Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1954, Page 25

Heimilisblaðið - 01.12.1954, Page 25
EINAR SIGURFINNSSON ÁVARP flutt á Skálholtshátíð 18. júlí 1954 Lifi minning liðins tima, langt um meir þó tímans starf. Lifi og blessist lífsins glíma, leyfi framtíð göfgan arf. Hverfi ofdrambs heimskuvima, hefjist magn til alls er þarf. Lifi og blessist lífsins glíma, lifi og blessist göfugt starf. H. Hafst. EIÐRUÐU hátíðar- gestir! Mér er Ijúft að ávarpa ykkur fáum orðum á þessum helga stað. Um upphaf varanlegrar mannavistar á Skálholti er tjáð í fornum ritum á þessa leið: „Gissur hinn hvíti færði bú sitt í Skálholt frá Höfða. Hann lagði allan hug á að styrkja kristna í landinu. Hann sendi ísleif son sinn í skóla suður til Saxlands. En er hann (þ. e. ísl.) kom til Islands, kvæntist hann Döllu Þorvaldsdóttur, þeirra son var Gissur, svo og Teitur í Haukadal og Þorvald- ur. Landsmenn sáu, að Isleif- ur var ágætur klerkur, og þeir báðu hann að fara utan og láta vígjast til biskups, og lét hann tilleiðast. Isleifur var biskup í fjóra vetur og tuttugu. Eftir lát Isleifs biskups báðu lands- menn Gissur son hans að taka biskupsvígslu. Hann fór utan og var vígður tveimur vetrum eftir lát Isleifs biskups. Gissur biskup var svo ást- sæll af landsmönnum, að hver maður vildi hans boði og banni hlýða. Gissur biskup lagði þau lög á, að stóll biskups þess, er á Islandi væri, skyldi ávallt vera i Skálholti, og hann lagði þar til stólsins landið heima þar og mörg önnur auðæfi í lönd- um og lausum aurum“. Þannig segir Kristnisaga frá upphafi biskupsdóms á landi hér og staðsetningu biskups- stóls hér í Skálholti, og sam- hljóða frásögn stendur í Is- lendingabók. Eins og kunnugt er héldu þessir feðgar, Isleifur og Giss- ur, skóla hér á staðnum og kenndu bændasonum þau fræði, sem til prestskapar þurfti, og reis þannig upp menntasetur á staðnum, sam- hliða biskupsstólnum. Annan skóla stofnaði Teitur í Hauka- dal, bróðir Gissurar biskups. Hann var og einn hinn ágæt- asti maður og lærður vel. Á þessum tíma voru því tveir menntaskólar hér í Bisk- upstungum. Við báða þessa skóla gátu menn fengið þá menntun, sem fullnægjandi var til klerkdóms og kennslustarfa. Þannig var það hin kristna kirkja — jafnskjótt og hún komst í nokkurn veginn fast- ar skorður hér í landi — sem gerðist brautryðjandi í menntamálum þjóðarinnar. Þessi unga stofnun hlaut af Guðs náð þá gæfu, að ágætir menn urðu þar til forustu, sem mörkuðu leiðina í aðalatriðum, vörðuðu veginn, ef svo mætti segja, og lögðu undirstöðuna trausta og góða, sem síðan hef- ur verið byggt ofan á í mennta- og menningarmálum þjóðar vorrar. Og hin kristna kirkja hefur um aldirnar, sem síðan eru liðnar, átt drýgstan og bless- unarríkastan þátt í menntun og menningu á landi hér. Hún varð fljótt og var lengi ríki í ríkinu, sjálfstæð stofnun, sem stjórnað var á hverjum tíma af hinum mestu og beztu son- um þjóðarinnar, og í starfsliði hennar — prestastéttinni — hafa jafnan verið brautryðj- endur í menningar og atvinnu- málum. Menn, sem hafa haldið uppi sóma lands og þjóðar og verið blysberar kynslóðanna. Þessu verður ekki með rök- um í móti mælt, þó að hin óheillavænlega efnishyggja nú- tímans vilji mjög snúa mönn- um frá kirkju og kristnihaldi. Um 7 alda skeið var mest- um hluta kristindóms og kirkjumála stjórnað héðan frá Skálholti. Þar sátu á biskups- stóli margir ágætir menn. Höfðingjar, sem létu sér mjög annt um stofnun þá, sem þeim var trúað fyrir — kirkju lands- ins. Hér í Skálholti var höfuð- staður landsins. Þaðan var stjórnað andlegum^ málum mikils meirihluta íslenzku þjóðarinnar og að talsverðu leyti einnig veraldlegum mál- heimilisblaðið [205]

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.