvert
ert þú að fara, Lefty? Hver er
með þér ?
— Ég, sagði Destry.
Þegar sheriffinn heyrði rödd
Destrys, stökk hann á fætur eins
og drengur.