Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Qupperneq 16

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Qupperneq 16
og skömmustu. Hvers vegna hafði hann ekki snert hana þessar tvær nætur? Hvers vegna hafði hann flutt dýnuna sína burtu ? Hún var hissa á því, að hún skyldi ekki hafa spurt sjálfa sig að þessu áður. Ef til vill hafði honum fundizt hún fráhrind- •andi, einhverra hluta vegna. Hvað gat ver- ið að? Hvað myndi móðir hennar segja, ef hún vissi þetta ? Eða þá vinkonur henn- sr? Henni fannst hún svo smánuð, að hún lét höfuðið síga. Á samri stundu heyrðist gjallandi hlát- ur fyrir utan dyrnar. Og það var lamið á þær af fleirum en einum. Fólkið var að kalla á þau til áframhaldandi hátíðar. I dag var þriðji og síðasti dagur brúðkaups- ins. Mei-whan var því fegin, en í dag orkaði tónlistin og hávaðinn ekki þreyt- andi á hana lengur. Hugur hennar var barmafullur af ótta. Hafði hún gert eitt- hvað, sem olli því, að hann hafði ekki horfið til hennar? Eða ætli þetta sé alltaf þannig? Stöku sinnum sá hún manninum sín- -um bregða fyrir í garðinum. Hann hló og gladdist og virtist með öllu áhyggjulaus. Það var ekki svo að sjá, að hann ætti í neinu hugarangri. Honum varð alls ekki litið þangað sem hún sat í hópi kvennanna. Hann naut hátíðarinnar af hjartans lyst og tók á móti heillaóskum vina sinna, einn- ig fyndni þeirra, án þess að láta í ljós nokkra dulda óánægju, sem hann þó vel .gat búið yfir ... Seint og um síðir voru þau ein saman í herbergi sínu. Mei-whan var feimnari nú, er hún sá hann þarna inni hjá sér með berum augum. Hún kraup á kné til að taka af sér höf- uðdjásnið, og hann gekk til hennar og kraup við hliðina á henni. Hann leit beint í augu hennar, og hún gat ekki litið undan. Hann var mjög alvarlegur á þessari stundu, svo alvarlegur, að það var eins og dökk augu hans lýstu af innri glóð. „Mei-whan,“ sagði hann, „það er dálítið, sem mig langar til að segja þér.“ Hvað — ó, hvað? hugsaði Mei-whan. Þú hefur ekki óskað að giftast mér. Siðir og lög fyrirskipuðu það, en þú þráðir þa<5 ekki sjálfur. — Andlit hennar brann, en hún gat ekki litið undan. Hann mælti: „Ég hef alla ævi, allt frá því ég rnan eftir mér, hugsað um ástina, hina miklu, sönnu ást, sem sé meira virði en allt annað í lífinu. Ég hef hugsað mér, að hjónaband eigi að grundvallast á slíkri ást, og að mað- ur og kona, sem hafa gifzt, eigi að vera sannir vinir, nánari vinir en nokkrir aðrii’ sem þau hafa þekkt hvort í sínu lagi. ÞaU eiga að segja hvort öðru hugsanir sínar, tala hvort við annað um fleira en það, sem kemur heimilishaldinu við. Þau eiga að treysta hvort öðru og vera samhent um alla hluti. Og þau eiga að vera meira en vinir,“ hélt hann áfram. „Þau eiga að elska hvort annað, rétt eins og farand- söngvararnir syngja um í kvæðum sínum- Sameinuð í slíkri ást hef ég hugsað mér manninn og konuna fremur sem eina pers- ónu heldur en tvær. Sameinuð í friði og fögnuði, sem sé dýpri en fólk virðist yfir' leitt þekkja eða láta sig dreyma um. Allt mitt líf hef ég þráð einmitt þetta. Skilurðu — skilurðu eitthvað af því, sem ég er að segja, Mei-whan?“ „Já. Ég skil!“ Það var sigurhreimur í svari hennar, sem sannfærði hann um, að hún skiW1 hann. En glampinn í augunum, sem var eins og glóðin í hans eigin augum, sagð1 honum meira en nokkur orð hefðu getað gert. FORN KÍNVERSK SPEKI Má vera, að spakmæli taki minnst rúm af allri menningararfleifð Kína frá fornu fari. En lítið sýnishorn af þeim getur verið jafn áhrifamikið enn í dag sem á þeim tíma, er þau urðu fyrst til. Hér eru nokkui þeirra: Mannveran er himnaríki í smækkaðn mynd. Hlustaðu á orð mannsins til þess að þekkja hjarta hans. Ríkidæmi leiðir til lasta, en fátækt ti þjófnaðar. 192 HEIMILISBLAÐ15

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.