Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1954, Side 10

Heimilisblaðið - 01.12.1954, Side 10
MAXIM GORKI rnm mm mm VAN IVANOVITS J ÍVANOFF hafði jóla- tré á hverju einasta ári — allt frá því að hann varð „hinn al- kunni og gáfaði rithöfundur". Það var ástæðan til þess, að hinn 21. desember 1899 um kvöldið nam máninn staðar á för sinni upp á himinhvolfið í hræringarlausri undrun. Hann lyfti augnabrúnunum, munnurinn opnaðist og varirn- ar titruðu af niðurbældum hlátri, er hann starði til jarð- ar, því að hann trúði varla sín- um eigin augum. Hann horfði inn um gluggana á íbúðinni hans Ivan Ivanovitsj — og hér greinir frá því, hvað hann sá. I stóru herbergi stóð hávax- ið jólatré á miðju gólfi. Bjarm- inn af logandi ljósunum flökti glaðlega um dökkgrænar grein- arnar. Ivan Ivanovitsj stikaði stórum skrefum hringinn í kringum tréð. Hann var í beztu fötunum sínum, andlitið ljóm- aði af gleði, og hann hélt hönd- unum fyrir aftan bakið. Þegar ljósin eru frátalin, var ekkert jólaskraut á trénu — á það hafði verið hengt hvorki meira né minna en blaðaúr- klippur, og hingað og þangað milli greinanna héngu gúmmí- leikföng: hundar, asnar, grísir og önnur þess háttar dýr. ívan Ivanovitsj gekk í einmanaleika sínum hringinn í kringum tréð; öðru hvoru stanzaði hann við einhverja úrklippuna, sléttaði hana gætilega með fingrunum, ræskti sig og las upphátt með titrandi röddu: „Hin nýja smásaga hins al- kunna og gáfaða rithöfundar, herra 1.1. Ivanoffs færir mönn- um enn á ný heim sanninn um göfugar lífsskoðanir hans og hina innilegu ást hans á mönn- unum. Hún undirstrikar skoð- anir vorar á hinum miklu hæfileikum hans . . .“ Ivan Ivanovitsj braut blað- snepilinn saman aftur með hamingjubrosi, tók síðan í lóf- ann gúmmíhundinn, sem hékk á skottinu, horfði á hann með innilegri meðaumkun og sagði hátt og af sannfæringu: - Heyrðirðu þetta? Og þú — þú viðurkennir ekki hæfileika mína! Þú gagnrýnir mig — þú bölvar mér! Þú! Þú ert ekkert nema öfundin, það veit ég með vissu. Þú öfundar mig vegna hinna miklu hæfileika minna. Öfundsýki er afleit. Sjáðu nú til — þú öfundar mig, en ég hef hengt þig upp á skottinu á jólatréð — skilurðu það? Hann kastaði hundinum af lófa sér, og hann dinglaði fram og aftur í loftinu góða stund og engdist augsýnilega sund- ur og saman af óþægindum vegna þess, hvernig hann hékk. Eftir stundarkorn las Ivan Ivanovitsj næstu úrklippu: „Síðan 1.1. Ivanoff kom fram á ritvöllinn, hafa rússneskar bókmenntir auðgazt um einn mikinn hæfileikamann . . .“ - Ha-ha-ha! Hæfileikamað- urinn ívan Ivanovitsj rak upp hlátur, gagntekinn hrifningu, og sagði síðan, um leið og hann tók gúmmígrísinn: - Jæja? Finnst þér þú ekki hafa verið hengdur? Nú sérðu, hversu hættulegt það er að vera ósanngjarn. Þú segir um mig, að ég sé ómerkilegur og lítilfjörlegur skriffinnur, en hinir segja, að ég standi nærri því jafnfætis Túrgenjeff . . . Og hinir eru í meirihluta, það er einmitt það! . . . Þannig er það. Jæja, teldu nú sjálfur saman; á jólatrénu hérna hanga sextíu og tveir ritdóm- ar, sem fara um mig lofsam- legum orðum, en af ykkur, sem gagnrýna mig, eru ekki nema sjö. Er það ekki rétt? Ivan Ivanovitsj gaf litla grísnum selbita á trýnið og tók síðan til við þriðja rit- dóminn: „Þegar svartsýnismenn fara að kvarta undan ófrjóseminni í rússneskum bókmenntum, þá [190] HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.