Heimilisblaðið - 01.12.1954, Síða 9
Albert Schtveitzer vinnur á sjúkrahúsi sínu, þótt hann sé orðinn áttrceSur ai5
aldri. Hann stjórnar sjáljur byggingu hins nýja bœjar fyrir holdsveih fólk,
sem hann reisir fyrir NobelsverSlaunaféS. Hann vill, aS allir, sem geta, vinni
í þakklœtisskyni fyrir hjúkrun og lyf. Hann fylgist meS svertingjunum og
vinnur oft meS þeim.
holdsveikt fólk, þó ekki mjög
margt, því að ekki var hægt
að veita því algjöra lækningu.
En stuttu eftir síðustu styrjöld
fannst í Ameríku lyf, er gat
stöðvað útbreiðslu veikinnar,
og undir vissum skilyrðum
læknað hana, svo að holds-
veikissýkillinn hvarf úr blóð-
inu og um smithættu var ekki
lengur að ræða. Áður en þetta
lyf kom á markaðinn hafði það
verið siður frumbyggjanna í
þorpum frumskóganna að reka
hina holdsveiku burtu, strax
og einkenni sjúkdómsins komu
í ljós. Hinir sjúku voru reknir
inn í skóginn, og þar létust þeir
eftir stuttan tíma, eða þeim
var hrint út á fljótið á fleka,
og þar drukknuðu þeir, en
þannig var einnig farið með
geðveikissjúklinga. Það var
hvergi hægt að einangra þetta
fólk, sem gat ekki tekið þátt
í almennu lífi þorpsbúa. Þar
þekktist engin hjúkrun eða
ymönnun.
Vinsamlegt fólkí Ameríkusá
um, að hið nýja lyf væri senttil
sjúkrahúss Alberts Schweitz-
ers, og það leið ekki á löngu,
unz sú frétt barst út á meðal
svertingjanna, að hinn mikli
læknir gæti líka læknað þá
holdsveiku. Sjúkt fólk kom
úr öllum áttum, og það var
engin leið að hýsa það allt í
sjúkrahúsinu, og með aðstoð
læknisins reisti fólkið sér
bambuskofa.
En bambuskofar eru ekki
varanlegar byggingar. Þeir
standa sjaldan lengur en þrjú
ár. Grunnur þeirra skekkist af
regni, og dag nokkurn geisar
þrumuveður og bambuskof-
arnir falla til jarðar, eins og
laufblöð. Holdsveikissjúkling-
ar verða að minnsta kosti að
dvelja á sjúkrahúsi 5—6 ár,
stundum miklu lengur. Lækn-
irinn tók þá ákvörðun að
byggja traustan bæ handa
holdsveikissjúklingum sínum,
sem þyldi regn og þrumuveð-
ur. Allir hinir hrörlegu bamb-
uskofar áttu að hverfa smátt
og smátt og víkja fyrir hinum
stóru húsum læknisins, en
grunnur þeirra skyldi vera úr
steinsteypu og þakið lagt báru-
járni. Það var í janúar 1953,
sem Albert Schweitzer hóf
framkvæmdir að hinum nýja
holdsveikrabæ. Hann var sjálf-
ur byggingameistari og stjórn-
aði verkinu, og hann var sann-
færður um, að honum tækist
að afla nægilegs fjár til verks-
ins. Svo kom tilkynning um,
að friðarverðlaunum Nobels
fyrir árið 1952 hefði verið út-
hlutað honum. Þá kom fyrir
alvöru skriður á framkvæmd-
irnar. Nú þurfti Schweitzer
ekki að biðja vini víðs vegar
um heim um hjálp. Þannig
vildi það til, að peningum Nob-
els er varið til þess að byggja
hús fyrir svarta holdsveikis-
sjúklinga i frumskógum Mið-
Afríku.
Um þessar mundir eru tvö-
hundruð og þrjátíu holdsveik-
issjúklingar í frumskóga-
sjúkrahúsinu, en þegar nýja
þorpið rís af grunni, rúmar
það þrjúhundruð.
Forsíðumy ndin:
Bátalægið við Ægisgarð. Skarðs-
heiðin og Esjan í baksýn. Myndina
tók Pétur Thomsen af vatnslita-
mynd eftir Guðmund Þorsteinsson
málara.
heimilisblaðið
[189]