Heimilisblaðið - 01.09.1963, Page 25
um viðurkenna það, að eini möguleikinn
er í því fólginn, sem ég get munað úr for-
tíðinni en sú falska Alice veit ekkert um.“
Jean yppti öxlum kæruleysislega.
„Þar sem þessi Alice hans dr. Pauls er
yfirlýstur geðsjúklingur og erfitt reynist
að fá áreiðanleg vitni frá síðustu árum, þá
eru horfurnar allt annað en bjartar. En
ekki megum við örvænta. Við verðum að
leggja mál okkar fram eins vel og hægt er,
Þótt naumur tími sé til undirbúnings.“
Jean leit á úrið.
„Klukkan er að verða tíu,“ sagði hann.
»Ég held við höfum öll gott af rækilegri
hvíld — þannig er mér farið að minnsta
kosti. Ég hef herbergi með húsgögnum
í sama húsi og veitingastofa Pére Michaud
er í Rue de l’Arbe Vert rétt hjá lögfræði-
heild háskólans, og ég heiti Poteau, en alls
ekki Monier. Eigum við að hittast á morg-
un til að útkljá málið?“
„Það vil ég,“ sagði Alice. „Annars hef
ég eina athugasemd á takteinum ...“ bætti
hún við íbyggin á svip, „og þið megið alls
ekki andmæla mér. Við þrjú stöndum sam-
an á hverju sem gengur sem einn maður.
Ef einhver auðævi koma aðvífandi, þá
skiptum við þeim eins og systkini!“
„Vitleysa!“ sagði Monier.
„Nei, ég meina það!“
„Þá fer ég nú að halda, að þér séuð með
lausa skrúfu,“ sagði Henry með ákefð.
>.Munið þér ekki eftir því, að ég sagði vesa-
hngs konunni í gær að gæta peninganna
betur?“
Jean Monier hafði ekki heyrt þessa at-
burðar getið, svo að Henry varð að segja
honum allt af létta, á meðan Alice brá sér
^ra til þess að snurfusa sig. Monier fannst
Saman að sögunni, en hann bjóst ekki við,
að laganna vörður mundi líta hana sömu
augum.
í*au héldu aftur til Parísar. Henry og
Alice fóru á gistihúsið og buðu hvort öðru
Sóða nótt í anddyrinu. Alice fór strax upp,
eu Henry ætlaði út til að ná í eitthvert síð-
óegisblað.
Kalt var í veðri, þótt á júnínótt væri.
Stjörnurnar skinu á bláum himni. Ekki
Voru margir á ferli í Rue Chaumont, þeg-
ar Henry ráfaði eftir gangstéttinni vinstra
Aeimilisblaðið
megin götunnar. Hann var með hendur í
vösum og blístraði fyrir munni sér.
Hann var nærri kominn út á hornið á
Boulevard des Italiens, þegar bíll ók fram
á hann, beygði inn að gangstéttinni og
stanzaði við hlið hans. Það var fallegur,
svartur Renault-bíll, sem ung stúlka stýrði.
Um leið og bíllinn staðnæmdist, lauk stúlk-
an upp hurðinni að ekilssætinu og í ljós
komu fallegir kvenmannsfótleggir í silki-
sokkum. „Afsakið,“ sagði ekillinn með ein-
kennilegum raddblæ í rómnum. „Hafið þér
séð lögregluþjón hér í nágrenninu? Eða
vitið þér kannski, hvar lækni eða sjúkra-
hús er hér að finna? Ökumaðurinn er orð-
inn veikur og liggur þarna í aftursætinu
með undarlegan glampa í augum.“
Henry reyndi ósjálfrátt að sjá aftur í
bílinn, en hann gat ekkert séð vegna myrk-
urs og sneri sér því aftur að stúlkunni í
ekilssætinu. Hann gat ekki gert sér í hug-
arlund, hvernig hún liti út vegna þess, hve
birtan var lítil, en beinvaxnir fótleggir var
eiginlega það eina, sem sást. Hatturinn
skyggði á andlitið, en dýr og glæsileg loð-
kápa huldi veruna frá höku niður á kné.
Á höndunum var hún með hvíta hanzka.
„Nei, ég hef engan lögregluþjón séð,“
sagði Henry og virtist reiðubúinn að veita
alla hjálp, sem á hans valdi stóð. „Ég get
kannski fengið upplýsingar á gistihúsi því,
sem ég dvelst á. Ég ætla rétt að skreppa
inn til að spyrja um það.“
„Þakka yður kærlega fyrir. Það er mjög
vingjarnlegt af yður,“ var honum svarað
með stillilegri röddu, sem bar keim af út-
lendum málblæ.
„Auðvitað frá Ameríku,“ sagði Henry
við sjálfan sig, en stúlkan hallaði sér svo-
lítið út og sagði: „Komið inn hinum megin.
Ég skal aka yður til gistihússins.“
Þangað var nú ekki langur spölur, en
Henry var augsýnilega hrifinn af svo góð-
um félagsskap sem hér var um að ræða,
svo að hann flýtti sér inn í bílinn. En
varla var hann þar kominn, þegar þessi
stóri Renaultbíll rann hljóðlaust áfram í
staðinn fyrir að snúa við til gistihússins.
Henry var þegar ljóst, að ökuferðinni var
ekki lokið í bráð.
201