Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Síða 6

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Síða 6
Vinur Pauls Astarsaga eftir Marguerite Comert. 'Grannvaxin og ferskleg, klædd einföld- um dökkum kjól undir smekklegri skinn- kápu og án annars skarts en síns ljósgullna hárs, var hún svo töfrandi, að hann gat ekki augum af henni litið eitt andartak. Hann fór á eftir henni niður í neðan- jarðarbrautina og settist beint andspænis henni í annarsflokks farrýmið, enda þótt hann væri með aðgöngumiða að fyrsta- flokks klefa. Eftir langvinna þolraun tókst honum að festa sem snöggvast augnaráð hennar við sig, hin stóru, dökku augu. Ef hugsanlegt er, að ung kona geti öðl- •'azt gæfuna með fegurð sinni einni saman, hlýtur henni að vera það unnt, hugsaði hann. En hafi hún skynjað þá aðdáun, sem hún varð aðnjótandi, þá lét hún það að minnsta kosti ekki sjást. Hvert skyldi hún annars vera að fara? Hvar skyldi hún eiga heima? En hvað þessir nettu kvenfætur voru átakanlega smágerir í klunnalegum gönguskónum. Hann var ákveðinn í því að fá nánari vitneskju um hana og fór því á eftir henni, er hún steig út við Chatlet- stöðina og fór yfir í lestina til Porte d’Orl- eans. Aftur tókst honum að ná sér í sæti beint fyrir framan hana, og í þetta sinn heppn- •aðist honum að framkalla bros, sem leiddi í ljós undursamlegustu spékoppa í hraust- legum vöngum hennar. Þetta hafði mjög örvandi áhrif á hann, og hann leyfði sér að segja: „Það er satt að segja dapurlegt að aka svona neðan- jarðar, þegar veðrið er jafn dásamlegt." Spékopparnir urðu enn dýpri. „Eða kannski finnst yður það ekki, ung- frú?“ „Jú, og ætli maður nái ekki að njóta þess.“ Hann flýtti sér að grípa tækifærið: „Viljið þér veita mér þá ánægju að fai’a í smá göngu ásamt yður?“ Spékopparnir hurfu eins og dögg fy1'*1' sólu: „Nei... Nei, alls ekki!“ En þegar hún sá ósvikin vonbrigði hanSi bætti hún við: „Ekki í dag.“ Bravó! Ævintýrið tók auðveldari stefnn en hann hafði þorað að búast við um stund. Og hlédrægni hennar dró alls ekki kjark' inn úr honum, heldur hið gagnstæða. „Hvaða dag myndi það vera hentugt fyr' ir vður?“ spurði hann. „Ég — ég þekki yður alls ekkert!“ Án frekari orða dró hann nafnspjald upp úr veski sínu og rétti henni. „Jacques Dorane. Undirflokksforingi 1 sjóhernum,“ las hún upphátt. „Það vai gaman, mér þykir vænt um sjóherinn/ Hann setti það ekki fyrir sig, þótt hun segðist þannig elska heilan her eins og hann lagði sig, en spurði aðeins ofur blat( áfram: „Má ég sækja yður á morgun. „Nei, það er ómögulegt. Á morgun Set ég ekki komið því við.“ „En hinn daginn þá?“ „Ekki heldur. Við getum sagt: á sunnu- daginn.“ „Þér segið þetta ekki í alvöru, — Þa<; eru fjórir dagar þangað til. Það er alh° langt.“ „Annað hvort á sunnudaginn eða aí ekki. Þér hafið um tvennt að velja.“ „Þá kýs ég sunnudaginn,“ flýtti ha]in sér að svara. „Hvar eigum við að hittast. „Heima hjá mér klukkan fimm. Ég hel Josette Dagnal, og heimilisfang mitt er h Notre Dame des Champs 34.“ Hún virðist ekki vera neitt bangin, hu£ aði Jacques með sjálfum sér, en uppha svaraði hann: „Þúsund þakkir, kæra un frú, ég kem.“ „En með einu skilyrði,“ hélt hún áfia^. „Þér megið ekki elta mig, þegar ég fel hér á næstu stöð.“ £ „Ég skal fara alla leið út á endastöð, þér mælizt til þess af mér.“ ^ Hún rétti honum brosandi hanzkakl® fingurgómana og fór síðan leiðar sin ^! en hann sat eftir orðlaus... og allt ao V ringlaður í kollinum.----------------- { Klukkuna vantaði stundarfjórðu11# lA®1® 182 heimilisb

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.