Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1954, Side 19

Heimilisblaðið - 01.12.1954, Side 19
það eitt kvöld, er ég var að kvía ærnar, að ég sá óvenju- lega fólksþyrpingu heima á hlaðinu. Þegar ég kom heim, sá ég, að allt þetta fjölmenni safnaðist þarna utan um rauð- glófextan hest, og var það prestsmaddaman sér í lagi, sem gekk vel fram í að gæla við þennan fríða fák. Hún strauk makka hans og höfuð og kyssti hann mörgum sinnum. Stúlk- urnar fóru líka að dæmi hús- freyjunnar, þær struku hon- um og gældu við hann. Þessi hestur, sem hér um ræðir, var 5 vetra foli, hinn fagurlimaðasti og fríðasti gæð- ingur, vekringur mikill og f jör- gammur. En hann hafði orðið fyrir því óhappi að fá harð- eperrur veturinn áður en þau fluttu að norðan. Nú var liðið á annað ár frá því hann hafði sézt á heimilinu, og því var fögnuðurinn svona mikill, þeg- ar hann kom og hafði getað fylgt póstinum að norðan. Prestsmaddaman hafði annazt um uppeldi Glóa — en svo hét hesturinn. — Hún bar því ást- kennda umhyggju fyrir þess- ari eftirlætisskepnu sinni. Hann var látinn gæða sér á túngresinu, eftir að hafa tæmt úr nýmjólkurfötunni, sem sett hafði verið fyrir hann. Helga litla Austmann og stallsystur hennar tvær gerðu sér oft ferð til hans, til að klappa honum og strjúka, og virtist honum geðjast vel að þessu. Þegar frá leið, var farið að koma honum á bak með gætni og liðka hann til. pG sat hjá ánum daglega og undi því vel. Hjásetusvæð- in voru hvert öðru yndislegri, t. d. í Jafnadalnum, sem ligg- ur hátt norðan megin við Stöðvardalinn. Voru þessi hjá- setusvæði fyrst hjá Ljósumel- um. Svo á flóunum og í hlíð- unum fyrir innan Stöðvar- skarð, en það var ánægjulegast að vera þar með ærnar. Stöðv- arskarð var mjög fjölfarið til Fáskrúðsfjarðar. Svo eru tvö skörð önnur. Gráfeldsskarð og Flóaskarð, lítið utar en Stöðv- arskarð, og þau voru fljótfarin til Fáskrúðsfjarðar. Álftafell gnæfir við í suðvestri, og þar voru ærnar oft hafðar, og þar voru þær þægar. Fyrir botni Jafnadalsins voru þær líka þægar. Það var svo einstak- lega landgott alls staðar í Jafnadalnum. Svo heitir Fífla- hjalli suðvestan við Álftafell- ið. Þar er fjölgresi mikið og jurtafegurðin dásamleg. Þar var líka lognsælt og afar heitt móti sólu, þegar skýin byrgðu ekki fyrir hana. Mér fannst á hverjum morgni, er ég var með ærnar á leið í hagann, eins og ég ætti von á einhverju há- tíðlegu. Ég fann svo innilega til sannindanna í þessum ljóð- línum: Frjálst er í fjallasal, fagurt í skógardal — Það var langt hlíðarsvæði inn eftir dalnum norðanmegin, skógi þakið, að vísu smávöxn- um skógi, en fallegum þó — og þá var komið nær dalbotn- inum. Ég gæti talið upp mörg ör- nefni þarna, en sleppi því hér. Þegar kom fram á sumarið, fékk Helga litla leyfi hjá ömmu sinni að sitja yfir ánum með mér. Ég hafði byggt mér kofa í hjásetunni, og var Helga hrif- in af honum og vildi fá mig til að byggja bæ handa sér við túnið. Ég lofaði að gera það, þegar ég mætti vera að því. En hún var bráðlát með það, og bað ömmu sína að láta mig reka ærnar og koma svo og hjálpa sér til að byggja bæinn. - Það er mér sama um, sagði amma hennar, ef hann gætir að týna engu af ánum. Svo rak ég æmar í hagann, og að því búnu var tekið ósleitilega höndum til starfs- ins. Það var valin slétt flöt, þar sem bærinn átti að rísa. Síðan var valið gott 'efni í undirstöðuna. Svo fór verkið að ganga greiðar, þegar stærð- armálið var afmarkað. Að kvöldi heppnaðist mér að koma öllum ánum í kvíar á réttum tíma, en bærinn varð ekki fullgerður fyrr en nokkr- um dögum síðar. Og þá var nú glatt á hjalla hjá okkur Helgu litlu. Ég fékk góðan orðstí fyrir hvað mér hefði gengið vel að gæta ánna, eins rásgjarnar og óþægar og þær voru. Og mér þótti vænt um hrósið eins og öðrum. Það var gott að vera í Stöð, fólkið var bæði gott og skemmtilegt. En þó var ég feg- inn, þegar ærgæzlunni lauk og ég mátti fara heim til foreldra og systkina. Þar var þó meira frjálsræði. í Stöð hafði verið kirkja og prestssetur í aldaraðir. Þar var nú lítil timburkirkja og vel byggð bæjarhús. Sr. Jón Austmann þótti góð- ur prestur. Einnig fékkst hann við lækningar og hjálpaði mörgum. Hann var áhugasam- HEIMILISBLAÐIÐ [199]

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.