Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Síða 17

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Síða 17
HEIMA Sannka'llað refsbragO Eftir St. St. Blicher. Við sveitakirkju eina, skammt frá Kristjaníu, varð fólk það, sem safnazt hafði til guðsþjónustu sjónarvottur að eft- itfarandi bragði, sem refurinn hafði í ftammi við erkióvin sinn, úlfinn. Úlfurinn kom á hlaupum niður fjalls- hlíð skammt frá og elti refinn, og þar sem fremur dró saman með þeim en hitt, bóttist kirkjufólkið öruggt um, að rebbi yrði að lúta í lægra haldi áður en hann &æti komizt inn í skóginn, sem þó var Þar skammt undan. En refurinn sjálfur var annarrar skoð- unar, því hann hafði upphugsað ráð, sem hann ætlaði sér að beita á réttum tíma. Um miðjan dalinn rann breið á, sem nú yar ísilögð bakkanna á milli, að undantek- mni kringlóttri vök, þar sem undir var straumþungt iðukast. Þangað hljóp rebbi, yg tók til að renna í sífellu umhverfis vök- *na. Úlfurinn hljóp á eftir. En þar hafði sá fyrrnefndi betur, því að hann var ^iklu snúningsfljótari og gat án áhættu £ert hringina styttri, nær og nær vökinni. Loks kom að því, sem flestir fundu nú á ser; Eftir nokkra árangurslausa hringi, vildi úlfurinn einnig geta komizt nær. En há brast ísinn undir honum, og hann skall ht í vökina. Rebbi hagnýtti sér nú tækifærið og var stokkinn eins og byssubrendur inn í skóg, aður en óvinur hans hafði komið sér aftur Upp úr sinni hrollköldu laug. VINN ÞÚ! Vinn þú á lífsins vori, vinn meðan dagur er, freista þii afls og auðnu, áfram, tíminn þver! Sofandi sigrar enginn, settu þér takmark hátt; starfsemin styrkir viljann, styrkir veikan mátt. (Ljóðmæli) BJARNI JÓNSSON. Hjörtun tvö, sem ég heima á, hrifin af elsku til mín slá; þó að mig annað þrjóti brauJð, þar á ég nógan kærleiksauð. Andi minn hhtstar eftir þeim, alltaf er hann að fljúga heim. Ef hann heyrir þau örar slá, altekur hann hin dýpsta þrá. Hvenær sem ég að heiman fer, hvíslað er eins og sé að mér: „Kvíðinn eykst þínum kæru tveim, komdu vinur sem bráðast heim.“ Og ef syrtir af áhyggjum eða kólnar í heiminum viðkvæmu orðin verma mig: „Við skulum sælan gjöra þig.“ Heimilið mér í huga skín, heimilissælan bíður mín. Hver sem á ást í hjörtum tveim hlakkar til þess að koma heim. (Ljóðmæli) Bjarni JÓNSSON. KOFI TÓMASAR FRÆNDA Skáldkonan Harriet Beecher Stowe vakn- aði einn góðan veðurdag heimsfræg, sér til mikillar undrunar. Sökum manngæzku sinnar hafði hún alla tíð verið haldin ríkrii samúð með negraþrælunum, og eitt sinn,. er áhugi hennar á málefnum þeirra náði einkar sterkum tökum á henni, ákvað hún að skilgreina hið ömurlega hlutskipti þeirra í sögu. En þar sem hana vantaði skrif- pappír þá sundina, greip hún til þess ráðs. að tæma alla pappírspoka í matbúri sínu,. og á þann óhrj álega pappír var skráð hand- ritið að „Kofa Tómasar frænda“. Útgefandi einn hætti á það að láta prenta 10.000 eintök, en þau seldust upp á mán- aðartíma. Næstu mánuðina seldust 300.000 til viðbótar, og frægð hennar og auðævi voru orðin staðreynd. REIMILISBLAÐIÐ 193:.

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.