Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 33

Heimilisblaðið - 01.01.1953, Blaðsíða 33
UMSKIPTIN gurinn Ævintýri eftir Selmu Lagerlöf Oólbúakerling kom gangandi 4 gegnum skóginn með króg- ann sinn dinglandi í næfra- hylki, sem hún bar á bakinu. Króginn var stór og ljótur, með hár eins og svínsburst, oddhvassar tennur og kló á litlafingri, en hólbúakerling- unni fannst auðvitað, að ekki gæti verið til fallegra barn. Að stundarkorni liðnu kom hún á stað, þar sem skógur- inn var lítið eitt gisnari. Þar lá gata um, holótt og hál vegna trjárótanna, og eftir götunni komu ríðandi bóndi nokkur og kona hans. Strax þegar hólbúakerling- m kom auga á þau, ætlaði hún að laumast aftur inn í skóg- lnn, til þess að fólkið sæi hana ekki, en þá tók hún eftir, aÖ bóndakonan hélt á barni a armi sér, og þá breytti hún Urn áform. — Ég ætla að sjá, hvort mannabarnið er eins fallegt og barnið mitt, hugs- aÖi hún og skreið bak við stóran heslirunna, sem óx rétt við vegarbrúnina. En þegar bóndahjónin riðu ihamhjá henni, teygði hún sig svo langt áfram í ákefð sinni, aÖ hestarnir komu auga á stora, svarta hólbúahausinn. Þeir prjónuðu og þustu brott á harða spretti. Það lá nærri, að bóndinn og kona hans óyttu af baki. Þau ráku upp hræðsluóp, síðan lutu þau áfram, til þess að ná taum- naldi á hestunum, og auga- ragði síðar voru þau horfin úr augsýn. Hólbúakerlingin grenjaði UPP yfir sig af gremju, því aÖ henni hafði naumast gef- HEIMILISBLAÐIÐ r ^ INNGANGSORÐ eftir Anders Österling. Það eru ekki til neinir hólbúar, en áður fyrr trúðu menn, að þeir vœru til, og þá reið á því að vera vel á verði og sniðganga stigu þeirra. Selma Lagerlöf, hinn frægi rithöfundur frá Vermalandi, sem fékk Nóbelsverðlaunin og hefur verið þýdd á öll tungumál veraldar, segir hér sögu frá þeim tímum. Þegar þú hefur lesið hana, skaltu hugsa um hana stundarkorn og þér mun skjljast, að í sögunni af umskiptingnum felst einnig lexía handa okkur, varðandi miskunnsemina. Bónda■ konan getur ekki fengið sig til að gera umskiptingnum neitt mein, hversu mikill stuggur sem henni stendur af þessari viðbjóðs■ legu veru og hversu Ijóst sem henni er, að allt það ólán, sem yfir búgarðinn dynur, er návist hólbúanna að kenna. Hún breytir samkvæmt eðlishvöt sinni o g samvizku. Og síðan kemur það í Ijós, að hólbúarnir hneigjasl einnig til þeirrar réttvísi, er felst í því að gjalda líku líkt. í augum bóndakonunnar er barn alllaf barn, jafnvel þótt svo vilji til, að það sé af hólbúakyni, og þessi takmarkalausa, þjáningafulla fórn- arlund hlýtur að lokum þau laun, sem hún hefur verðskuldað. Ofbeldi hafði verið endurgoldið með ofbeldi, en loks er það mildin, sem úrslitum rœður. _________________________—J izt tóm til að líta mannabarn- ið augum. En í sömu svifum varð hún harðánægð aftur. Barnið lá nefnilega á jörðinni, rétt við tærnar á henni. Það hafði dottið úr faðmi móður sinnar niður í þurra laufhrúgu, svo að það hafði ekki sakað. Það grét hástöf- um af hræðslu eftir fallið, en þegar hólbúakerlingin laut niður að því, varð það svo hissa og þótti hún svo skrítin, [29] að það steinþagnaði og teygði upp hendurnar, til þess að toga í svarta skeggið á henni. Hólbúakerlingin stóð þarna steinhissa og virti manna- barnið fyrir sér. Hún skoðaði grönnu fingurna með rósrauðu nöglunum, skæru bláu augun og litla, rauða munninn. Hún þreifaði á mjúku hárinu, strauk um vanga barnsins með hendinni, og undrun hennar varð æ meiri. Hún skildi það blátt áfram ekki, að barn gæti verið svona blómlegt, mjúkt og fínlegt. Allt í einu kippti hólbúa- kerlingin næfrahylkinu af baki sér, tók upp úr því krógann sinn og lagði hann við hlið- ina á mannabarninu. Og þeg- ar hún sá, hversu mikill mun- ur var á þeim, missti hún alla stjórn á sér og fór að hrína hástöfum. Meðan þessu fór fram, höfðu bóndinn og kona hans náð aftur stjórn á hestunum, og sneru þau nú aftur, til þess að leita að barni sínu. Hól- búakonan heyrði, að þau voru að koma, en hún hafði enn ekki horft nægju sína á mannabarnið, heldur sat kyrr hjá því allt til þess, að bónda- hjónin voru næstum því kom- in í Ijósmál. Þá tók hún skjóta ákvörðun. Hún skildi krógann sinn eftir við götubrúnina en stakk mannabarninu niður í næfrahylkið, sveiflaði því á bak sér og hljóp af stað inn í skóginn. Hún var naumast horfin, begar hjónin komu í augsýn aftur. Þetta voru fyrirmyndar bóndahjón, sem nutu bæði auðs og virðingar manna, og þau áttu stóra jörð í gróður- sæla dalnum, sem lá meðfram fjallinu. Þau höfðu búið sam- an í hjónabandi árum saman, en þau áttu aðeins þetta eina

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.