Heimilisblaðið - 01.12.1954, Page 7
kórsins. Hann vissi þó, að
kirkjan var lengst niðri í dal,
og þó var söngurinn svo nærri
honum, rétt eins og þegar móð-
ir syngur við barnið sitt.
Davíð var önnum kafinn við
að sinna fénu, og ef til vill var
það þess vegna, sem hann gaf
sér ekki tíma til þess að undr-
ast yfir þessum fyrirburði, sem
honum virtist svo eðlilegur.
Söngurinn hljómaði stöðugt
— fyrir pfan hann — umhverf-
is hann:
Því að yður er í dag frelsari fæddur,
sem er hinn smurði Drottinn
í borg Daviðs.
Fjárhirðirinn reis upp frá
jötunni, þar sem hann hafði
kropið og hjálpað dauðvona
ánni til að fæða. Hann gekk
í áttina til dalsins. Kirkjan var
uppljómuð og lýsti honum.
Vaxkertin í gömlu ljósakrón-
unni blöktu vinalega á móti
honum, kölluðu á hann, þar
sem hann gekk með lambið á
handleggnum og Fan á hæl-
unum niður götuslóðann að
hvítkalkaða bóndabænum —
heimili hans, sem hann nefndi
Pant-Yr-Eos — Næturgala-
hreiðrið.
Eftir því sem hann kom
lengra niður í dalinn varð
I
kirkjuhljómlistin greinilegri —
falleg og táknræn hljómlist og
söngur — dásamlegur lofsöng-
ur, er stormurinn hafði borið
til hans á vængjum sínum.
Davíð Mostyn horfði á dökk
skýin. Fyrstu snjóflyksurnar
voru að byrja að falla til
jarðar.
Dásamleg nótt, hugsaði
hann, öðruvísi og þó ef til vill
lík þeirri nótt, þegar fjárhirð-
arnir höfðu heyrt englana
syngja:
Verið óhræddir, því sjá,
ég boða yður mikinn fögnuð . .
A jóladagsmorguninn var
snjórinn eins og hvítt, þykkt
flos yfir dalnum og fjöllunum.
Watcyn póstur kom með jóla-
bréfin til Pant-Yr-Eos.
- Söngurinn við guðsþjón-
ustuna í gær var ágætur, Da-
víð, sagði hann. Þú hefur æft
kórinn vel . . .
Þetta voru mikil lofsyrði frá
gömlum keppinaut.
- Ég heyrði það, sagði Da-
víð Mostyn, sem gaf móður-
lausa lambinu að sjúga úr pela-
glasi. Ég var einmitt á leið að
leggja af stað til kirkjunnar,
þegar ein ærin veiktist og bar
þessu lambi.
Watcyn gamli strauk með
grófri hönd sinni mjúka ull
lambsins.
- Það, sem þér gerið einum
af mínum minnstu bræðrum,
það hafið þér og mér gert,
tautaði hann hátíðlega. Þannig
mælti hinn mikli hirðir.
Davíð rétti úr sér.
- Þökk fyrir, Watcyn, sagði
hann, þessum orðum skal ég
aldrei gleyma. Svo brosti hann.
Það lítur út fyrir, sagði hann,
að kirkjukórinn geti sungið án
stjórnanda . . .!
Watcyn lagði hönd sína þétt
á axlir Davíðs.
- Kórinn hafði stjórnanda,
sagði hann.
- Hafði hann það? tautaði
Davíð spyrjandi rómi.
Watcyn kinkaði vingjarn-
lega kolli, um leið og hann
gekk leiðar sinnar, en Davíð
sneri aftur inn til sín, þar sem
Bronwen, konan hans, brosti
glaðlega við honum. Að utan
bárust hljómar jólaklukkn-
anna.
- Barn er oss fætt, sagði
Bronwen lágt. Maður og kona
leiddust að vöggunni og horfðu
á barnið, sem svaf vært.
- Já, við höfum líka eignazt
barn, svaraði hann og þrýsti
innilega hönd konu sinnar.
heimilisblaðið
[187]