Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1954, Side 3

Heimilisblaðið - 01.12.1954, Side 3
HEIMILISBLADIÐ 43. árgangur, 11.—12. tölublað — Rcykjavík, nóv.—des. 1954 aÓLIN eru í nánd, — ljósanna mikla hátíð. Hugsum okkur, að jólin hyrfu allt í einu. Myndi oss, sem alizt höfum upp í kristnu landi, þá ekki finnast ömurlegt skamm- degismyrkrið og dauðaþögnin óbærileg, ef kirkjuklukkurnar hættu að hringja inn blessuð jólin? En þá ættum vér líka að þakka Guði fyrir jólin og glata ekki jólaboðskapnum úr hjarta voru. Taka alltaf á móti honum eins og barn. Vantrú- in á erfitt með það, því hún vill engu trúa, nema því sem hún skilur — en skilur þó svo ósköp lítið. Matthías kveður svo: Ljá mér, fá mér litlafingur þinn ljúfa smábarn; hvar er frelsarinn? Fyrir hálmstrá herrans jötu frá hendi eg öllu: lofti, jörð og sjá. Matthías finnur, hvers virði það er að glata ekki „barn- inu“ úr hjarta sínu. Jónas Hall- grímsson finnur líka sárt til þess, sem hann hefur misst, þegar hann kveður: Jólum mínum uni ég enn —r og þótt stolið hafi hæstum Guði heimskir menn: hefi eg til þess rökin tvenn, að á sælum sanni er enginn vafi. Þegar jólin ber að garði, þá mun enn í dag vera þannig ástatt fyrir mörgum, að trúin á sjálfan jólaboðskapinn, eins og hann er oss fluttur í frásög- um guðspjallanna, er horfin, eða því sem næst — en eftir eru aðeins mannlegu ,,rökin“ fyrir framhaldi lífsins. Þar sem kenningar efa- semda- og gagnrýnismannanna ná tökum á hjörtum manna, þær kenningar, að frásögur guðspjallanna um yfirnáttúr- legan getnað Jesú, fæðing hans og líf hans séu óábyggilegar í mörgum atriðum, þar verður guðstrúin á reiki og guðshug- myndin þokukennd.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.