Heimilisblaðið - 01.12.1954, Page 4
Matthías kveður yndislega
um jólin, • er hann átti sem
barn. — Jónas kveður um
„heimska menn“, sem „stela“
Guði úr hjörtum mannanna.
En þessari starfsemi er allt-
af haldið áfram, að ,,stela“
hinni sönnu og varanlegu jóla-
gleði úr hjörtum manna. Og
á meðan vér erum ungir og
óþroskaðir, er oss mest hætta
búin í þessu efni.'— Vér heyr-
um daglega í kringum oss
raddir, sem segja: Jesús var
aðeins góður maður; hann var
sonur Jósefs og Maríu. Hann
gerði aldrei nein kraftaverk og
leið dauðann fyrir gott mál-
efni, eins og svo margir aðrir
hafa gert. — Og þetta segja
ekki einungis þeir, sem kallaðir
eru trúlausir, heldur einnig
stundum þeir, sem eiga að
standa á verði fyrir Krists mál-
efni. Og það er það sorglega.
Og er þá furða, þótt hinir ungu
villist? Því vissulega villast
þeir menn í trúarefnum, sem
véfengja jólaboðskapinn og
draga þar með úr dýrðarblæn-
um, sem hvílir yfir þessum
blessaða boðskap í Lúkasar-
guðspjalli:
„Og í þeirri byggð voru fjár-
hirðar úti í haga og gættu um
nóttina hjarðar sinnar. Og eng-
ill Drottins stóð hjá þeim og
dýrð Drottins ljómaði í kring-
um þá og urðu þeir mjög
hræddir. Og engillinn sagði við
þá: „Verið óhræddir, því sjá,
ég boða yður mikinn fögnuð,
sem veitast mun öllum lýðn-
um, því að yður er í dag frels-
ari fæddur, sem er Kristur
Drottinn í borg Davíðs. Og haf-
ið það til marks, að þér mun-
uð finna ungbarn reifað og
liggjandi í jötu“.
Ög í somu svipan var þar
með englinum f jöldi himneskra
hersveita, sem lofuðu Guð og
sögðu: „Dýrð sé Guði í upp-
hæðum og friður á jörðu með
þeim mönnum, sem hann hef-
ur velþóknun á“.
Allt líf Jesú var staðfesting
á þessum boðskap og vitnis-
burður hans um sjálfan sig í
fyllsta samræmi við hann. Óg
það, sem frásögur guðspjall-
anna segja oss um Jesú, líf
hans, dauða og upprisu, er bet-
ur sögulega sannað en nokkur
annar viðburður sögunnar.
Það orð, sem guðspjöllin
geyma, hefur alltaf verið lif-
andi orð. Postularnir, sem
sjálfir voru vottar að upprisu
Jesú og himnaför, létu flestir
lífið fyrir þann boðskap. Læri-
sveinar þeirra létu lífið fyrir
sama boðskapinn. Ofsóknirnar
voru óslítandi gegn hinum
kristnu fyrstu aldirnar, svo að
hvað sem allri sagnaritun hefði
liðið, þá skrifuðu píslarvott-
arnir fagnaðarboðskapinn um
hinn krossfesta og upprisna
frelsara með blóði sínu í
hjörtu eftirlifandi trúbræðra
sinna.
En nú vill svo tú, að sagna-
ritarar þeirra tíma staðfesta
frásögur guðspjallanna — já,
einnig heiðnir sagnaritarar.
Jesús gaf lærisveinum sín-
um það fyrirheit, áður en hann
fór til himna, að hann mundi
verða með þeim allt til verald-
arinnar enda. En í þessu fyr-
irheiti lá auðvitað fyrst og
fremst það, að hann mundi
á öllum öldum varðveita hinn
sáluhjálplega fagnaðarboð-
skap. Og hann var áður bú-
inn að segja lærisveinum sín-
um það, að sér væri gefið allt
vald á himni og jörðu. öll
„kritik“ á frásögum Nýja-
testamentisins fellur því mátt-
vana niður, þegar hún mætir
þeim, sem trúa hinni postul-
legu trúarjátningu.
0, hve það væri raunalegt,
ef sú þjóð, sem Drottinn gaf
Passíusálmana og Vídalín á
dimmum þrengingar- og rauna-
tímum — ef hún kastaði frá
sér því blessaða hjálpræði, sem
þar er svo yndislega sungið um.
Guð varðveiti þjóð vora frá
þeirri ógæfu og gefi oss öllum
gleðileg jól í Jesú Kristi
Drottni vorum.
ÞÓRARINN KRISTJÁNSSON
Hljómskálagarðurinn í júní 1954
Hér andar golan glatt á vangann þinn;
GiS þér fœri heitan geislann sinn.
Bjarkir dafna blí'Su sumars vifi,
blunda svanahjón viS andakliS.
Tjörnin glitrar, grund er blómum skreytt.
GuS er nœr, sem lífifi hefur veitt.
[184]
HEIMILISB LAÐ I Ð