Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1954, Síða 35

Heimilisblaðið - 01.12.1954, Síða 35
um og gaf honum auga. Var þetta ástæðan fyrir því, að hún hafði aðvarað hann ? Hann varð að fá úr því skorið — strax. Hann gekk þangað, sem Overton var. Overton var í góðu skapi og dá- lítið kenndur. - Gott kvöld, Stirling! Hafið þér heyrt nýjustu tíðindin? - Já, ég hef heyrt þau! - Það verður góð staða, hver svo sem fær hana, sagði Heddle. - Ég geri ekki ráð fyrir, að það verði um marga að ræða, mælti Overton og setti upp sitt blíðasta bros. í fyrsta lagi á að veita stöð- una ungum manni, - Þér eigið við manni á yðar aldri, skaut Anna inn í yfir herðar Duncans. Það hló einhver. Overton fékk sér vænan viskísopa og horfði hug- rakkur í kringum sig. - Já, hvers vegna ekki það ? Ég hef eins mikinn rétt á þessari stöðu og hver annar. Stjórnin vill ráða röskan og tápmikinn mann, og það er ekki nema sanngjarnt, að einn af læknum stofnunarinnar verði fyrir valinu. Ég er elzti lektorinn, og hæfni mína dregur, að ég held, eng- inn í efa. Það varð þögn á eftir þessum orð- um húsbóndans. Svo sagði Anna íhugul: - Já, úr því að þér segið það sjálfur, Overton, þá eru sjálfsagt talsverðar líkur til þess, að þér hreppið stöðuna! - Nú, það getur svo sem vel ver- ið, svaraði Overton gætilega. Hvað álítið þér, Stirling? - Ég er gestur yðar í kvöld, svo að ég vil helzt ekki tala um það! Overton skipti litum. - Eruð þér hræddur við að segja álit yðar? Duncan gat ekki stillt sig. Hann sagði, án þess að íhuga afleiðing- arnar: - Ég álít, að þér séuð ekki rétti maðurinn i stöðuna, Overton. Það á að ráða fyrsta flokks lækni í hana! - Það verður líka gert, sagði Ov- erton. Og ég þori að veðja, að það eru ekki minni líkur fyrir því, að ég verði fyrir valinu, en hver annar. - Ef þér viljið endilega veðja um það, þá skal ég veðja á móti yður! svaraði Duncan. Gestirnir horfðu undrandi á hús- ráðandann. Overton varð allt í einu ljóst, að hann gæti eyðilagt fyrir sér með klaufalegri framkomu. Hann tautaði einhver óskiljanleg orð fyrir munni sér og gekk afsíðis til þess að blanda sér í glas. Fólkið, sem stóð umhverfis Dun- can, tíndist burtu, og honum fannst hann verða einn og yfirgefinn. Allt í einu var komið létt við öxl hans. Það var Margrét. - Ég hef verið að brjóta heilann um það, hvort þú mundir ekki koma auga á mig, fyrr eða seinna, sagði hún brosandi. Komdu og fáðu þér eitthvað að drekka. Hann leiddi hana að vínborði, þar sem enginn var við, og hún hellti kampavíni í tvö glös. - Þú lítur svo raunalega út, kæri Duncan, og þú, sem getur verið svo skemmtilegur, þegar þú vilt. - Það verð ég sjálfsagt, þegar ég hef drukkið kampavínið. Annars hef ég drukkið viski, Margrét, og ég þoli ekki vel margar víntegundir. - Jú, þú verður að drekka með mér! Við skulum drekka skál fyrir framtíðinni — og fyrir okkur sjálf- um! Það vottaði fyrir hörku í mál- rómi hennar, og hún klingdi sínu glasi við hans og tæmdi því næst i botn. - Ég drekk einnig skál fortíðar- innar, Margrét. Framtíðin er svo óviss. Hún hristi höfuðið. - Nei, nei, Duncan. Við eigum gott í vændum — við tvö! Hún opnaði glerhurð, sem lá út að litlum svölum. - Við skulum ganga út og horfa á tunglið. Það er fullt og fallegt í kvöld. Hann fór á eftir henni, en kvíði hans óx, þegar hún lokaði hurðinni á eftir þeim, þau stóðu alein og horfðu yfir þöglan bæinn. Tunglið var óvenju bjart og fagurt. Fyrir neðan þau bar skugga á garðana í Princes-stræti. _ Hún andvarpaði. - Við horfðum aldrei saman á tunglið í gamla daga, Duncan, eða gerðum við það ? - Nei, sagði hann þurrlega. - Ef við hefðum gert það, væri ef til vill margt öðru vísi. - Það er ég ekki viss um, Margrét. - Ó, Duncan, mér hefur skjátl- azt hrapallega. - Mér þykir leitt að heyra það, Margrét, svaraði hann og var óþægi- lega snortinn. Hann horfði út í nóttina. - Ef til vill lagast allt aftur. í hjónabandi steðja ýmsir erfiðleikar að í fyrstu, en þegar kynnin verða nánari, læra hjónin að umbera hvort annað. - Farðu nú ekki að leggja mér lífsreglurnar. Frænka hefur gert nóg að því. Hvers vegna má ég ekki segja það umbúðalaust? Mér hafa orðið á herfileg mistök. Hún lagði hönd á handlegg hans og sagði af einlægni: - Þú hefðir verið sá rétti fyrir mig, Duncan! Nú hef ég sagt það, sem mér býr í brjósti. En ég upp- götvaði það því miður of seint. Hún hélt áfram að tala og tal- aði hratt, eins og henni væri ami að því að ræða um hjónaband sitt: - Maðurinn minn er langt frá því að vera slæmur maður. Hann getur verið aðlaðandi. Það var líka þess vegna, sem ég giftist honum. En hann er allt of sjálfselskur og yfir- borðslegur. Hann er leiðinlegur grobbari, og þegar hann er undir áhrifum áfengis, er hann með öllu óþolandi. Auk þess er hann mjög kvensamur. Ég hef tvisvar staðið hann að því að halda fram hjá mér! Ég vildi vera gift manni, sem hef- ur sterka skapgerð. Ég þarf á slík- um manni að halda. - Sagðirðu ekki sjálf, Margrét, að það væri of seint? - Jú, en er það víst, Duncan? Ég á ekki við, að ég ætli að fara auðveldustu leiðina. Ég verð að standa mig vegna föður mins. En hreinskilnislega sagt, Duncan, þá er lífið svo stutt, að það er skömm að því að hagnýta sér ekki þau tæki- færi, sem manni bjóðast. Hann neyddi sig til þess að horfa á hana. Hún var óneitanlega falleg í tunglskininu, í nærskornum kjólnum, þar sem hún hallaði sér upp að handriðinu. í augum hennar var glampi, sem gaf til kynna vilja hennar. HEIMILISBLAÐIÐ [215]

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.