Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 28
— Það getur ekki hafa verið
Lefty, sera tæmdi peningakassann
hjá Fitzgerald? mælti hann. Lefty
er ekki kunnur fyrir smáþjófnaði!
Destry henti peningaveski á
borðið fyrir framan sheriffann.
— Hann segir að peningarnir
séu þarna. Ég veit það ekki. Ég
læt þig um að athuga það. En hér
er hann. Ding, þú vissir, áður en
ég fór, að hann hafði gert það.
— Hvaða bull er í þér, Harry.
Hvernig hefði ég átt að vita það?
— Þú sendir mig, af því að þú
hélzt, að mér tækist ekki að ná
honum. Þú gerðir það viljandi.
— Heldurðu, að ég hefði þurft
að biðja um hjálp, ef ég hefði vit-
að hver gerði það? spurði sheriff-
inn undrandi. Harry, stundum tal-
ar þú eins og heimskingi . . .
En . . .
— Taktu við þessu, sagði Destry.
Ég hef unnið eitt óþokkaverk fyrir
þig. Það er nóg. Það mun taka mig
mörg ár að hreinsa mig af því.
Hann henti lögregluskírteininu á
borðið og snerist á hæli.
— En Harry — Harry! kallaði
sheriffinn.
En Destry var þotinn burtu.
Hann gekk þangað, sem hann
hafði tjóðrað hryssuna. Svo reið
hann hægt um Wham, unz hann
kom að húsi Chester Bents.
Ennþá einu sinni tjóðraði hann
hryssuna í dálítilli fjarlægð frá
húsinu. Svo gekk hann hægum
skrefum stíginn heim. Neðri hæðin
var upplýst. Hann hóf sig á hönd-
unum upp á gluggabrún. Hann sá
Bent sitja í bókaherberginu, og virt-
ist hann niðursokkinn í lestur. En
öðru hvoru leit Bent upp úr bók-
inni og einblíndi á vegginn fyrir
framan sig.
Aðaldyrnar voru skammt frá, en
af einhverjum ástæðum fór Destry
ekki inn um þær, heldur hóf hann
sig upp á gluggabrúnina og fór
síðan inn um gluggann. Destry
mjakaði sér frá glugganum, þétt
upp við vegginn. Svo vafði hann
sér sígarettu.
Bent hafði ekki orðið var við
hann. Stór bók lá opin í kjöltu
hans, og Destry beið með að
kveikja á eldspýtunni. Bent hrökk
í kút, rétt eins og hann hefði heyrt
skammbyssuskot.
En hann stökk ekki á fætur.
Hann hallaði sér áfram í sætinu
og sneri höfðinu lítið eitt.
— Harry! sagði hann, og honum
varð léttara um hjartað.
Destry gekk að stóra skrifborð-
inu og settist á brún þess og sletti
til öðrum fætinum á meðan hann
virti félaga sinn fyrir sér.
— Hvers vegna komstu inn um
gluggann? spurði Bent.
— Maður er ekki eins og hest-
ur, sagði Destry. Maður getur orðið
þreyttur á að fara alltaf inn um
sama hliðið. Þess vegna fór ég yfir
girðinguna í nótt.
— Við hvað áttu, drengur minn ?
— Ég hef fengið nýtt mál til
umhugsunar, sagði Destry, og þess
vegna kom ég hingað!
— Hvað þá?
— Nokkuð, sem bezt mun að
ræða ekki um við þig, sagði Destry.
Bent leit niður á fætur sina.
Svo sló hann með fingrunum á
spjöldin á bókinni. Þegar hann leit
aftur upp, sagði Destry: — Eru
fellingarnar í hnakka þínum, Chet,
fita eða vöðvar ?
— Vöðvar? Hvað geri ég til þess
að fó vöðva ? spurði Bent. Ég er
enginn íþróttamaður, Harry, það
veiztu.
— Sumir menn eru fæddir sterk-
ir og eru það alltaf, sagði Destry.
En ég var ekki að hugsa um það.
— Heldur hvað, Harry?
— Mér datt í hug eitt sinn,
þegar ókunnur drengur kom í skól-
ann. Hann var ekki sérstaklega
sterkbyggður. En hann leit út fyrir
að verða kraftalegur og sterkur.
Ég hræddist hann frá þvi fyrst ég
sá hann. Og í mánuð forðaðist ég
hann, þar til ég dag nokkurn var
að fara heim úr skólanum og ég
sá augu hans stækka, þegar ég
gekk framhjá honum. Þá vissi ég,
að hann var eins hræddur við mig
og ég var við hann. Þess vegna
börðumst við á staðnum!
— Og þú hafðir betur, eða hvað ?
— Ég man það ekki, en . . .
— Heldurðu að ég sé hræddur
við þig, Harry ?
— Satt að segja, sagði Destry
rólega, held ég, að þú sért einn
þeirra manna, sem ekkert hræðast
á himni né jörð!
Tuttugasti og fjórði kapítuli.
að leit ekki út fyrir, að Bent
yrði hrifinn af gullhömrunum,
þvi hann bandaði með hendinni og
sagði: — Ég er bara tilfinninga-
næmur. Það hef ég alltaf verið!
— Eitthvað af þessari viðkvæmni
fékk útrás í vel útilátnum kinn-
hestum, sagði Destry. Nú ertu full-
orðinn, vinur, en þegar ég stóð
fyrir utan gluggann, gat ég ekki
varizt þeirri hugsun, að ég þekkti
þig ekki, eins og þú ert í raun og
veru.
— Ef til vill ekki, Harry. Þú
hefur haft of háar hugmyndir um
mig.
— Hvers vegna siturðu með
þessa bók, þegar þú lest ekki í
henni? spurði Destry.
Við þessa spurningu reif Bent sig
að lokum upp úr hugsunum sín-
um og horfði hvasst á Destry. Svo
benti hann á gluggann bak við sig.
— Blekking ? spurði Destry og
beit saman vörunum.
— Blekking, sagði Bent hrein-
skilnislega.
— Það þykir mér afleitt að
heyra.
— Það vissi ég. En þarna hef-
urðu sannleikann. Ég get ekki
skrökvað að þér, Harry.
Hann andvarpaði.
— Ertu að reyna að sannfæra
þá um, að þú sért hér við lestur?
— Já. Ég er metnaðargjarn. Ég
vil, að fólk beri virðingu fyrir mér.
En sannleikurinn er sá, Harry, að
þegar ég kem af skrifstofunni á
daginn, er ég svo uppgefinn, að ég
get bókstaflega ekkert gert. Ég vil
þá gjarnan vera einn með hugsanir
mínar. Þannig er það! Jæja, það
verður að vana að sitja hérna.
Svo heyri ég fólk tala um kvöld-
vinnu mína. Þess vegna leik ég
þennan leik. Og þá hefurðu heyrt
það!
Destry kinkaði kolli.
— Ég skil það, sagði hann. En
ég hefði heldur kosið . . .
Hann þagnaði.
[24]
HEIMILISBLAÐIÐ