Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1954, Page 13

Heimilisblaðið - 01.12.1954, Page 13
að um það, hvílík Drottins vernd og varðveizla það var, að ég skyldi komast til bæja, svo úrvinda af þreytu sem ég var. Daginn eftir hélt ég heim og sagði mínar farir ekki sléttar. Björn varð fár við og kenndi um slóðaskap mínum, að hafa ekki komið aflanum með, og vel getur verið, að svo hafi ver- ið. En mér fannst það ekki. Næsta dag var svo farið nið- ur á Þórudalsheiði eftir aflan- um, en um nóttina hafði kyngt niður miklum snjó, svo við fundum ekki aflann. Með mér var Guðmundur Hávarðsson, sem þennan vetur dvaldi á Vaði, þá nýkominn frá Nor- egi, hafði hann unnið þar við Aalgaards-klæðaverksmiðjuna. Síðan var hann konungskúsk- ur, er Friðrik VIH. kom hing- að til lands 1907. Hann byggði Norðurpólinn, sem þá var langt fyrir innan bæ, og mig minnir hann hefði þar veitingar. Aflinn fannst ekki fyrr en snjóa leysti um vorið og var þá eyðilagður, þó var hann fluttur heim og eitthvað var verið að nota úr honum. Þegar við Björn gerðum upp reikningana okkar um vorið, tjáði hann mér, að kaupið, sem ég hefði átt að fá, 40 krónur, gengi upp í aflann skemmda, en hann rétti mér 5 krónur og sagði ég ætti að eiga þær fyrir það, hvað ég hefði verið sér hlýðinn, og við Björn skildum í fullri vinsemd. Eg áleit þetta rétt vera, að slóðaskap mín- um hefði verið um að kenna, enda þótt ég fyndi ekki, í hverju það lægi. En svona fór nú með fyrsta árskaupið mitt. GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR FRÁ BRAUTARHOLTI AÐFANGADAGSKVÖLD Eilífur fri'Sur anda mínurn svalar, alvaldur GuS er hjarta mínu nœrri, nóttin er heilög, Drottinn til vor talar, töfrandi er geisladýrS frá stjörnu skœrri, birtir í huga, burtu er rökkurs gríma, berst ég í leiSslu gegnum rúm og tíma. GuSlegar myndir birtast sálarsjónum, svífandi englaskari um geiminn líSur, stjörnurnar gullnu glampa á hvítum snjónum, gistir í fjárhúskofa Jesús blíSur, hirSarnir vaka hljóSar nœturstundir, himnarnir opnast, Messías er fundinn. Jólin viS köllum hátíS hátíSanna, hugtakiS fagra ber liiS sanna merki, þá styttist bandiS milli GuSs og manna, mjög sést þess vottur, bœSi í orSi og verki. Nú segja allir, nú má engum gleyma, núna finnst öllum bezt aS vera heima. AfmœlisfögnuS enginn veitti slíkan, allir fá sama rétt aS veizluborSi, frelsarinn gjörSi ei fátœkan né ríkan, friSinn liann bauS og kœrleikann í orSi, ólík þótt sýnist ytri kjörin vera, enginn veit hverjir þyngstu raunir bera. Gott er aS mega ganga í veizlusalinn, gleSi aS njóta meSal brœSra sinna, þar sem aS enginn öSrum meiri er talinn, alls staSar má hiS sama hugtak finna, fögnuSur lífs og friSur sé meS ySur, fagnandi í Drottins nafni sérhver biSur. LíSur aS kveldi, leiftur himins skína, Ijós eru tendruS, skíSi brenna á arni. FaSir vor, sendu friS í sálu mína, fögnuS og ástúS hverju þínu barni, enginn má vera úti um blessuS jólin, öllum sé boSuS guSleg náSarsólin. heimilisblaðið [193]

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.