Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1954, Qupperneq 17

Heimilisblaðið - 01.12.1954, Qupperneq 17
Kaflar úr endurminningum Brynjólfs Björnssonar frá Norðfirði Ú var ég kominn að Kömbum, sem er bær sunnan á Kambsnesi, en það nes aðskilur Stöðvarfjörð og Breiðdalsvík. Foreldrar mínir höfðu þá búið þarna eitt ár. Fluttu þangað frá Stöð. — Þá dvaldi ég annars staðar. Þetta vor (1880), sem hér um ræðir, var eitt hið allra mildasta vor, sem komið hafði á Austfjörðum í mannaminn- um. Ég var nú aftur kominn til foreldra minna og systkina, og var ékki nema allt gott um það að segja. Þarna bjuggu líka önnur hjón móti foreldrum mínum. Hétu þau Björg Magnúsdóttir og Þorsteinn Arnbjörnsson. Þau áttu 5 sonu. Sá elzti hét Magnús, þá Sigtryggur, Jón, Björn og Guðmundur. Magnús, faðir húsfreyju, var hjá þeim hjónum. Heyklif heitir bær á Kambs- nesi, litlu utar en Kambur. Þangað var Bjarni fluttur frá Bæjarstöðum, en þar hafði ég dvalið nokkurt skeið fyrir fermingu. Það var nú hægt um vik fyr- ir mig, að hitta þetta kunn- ingjafólk mitt. Var þá oft glatt á hjalla hjá okkur drengjun- um. Við bræðurnir vorum þrír, sem þátt tókum í leikjunum. l^ORIÐ, sem ég kom að Kambsnesi, komu tveir bændur sunnan úr Vestur- Skaftafellssýslu og fluttust með fjölskyldur sínar og bú- slóð að Hvalnesi í Stöðvarfirði. Bændur þessir áttu samnefni, og hétu báðir Guðmundar. Voru þessir Guðmundar geð- þekkir menn. Sá þeirra, sem fremur var forráðandinn, var Ásgrímsson, stór maður vexti, sem næst því að vera þrjár álnir á hæð. Fjörlegur og gam- ansamur, og allvel greindur. Guðríður hét kona hans, en Guðmundur sonur, nærri sjö ára. Drengurinn var það líkur föður sínum, að hann var eins og smækkuð mynd af honum. Hinn bóndinn, Guðmundur Guðmundsson, var meðalmað- ur á hæð, herða- og mjaðma- breiður, og vel skynsamur. Hann var ógiftur, en unnusta hans var með honum. Var það allra glæsilegasta stúlka. Með þessum búendum var vinnu- kona og gamall maður, Ólafur að nafni. Hann var fóstri Guð- rúnar, en svo hét unnusta Guð- mundar. Einn smaladreng höfðu þeir bændur báðir í fé- lagi, er hét Gísli Þorláksson. Þessi Gísli varð síðar merkur bóndi í Norðfirði, og verkstjóri hjá Sigfúsi kaupmanni. Þessar fjölskyldur á Hval- nesi voru heldur efnalitlar, og BRYNJÓLFUR BJÖRNSSON ÞaS kannast víst ýmsir lesenda HeimilisblaSsins viS nafn Brynjólfs Björnssonar frá NorSfirSi, því aS blaSiS hefur nokkrum sinnum birt yrkjngar eftir hann. SíSast birtust stökur og kveSlingar frá honum í 3.-4. tölublaSi 1952. Fylgdi þar ofurlítil umsögn um Brynjólf, og var getiS ritiSkana lians á elliárunum. Endur- minningakafli sá, er hér fylgir, er lítiS sýnishorn af þessum tómstundaverk- um. En allt tckur enda nema eilífSin. Nú getur Brynjólfur ekki skrifaS leng- ur, sér til afþreyingar, því aS sjónin er orSin svo döpur, en hann tekur hlutskipti sínu œSrulaust, og þó cr ellin honum erfiS meS köflum, sök- um líkamlegra þjáninga. En þrátt fyrir þaS er Brynjólfur elskplegt gamalmenni. M. G. því oft þröngt í búi hjá þeim. — Þau Guðmundur og Guðrún giftust næsta haust. Eignuðust þau mannvænleg börn. Þessir bændur bjuggu ekki lengi á Hvalnesi. Guðmundur Ás- grímsson flutti þaðan aftur að fáum árum liðnum. Flutti þangað í hans stað Benedikt Benediktsson frá Hamarsseli, Hálsaþingþá, Hamarsfirði, og kona hans Ragnheiður Jóns- dóttir. Voru þau hjón stór- höfðingleg. Ragnheiður var HEIMILISBLAÐIÐ [197]

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.