Heimilisblaðið - 01.12.1954, Síða 5
MICHAEL GARETH LLEWELYN
Lofsöngur jólanna
'AVÍÐ MOSTYN
sneri sér við í átt-
ina þangað sem
hljóðið kom og
hlustaði. — F an,
tryggi fjárhundurinn hans,
sperrti eyrun. Hann hafði leg-
ið í skjóli við limgirðinguna,
en reis á fætur og gekk til
Davíðs, um leið og hann leit
spyrjandi á hann.
Þá heyrðist það aftur — lágt
jarm, sem ekki var um að
villast. Það var kind, sem þjáð-
ist, einhvers staðar ekki langt
frá.
- Strax . . .? hugsaði Davíð
Mostyn.
Já, það var sannarlega nokk-
uð snemmt, ef ærnar voru
farnar að bera núna, á sjálfu
aðfangadagskvöldi jóla. Davíð
hafði ekki átt von á því, og
hann rak upp lágt undrunar-
óp. Hvað átti hann að gera?
Að klukkustund liðinni átti
hann að vera staddur í litlu
dalskirkjunni og stjórna
kirkjukórnum. Þrátt fyrir
æsku hans hafði presturinn
falið honum að stjórna söngn-
um á sunnudögum og eins þeg-
ar lofsöngvarnir hljómuðu á
stórhátíðum, páskum og jól-
um. Gamli pósturinn, Watcyn,
varð mjög móðgaður, þegar
hann fékk ekki stöðuna. Og
hann endurtók hvað eftir ann-
að við félaga sína, þegar þeir
sátu við öldrykkju í Prins
Llewelyn, að hann hefði þó í
yfir tuttugu ár verið bezti ten-
órsöngvari kórsins.
I kvöld, á aðfangadagskvöld
jóla, átti Davíð Mostyn í fyrsta
skipti að stjórna kórnum.
Presturinn hafði sagt, að þetta
væri prófraun Davíðs.
Gamli hringjarinn hafði far-
ið upp í kirkjuturninn fyrir
hálftíma til þess að hringja
inn jólin. Systurnar sex með
silfurtungurnar, eins og klukk-
urnar voru kallaðar, sendu
jólaboðskap sinn út yfir dal-
inn, sem var umgirtur dimm-
um fjöllum Wales. Klukkna-
hljómurinn hækkaði og lækk-
aði, og bergmálið barst marg-
falt frá fjallahlíðunum.
Hér uppi var kveðja klukkn-
anna eins og fjarlægur ómur,
en niðri í dalnum var hljóm-
urinn voldugur. Davíð Mostyn
brosti, þegar hann hugsaði til
Kristófers, litla drengsins síns,
sem var nýlega fæddur og
var sjálfsagt sofandi í vöggu
sinni, og Bronwens. Klukkna-
hljómurinn mundi ekki vekja
Kristófer. Hann hafði svo
iðulega sofið öruggum svefni
í örmum móður sinnar á með-
an hún tók þátt í æfingum
kórsins. Hún hafði ruggað
þeim litla vært á meðan hún
söng með hinu fólkinu og
klukkurnar í kirkjutuminum
tóku lágt undir. Nei, klukkna-
hljómurinn mundi ekki vekja
Kristófer í útskornu eikar-
vöggunni, þar sem hún stóð í
króknum hjá ofninum í Pant-
Yr-Eos.
Davíð Mostyn andvarpaði
lágt, þegar honum varð hugs-
að til nýja lofsöngsins, sem
kórinn hafði æft. Það var
nauðsynlegt, að hann næði til
kirkjunnar, áður en guðsþjón-
ustan byrjaði, því að án hans
gæti kórinn ekki sungið lof-
sönginn. Nóturnar höfðu bor-
izt svo seint, að tíminn hafði
verið tæpur til æfinga. En það
var líka meðhjálparanum að
kenna. Hann hafði afhent nót-
urnar of seint, en eins og
venjulega frestaði hann öllu til
síðustu stundar. Það var ekki
að undra, þótt hann væri kall-
aður Dai Rees — morgun-
dagur.
Fan stóð við hné Davíðs og
heimilisblaðið
[185]