Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 29
— Þú hefðir heldur kosið, að ég
gerðist bankarseningi heldur en að
stunda þetta starf?
— Það geri ég hreinskilnislega
sagt!
— Þú hefur á réttu að standa,
mælti Bent. Sérhver glæpur er
krefst hugrekkis er betri en þetta!
Þú munt ávallt álíta mig lítilmenni
eftir þetta, Harry!
— Ég mun alltaf líta upp til
þín af því að þú sagðir mér allt
af létta, Bent! Ég held, að ég
mundi ekki virða þig meira, þótt
þú legðir líf þitt í sölurnar fyrir
mig!
Hann gekk allt í einu til Bents
og lagði hönd sína á axlir hans.
— Stundum, sagði hann alvar-
•egur í bragði, liggur við að ég
trúi á Guð. Það er svo margt, sem
kemur manni úr jafnvægi! Það kom
í ljós, að vinir mínir voru þrjót-
ar og glæpamenn gagnvart mér.
Og konan, sem ég elskaði, sveik
»ig við fyrsta tækifæri, sem
bauðst. En ég á vin, sem bætir fyr-
ir þetta allt. Þig, Chet.
Hann stanzaði snögglega og
smellti með fingrunum.
— Ég fer að hátta. Ég hygg, að
þetta sé síðasta nóttin mín hér.
— Hvers vegna sú síðasta ?
Hvers vegna segir þú það, gamli
vinur ?
— Ég finn það á mér, að þeir
eru á hælum mér. Þeir eru sex
eftir.
— Ég hélt, að þeir væru sjö.
— Ég setti Lefty inn í kvöld.
Ég elti hann uppi. Ding gamli Slat-
er bað mig að elta hann, og ég
neyddist til að fara með hann í
steininn.
— Segðu mér frá því! Lefty i
steininum ? Hann er á við tvo
menn!
— Ég kæri mig ekki um að
ræða þetta. Þú munt heyra fólk
þvaðra um það á morgun. Góða
nótt, Chet!
— Góða nótt, gamli vinur. Ég
hugsa — að þú sért öruggur hér
í mínu húsi!
— Auðvitað heldurðu það. En
maður getur ekki haft auga með
hverri hurð eða hverjum glugga!
Hann brosti og benti á gluggann,
heimilisblaðið
sem hann hafði komið inn um.
Síðan fór hann út úr herberginu.
Þegar hann kom fram í hálf-
dimman ganginn, stanzaði hann
öðru hvoru og hlustaði eftir, hvort
hann heyrði mannamál. Því næst
gekk hann upp stigann, er lá að
kvistherbergi því, sem hann var
vanur að gista í. En hann opnaði
ekki strax herbergisdyrnar. Hann
nam staðar og hlustaði.
Ekkert hljóð barst að innan.
Þó gekk hann ekki inn um leið
og hann sneri hurðarsnerlinum
hægt og hljóðlaust. Hann þrýsti
sér upp að veggnum, en rétt á
eftir fór hurðin að opnast af drag-
súgnum.
Engin hreyfing varð greind í
svefnherberginu. Samt beið Destry,
unz dragsúgurinn hafði opnað hurð-
ina alveg. Hann stóð í horni gangs-
ins og beið þolinmóður. Myrkrið
var svart, en þó gat hann greint
dyraumbúnaðinn.
Loksins brá skugga fyrir í gætt-
inni, og annar kom í ljós, og tveir
þar á eftir. Þeir námu staðar
augnablik, en hurfu svo niður í
ganginn. Rétt hjá Destry stanzaði
foringinn. Hann rétti út handlegg-
ina og ætlaði að stöðva félaga sína.
— Þetta er glatað tækifæri, sem
kemur aldrei aftur! sagði hann.
— Mér er nóg boðið, mælti einn
mannanna. Ég þoli þetta ekki leng-
ur. Mér var nóg boðið, þegar bölv-
aðar dyrnar opnuðust sjálfkrafa!
— Þær hafa opnazt af vindin-
um, fíflið þitt!
— Mér stendur alveg á sama
af hverju það stafar. Mér er nóg
boðið! Ég fer leiðar minnar. Hinir
geta gert það sem þeim sýnist!
— Bud, viltu vera kyrr hjámér?
— Hvar ?
— Auðvitað inni í herberginu!
Hann hlýtur að koma þangað inn.
Hann er búinn að ræða við sher-
iffann og þá kemur hann hingað.
Ég hugsa, að hann sé að tala við
Bent einmitt núna hér fyrir neðan!
— Ég skal segja þér, svaraði
Bud, að ég hef ekkert á móti því
að bíða, en ég neita að dvelja
áfram í þessu herbergi, fyrst andi
er kominn inn í það!
— Andi, fíflið þitt!
[25]
— Þú segir, að vindurinn hafi
opnað hurðina. Það getur vel ver-
ið. En hann blés um leið anda inn
til okkar!
— Bud, ég trúi því ekki, að þú
meinir það, sem þú segir. Ég trúi
þvi ekki!
— Vindhviða, sem snýr hurðar-
snerli, getur líka blásið inn anda!
sagði Bud.
— Fíflið þitt, auðvitað hefur
hurðin verið kviklæst!
— Mér er samá. Ég hef fengið
nóg!
Þeir gengu niður stigann og fóru
eins hljóðlaust fjórir og Destry
hafði komið upp. Destry dró upp
marghleypu sína og var reiðubú-
inn að hleypa af, þegar ástæða
væri til. Þrátt fyrir myrkrið hlaut
hann að hitta!
En hann lét þá fara. Sjálfur lá
hann á fjórum fótum á gólftepp-
inu og hlustaði.
Honum heyrðist einhver opna
glugga, en það var svo fim-
lega gert, að hann var ekki
öruggur um það. Það leið góð
stund, áður en hann var viss um,
að engir hættulegir óvinir væru
lengur í húsinu. Hann ákvað að
ganga niður og segja Chester Bent
frá því, er hann hafði séð og heyrt.
En eftir nokkra umhugsun
breytti hann um ákvörðun. Bent
gat ekkert gert annað en afsakað,
að hann skyldi ekki geta veitt
gesti sínum vernd. Mennirnir voru
horfnir. Bent mundi ekki geta haft
upp á þeim í myrkrinu, og þótt
hafin yrði leit í nótt, mundi hún
að öllum líkindum ekki bera ár-
angur, fyrr en þá á morgun.
Þess vegna fór Destry inn í
svefnherbergið og henti sér upp í
rúmið án þess að fara úr fötunum
eða læsa hurðinni. Augnabliki
seinna var hann sofnaður.
Hann vaknaði fyrir dögun. Hann
flýtti sér á fætur, þvoði sér um
andlit og hendur, settist við borðið
og skrifaði í flýti:
Kæri Chet!
Þetta eru aðeins nokkur kveðju-
orð. Ég ætla að yfirgefa Wham og
þá einnig þig. Ég tek ekki mikinn
farangur með mér, en skil mest