Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1954, Page 21

Heimilisblaðið - 01.12.1954, Page 21
EGAR Visnu Sarma hafði sagt þessar dæmisögur sínar og útskýrt þær, voru lærisveinar hans full- ir aðdáunar á kennara sínum. Vizka hans hafði komið svo greinilega í ljós af því, hversu honum var lagið að setja fræðslu sína fram á skemmti- legan hátt. Þeir risu á fætur, féllu að fótum honum allir þrír og þökkuðu honum fyrir þau viturlegu fræði, sem hann hafði flutt þeim. Þeir fullviss- uðu hann um, að upp frá þess- ari stundu mundu þeir líta á hann sem meistara sinn og að þeir vonuðu að geta hafið sig upp úr fáfræði þeirri, sem allt til þessa hefði verið hlutskipti þeirra, fyrir ráðleggingar hans og aðstoð. Þeir lögðu fast að honum að halda áfram starfi því, sem hann hefði til allrar hamingju tekizt á hendur, og veita þeim frekari hlutdeild í hinum hugðnæmu fræðum sín- um. Visnu Sarma gladdist, er hann sá, hversu góðan hug lærisveinar hans báru til hans, og hann sá, sér til ánægju, að áform hans hafði heppnast allt til þessa. Hann hélt áfram starfi sínu með hrifningu og fór að segja þeim nýjar dæmi- sögur. JJXUSTIÐ nú, ungu höfðings- menn, á dæmisögu þá, er ég vil segja ykkur. Lífið er svo margbreytilegt, að við verðum allir að hjálpa hver öðrum. Það er fyrir slíka gagnkvæma að- stoð, sem hinir veikbyggðari komast hjá háska þeim, sem þeim er búinn af hálfu hinna sterkari, eins og þið munuð nú heyra. Dúfa nokkur, Chitrani að nafni, hafði tekið sér bólfestu efst uppi á fjallinu Kanaka- chala og lifði þar hamingju- ríku lífi með fjölskyldu sinni. Við rætur fjallsins bjó kráka. Dag nokkurn, er Vega-Varma (það var nafn krákunnar) var á flugi í fæðuleit, kom hún auga á fuglaveiðimann, sem var að setja upp net sín. Krák- an varð dauðskelkuð, er hún sá þennan háska, og sneri strax heimleiðis. Dúfan Chitrani fór um sömu slóðir með fjölskyldu sinni, en þar sem dúfurnar gættu sín ekki, flugu þær allar beint í netið og festust í því. Hvað áttu þær nú að taka til bragðs? Hvernig áttu þær að umflýja dauðann, sem hlaut að bíða þeirra? Það var ekki um neina björg að ræða, enga von um, að þær fengju aftur frelsi. Fuglaveiðimaðurinn var þegar kominn á harða sprett þangað, til að hremma veiði sína. Þá fóru þær skyndilega eftir sam- eiginlegri hvöt og lyftu vængj- unum allar í einu, svo að þær slitu upp netið, sem þær voru fastar i. Þannig tókst þeim að sleppa, og fuglaveiðimaðurinn, sem hafði gert ráð fyrir mikilli veiði, varð steinhissa, er hann sá þær fljúga leiðar sinnar með netið. En dúfurnar komust heim heilu og höldnu, þótt þær væru ennþá flæktar í netið. Þegar krákan sá þær koma svífandi í þessu furðulega far- artæki, flýtti hún sér til móts við þær, og strax þegar Chitr- ani kom auga á hana, sagði hún krákunni frá ævintýri þeirra og bað hana að hjálpa þeim að losa sig úr netinu. Krákan svaraði, að hún gæti ekki bjargað þeim, en hún stakk upp á því að leita að- stoðar rottu einnar, sem Hiry- ana Varma hét og átti heima rétt hjá þeim og mundi geta hjálpað þeim. Chitrani kallaði því á rottuna, sem kom strax á vettvang, og þegar hún sá fangana, fór hún áð skamma Chitrani fyrir hugsunarleysi hennar og bjánaskap, sem valdið hafði þeim þessum vandræðum. Chitrani afsakaði sig og bar fyrir sig máltækið: heimilisblaðið [201]

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.