Heimilisblaðið - 01.12.1960, Side 33
Verka. Sjálfur Satan getur breytt göfug-
^annlega...“
„Sá, sem rekur ógöfugt erindi, getur
ekki rekið annað göfugt við hlið þess,“
Sagði Rinaldo.
„Svei því, sem þú segir,“ sagði Alta-
Verde reiðilega. „Hafa ekki gleðitár runn-
^ þín vegna? Hafa menn ekki beðið fyr-
lr þér ? Hafa menn ekki beðið þér bless-
unar?“
„En menn vissu ekki, að þeir báðu ræn-
lngja blessunar ...“
Altaverde svaraði enn reiðari en áður:
”^á skaltu tyfta sjálfan þig, biðja, fasta
°g láta höggin dynja á baki þínu. Þangað
undan blæðir. Þú skalt verða þagnar-
^unkur og stama fram áminninguna:
^emento mori, minnstu þess, að þú átt að
deyja. Hvers vegna viltu gera lítið úr
góðverkum þínum?“
„Ö, að ég hefði verið kyrr hjá geitun-
llru mínum. Það segi ég þér, að ég get
nvorki hrósað mér af verkum mínum né
Slaðzt yfir þeim. Þótt vera kunni einhver
góðverk þar á meðal, þá voru þau illu
^iklu fleiri, og einhvern tíma mun ég
Peirra vegna verða leiddur á aftökustað-
lnn,“ sagði Rinaldo og andvarpaði á ný.
„Kemst þú brátt þangað?“
„Ö, Altaverde. Hver veit sína hinztu
stund?“
„Enginn. Það er líka reglulega gott, því
að annars gætum við ekki sofið rólega,
en það er þó það allra helzta á þessari
Jörð “
„Sofið rólega?“
„Það get ég. Góða nótt. Láttu eldinn
ekki deyja. Vektu mig, ef þú vilt sofa.“
Hann vafði um sig yfirhöfninni óánægð-
Ur á svip og sneri baki við Rinaldo. Brátt
vpr hann steinsofnaður, en Rinaldo tók
kVarinn sinn, fór að spila og syngja.
Allt í einu fór einn hinna árvökru víg-
Unda, sem lágu við eldinn að gelta. Alta-
Verde spratt á fætur og þreif byssuna.
Hualdo hafði ekki alveg lokið við hrópið:
„Hver er þar?“ er hann fékk merki um,
að einn félaga þeirra væri að koma. Hund-
aruir þögnuðu, og Nikolo kom í ljós.
„Hvað er um að vera?“ spurði Alta-
verde.
„Ég átti að segja ykkur, að heyrzt hefði
í bjöllum múldýra í fjarlægð," svaraði
Nikolo.
„Á þessari nóttu?“
„Einhver hlýtur að hafa villzt.“
„Þið liggið samt allir enn við í kofan-
um?“
„Að sjálfsögðu — nema Giambattista og
Pietro, sem hafa farið að njósna. Hinir
þrjátíu halda allir hópinn."
„Er Girolamo með ykkur?“ spurði Alta-
verde.
„Já, hann er farinn að hlakka til að sjá
múldýrin.“ Nikolo brosti við tilhugsun-
ina.
„Því trúi ég.“
Rinaldo tók fram í fyrir honum og
spurði: „Altaverde! Hvenær ferðu til
hans? Þú þekkir Girolamo og veizt, að
gætni er ekki hans sterka hlið.“
„Ég er sammála.“
„Láttu Eintio koma til mín. Ég ætla að
bíða hans hér.“
„Ágætt,“ sagði Altaverde.
„Og ef þið getið komizt hjá blóðúthell-
ingum . . . .“
„Já, ef þið getið,“ samsinnti Altaverde.
„Foringi! Ætlarðu að verða hérna einn
eftir?“ spurði Nikolo kvíðafullur.
„Einn, þangað til Eintio kemur.“
„Sofðu þá stutta stund,“ sagði Alta-
verde.
„Ef ég get. Skiljið hundana hér eftir.“
„Góða nótt,“ sagði Altaverde.
„Sjáumst heilir,“ hrópaði Nikolo.
Þeir héldu burt. Rinaldo kastaði spreki
á eldinn, lagðist fyrir undir tré einu og
dró yfirhöfnina upp yfir höfuð. Uppi yfir
honum æddi stormurinn, og það snarkaði
hátt í þurrum viðnum í eldinum.
„Æ,“ andvarpaði hann, „verndið mig
allir dýrlingar og góðir englar. Þannig bað
ég áður fyrr með trúnaðartrausti, þegar
ég lagðist til svefns. Nú get ég hvorki beð-
ið né sofið. Ó, að ég gæti grátið.“
Þá ruku hundarnir upp. Hann kastaði
yfirhöfninni af sér, spratt á fætur og þreif
skammbyssuna. Hundarnir hlupu fnæs-
andi að manni einum. Rinaldo kallaði á
þá, gekk nær og sá öldung með hvítt hár
og skegg í brúnum fötum standa frammi
Hrimilisblaðið
253