Heimilisblaðið - 01.12.1954, Side 27
1
I
)
I
MEÐ Á NÓTUNUM
Þetta er loðhundur, Schwips að
nafni. Hann er óvenjulega dugleg-
ur, jafnvel af loðhundi að vera.
Hann getur bæði leikið á hljóðfæri
og dansað. Schwips er í balalæka-
hljómsveit, og það hlýtur að vera
skrítið að sjá hann leika á píanó.
VINDMYLLU STÚLKAN
Westend-leikhúsið, Vindmyllan, í
London er frægt fyrir fallegar og
vel vaxnar stúlkur, sem venjulega
eru léttklæddar á leiksýningum.
Stúlkan hér að ofan er ein Vind-
myliustúlknanna.
vci'Ktíiiii uiua. jCiiiiusu riuwaiu.
Kona hans ól honum þríbura fyrir
skömmu, en lézt við fæðinguna.
Það eru hryggileg örlög, sem bíða
litlu þríburanna, að alast upp móð-
urlausir.
UNGFRÚ TELL?
Nei, þessi unga stúlka er ekki af-
komandi hins þekkta Vilhjálms Tell.
Hún er nemandi í fegrunarskóla í
London, þar sem nemendurnir læra
réttan limaburð, meðal annars á
þennan hátt. — Eftir andlitssvip
stúlkunnar að dæma virðist ekki
PÉTUR OG DÚFAN
Venjulega er nemendum ekki leyft
að hafa eftirlætisdýr sín með sér
í skólann, en Pétur Windsheimer,
sem er tólf ára að aldri, hefur feng-
ið undanþágu til að hafa með sér
tamda dúfu. Hann bjargaði henni af
götunni, þegar hún var ungi, og síð-
an hafa þau verið óaðskiljanlegir
vinir. Dúfan situr í kennslustund-
unum á púlti Péturs og er einnig
elsk að kennurum og' nemendum.
Pétur á heima í Núrnberg.
Til aðvörunar fyrir vegfarendur í
götuumferðinni hafa nemendur við
sérskóla í Berlín sett upp stóra
klukkutöflu, er gefur til kynna dag-
leg úmferðaslys. Á vísunum er hægt
að lesa um dauðaslys og önnur slys.
Á töflunni er einnig hægt að kynna
sér fjölda umferðaslysa hvern mán-
uð ársins.
[207]
HEIMILISB LAÐ IÐ