Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1954, Síða 8

Heimilisblaðið - 01.12.1954, Síða 8
EDITH RYSSEL Albert Schweitzer og friðarverðlaun Nobels Blbert Schweitzer, hinn mikli læknir í frum- skógum Afríku, hlaut friðarverðlaun Nob- els fyrir árið 1952. Hann var staddur í sjúkrahúsi sínu á bökkum Ogowe-fljóts- ins í myrkviðum Afríku, þegar honum barst fréttin. Hann gat ekki yfirgefið starf sitt og far- ið til Norðurlanda þegar í stað, eins og ætlazt var til. George C. Marshall, sem fékk friðar- verðlaunin fyrir árið 1953 um sama leyti, tók einn á móti þessum verðlaunum í veizlunni í Osló. Það er ákveðið, að Albert Schweitzerskuli koma til Osló- ar á þessu hausti. Þann tuttug- asta október verða honum af- hent friðarverðlaunin við há- tíðlega athöfn í hátíðasal há- skólans, og hann þakkar með ræðu.* Og það verður athygl- isvert að heyra, hvað þessi áttatíu ára heimspekingur og mannvinur, sem er dáður um heim allan, hefur að segja mannkyninu. Síðan mun hann halda til heimilis síns í Evrópu, Gúnsbach í Elsass, þar sem hann dvelur nokkra mánuði og * Greinin er skrifuð fyrir þenn- an tíma. nýtur hvíldar, áður en hann byrjar aftur á starfi sínu í Af- ríku. Albert Schweitzer er heimskunnur maður. Þrítugur að aldri var hann þekktur guð- fræðingur, heimspekingur, rit- höfundur, organleikari og kennari. Þá hóf hann lækna- nám í þeim tilgangi að helga sig mannúðarmálum eingöngu. Þegar hann hafði lokið námi, ákvað hann að starfa meðal svertingjanna í frumskógum Mið-Afríku hjá Ogowe-fljóti — meðal þeirra á jörð vorri, er hafa mesta þörf fyrir hjálp. Það var árið 1913, sem Al- bert Schweitzer fór inn í myrk- viði Afríku. Þegar fyrri heims- styrjöldin skall á, varð hann nauðugur að hætta starfi sínu. Hann og kona hans voru bæði frá Elsass, en í þá daga tilheyrði það Þýzkalandi. Frakkar hand- tóku þau, þar sem landsvæðið hjá Ogowe-fljótinu var frönsk nýlenda. Schweitzer mætti margvíslegum erfiðleikum í Evrópu, og það var ekki fyrr en 1924, að hann komst aftur til Lambaréné og gat tekið aft- ur upp starf sitt fyrir hið svarta frumskógafólk. Síðan hefur frumskóga- sjúkrahús Alberts Schweitzers verið í stöðugum vexti, og í hvert skipti og fréttir berast þaðan, leggja menn um allan heim við hlustirnar, því að Al- bert Schweitzer er brautryðj- andi í mannúðarmálum, sann- kristinn maður, sem fann köll- un hjá sér til þess að líkna meðbræðrum sínum. Nú eru liðin fjörutíu og eitt ár síðan hann hóf starf sitt. Ennþá dvelur þessi aldni læknir í frumskóginum og sinnir því starfi, er hann álítur kristna skyldu sína. f dag er sjúkrahús Alberts Schweitzers stórt þorp með 5—600 íbúum. Já, það er orð- ið að mörgum þorpum, því að á landi læknisins á bökk- um Ogowe-fljótsins eru líka þrjú smáþorp, þar sem ein- göngu býr holdsveikt fólk. Á meðal sjúklinga Alberts Schweitzers hefur alltaf verið [188] HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.