Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Qupperneq 10

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Qupperneq 10
hluti af móðurarfi hennar, og Hans gamli hafði verið í þjónustu móður hennar. Það myndi verða auðvelt að tala um fyrir Hans, — en Geir ? Hvað nú, ef honum þætti ekkert til um ráðagerð hennar? Skyndi- lega varð henni ljóst, hvernig fólk myndi hugsa. Það myndi halda, að Geir hefði numið hana brott. Enginn myndi láta sér detta í hug, að sextán ára gömul stúlka gæti fundið upp á öðru eins. Fólk myndi segja, að Geir — sem hvorki ætti jörð né væri sjálfs síns herra — hefði brugðizt trausti húsbónda síns og stolið dóttur hans ásamt kindunum hennar. En henni var sama, hvað fólk segði; hins vegar var ekki víst, að Geir stæði á sama. Bara ég væri viss um, að hann elskaði mig, hugsaði hún. Hann hafði sagt, að hún væri falleg. Hann hafði tekið yfir um hana og kysst hana. En einhvern veginn hafði sauðféð alltaf komizt upp á milli þeirra. Og samt vildi hún hann. Hann varð að .giftast henni, og ef hann vildi endilega æignast kindur, þá gat hann eignazt þær einmitt á þennan hátt. Ef þau væru á ann- að borð gift, myndi hann elska hana fyrr eða síðar, eins og hún elskaði hann. Þau fóru framhjá vagni Geirs nákvæm- lega á þeim stað sem hún hafði gert ráð fyrir. Hún veifaði ökumanninum og sló í hestana. Þeir tóku að brokka, og vagninn hristist til beggja hliða, svo að hún varð að hægja á ferðinni. Koma hennar til Doonhoek varð altént að vera án skammar fyrir hana sjálfa. Geir mátti ekki fá minnstu hugmynd um alla þá ólgu, er sauð í barmi hennar. Hún var fegin, að hún skyldi vera svona mikið klædd; annars gat hugsazt, að hann sæi, hversu hjarta henn- ar barðist. Þarna var Geir. Hann hafði þekkt hest- ana og kom hlaupandi til móts við hana. Hvað skyldi hann nú segja? Hvernig átti hún að útskýra allt þetta fyrir honum? Þetta hafði allt virzt svo auðvelt á meðan hún var að bollaleggja hlutina. Varir henn- ar tóku að titra, og það færðist roði í kinnar hennar. Bráðum fer ég að skæla, hugsaði hún; það er alveg voðalegt, sem ég hef gert. Hún snökti upphátt og þurrk- aði sér um augun með handarbakinu. Hún hafði farið i tvennt af öllu sem hún átti til» en samt gleymt að taka með sér vasaklút- Geir greip yfir um hana og hjálpaði henni af baki. Kannski var þetta bezt einmitt þannig. Þegar hann hélt yfir um hana, gat hún betur talað við hann og gefið honum einhverja skýringu. Bara nefið á henni væri ekki orðið rautt. En hvað það va1’ annars góð lykt af Geir. Ilmur af tóbakb svita og grófum klæðnaði. Mjúkt skegg hans kitlaði hana í vangann, þegar hun hallaði höfði sínu að öxl hans. Geir dró andann ótt. Hún þrýsti andlit' inu fastar að öxlinni á honum. Það var ynd' islegt að standa þannig með hendur hans yfir um sig — bara að þetta gæti varað að eilífu! En það var ógerningur. Innan skamms yrði hún að útskýra fyrir honum, hvers vegna hún væri komin. Og nú var stundin runnin upp. Hann tók um andlit hennar með báðum höndum sm- um og sagði: „Hvað hefur komið fyrir' elskan mín? Hvers vegna kemurðu?“ Elskan mín, sagði hann. Kannski vai það hún en ekki kindurnar, sem hann elsk- aði. Skyndilega sleppti hann af henni tök' um, svo að hún var næstum rokin um kol|; „Þarna kemur vagninn minn og nautm, sagði hann. „Hvað hafa þau að gera hing' að, Geirþrúður? Hvað hefur eiginlega kom- ið fyrir? Hvers vegna kemur þú hingað- Ég skil þetta ekki.“ _ „Það er ekkert til að skilja, Geir. Þa hefur heldur ekkert komið fyrir — e" . annað en það, að ég er komin til að na þig, og nú förum við bæði á brott sarna11- Allar eigur þínar eru í vagninum. Ég 1)6 sjálf tekið þær saman.“ „Á brott?“ Geir strauk hendinni um ha1 sitt. „Hvert á brott? Hvað heldurðu, a faðir þinn segi?“ „Þú átt að fara á brott með mig — og kindurnar mínar,“ sagði hún. „Svo g1 <( um við okkur og förum að rækta jörSina* Þetta virtist allt svo eðlilegt. „Það væri sama og þjófnaður,“ sva Geir. „Ég kom af frjálsum vilja, og e% orðin nógu gömul,“ mælti Geirþrúður- „En kindurnar — átt þú þær í raun veru?“ iraði er og 186 HEIMILISBÞAt)lP

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.