Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1954, Page 24

Heimilisblaðið - 01.12.1954, Page 24
G man það ennþá, hve skjótt skipti um veð- ur. Ég mun þá hafa verið 4—5 ára. Það var sunnudagur. Ein af föðursystrum mínum kom í heimsókn til okkar, og ætlaði pabbi að fylgja henni heim á leið. Við mamma fórum með þeim út á bæjarhólinn. Það var logn og óvanalega hlýtt að vetri til, og man ég, að þau töluðu um, hve gott veður væri. En ég man líka, að það lá dimmur skuggi fremst í dalnum, engan heyrði ég þó tala um það og veit ekki, hvort því hefur verið veitt eftirtekt, og ég talaði ekki um það við neinn, en það er eins og hún sé óafmáanleg úr huga mín- um, minningin um þennan ógn- þrungna skugga, sem dró úr fegurð hins mjallhvíta vetrar- búnings dalsins míns. Systkin- in héldu af stað, en við mamma fórum í bæinn. Eftir litla stund litum við út, þá var komið dimmt él, já, við vonuðum, að það yrði aðeins stutt él, en sú von brást, fann- koman hélt áfram og henni fylgdi hvass vindur (stórhríð). Það varð dimmt í lágreistu baðstofunni okkar, og það var eins og myrkrið seytlaði inn í sálir okkar; von og kvíði börð- ust þar um völdin. Kvöldið kom, hræðilegt kvöld, það hrikti í bænum. Veðrið var ógurlegt. Við mamma litum hvor á aðra, þögðum, en hugsuðum vafa- laust báðar það sama. Gat nokkur komizt lífs af, sem var úti í slíku veðri? Nóttin kom, og svefninn sigraði þreytt barnsaugu, en ég svaf laust og alltaf, þegar ég vaknaði, heyrði ég hamfarir veðursins. Ég sá, að Ijós logaði hjá mömmu, og var hún að lesa í sálmabókinni sinni. Aumingja mamma, þetta var löng nótt. Ég vissi, að mamma bað Guð að hjálpa pabba, og mig langaði að leggja minn litla skerf til bænanna. - Ó, Guð, hjálpaðu honum pabba. Og svefninn var búinn að loka augum mínum eftir skamma stund. Nokkuð dró úr veðurofsan- um með morgninum. Gráleit dagskíma breiddist eins og ör- lítill friðarbjarmi yfir allt sem var hrakið og hrjáð eftir of- boðslegt veður næturinnar. Og að lítilli stundu liðinni fannst mér, — þrátt fyrir það, að enn- þá hríðaði, — sem nú skini sólin; pabbi var kominn. Guð hafði gætt hans og leitt hann. f-------------------------------:-----------s GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR FRÁ MELGERÐI JÓLASÖNGUR BARNANNA Vor góSi Jesú, glœddu Ijósin og gjörðu bjart í sál, oss gef að kærleiks grói rósin, veit guSlegt friöarmál. Og lát þú okkur lœra aS biSja, lát þú okkur gott og þarflegt iSja. Og reyna aS lœra aS líkjast þér, :,: þá lœrist allt, sem fagurt er. :,: Gef þú öllum geisla þína. Gef þú öllum jól, og lát oss mönnum Ijós þitt skína, sem Ijómar fegra en sól. Gef viS megum geisla bera, glöS og hlýSin hverja stundu vera. Gef allir lœri aS þekkja þig, :,: og þá mun bjart á œvistig. :,: -_______________________) En örðug var ferðin, nokkurn spöl varð hann að skríða til þess að komast til bæjar, þar sem hann svo gisti um nóttina. Drottni séu þakkir. „Hann heyrir stormsins hörpuslátt, hann heyrir barnsins andardrátt". Já, hann heyrir og hjálpar. Er stormar æða yfir lönd og sjó það eina færir huga mínum ró, að Drottinn heyrir barnsleg bænamál. hann blessun sína veitir hryggri sál. [204] HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.