Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.09.1963, Page 26

Heimilisblaðið - 01.09.1963, Page 26
,,Hva5 er þetta?“ hrópaði hann. „Þetta er mannrán!“ í sama muncl fann hann, að stungið var í hægri upphandlegg hans. „Þetta var sannarlega handleiðsla for- sjónarinnar,“ var sagt með ísmeygilegri röddu dr. Pauls. „Við vorum á leið til yðar, en svo komuð þér í veg fyrir okkur.“ „Fjandinn sjálfur," sagði Henry eða reyndi að segja það. Honum fannst hann orðinn eitthvað undarlegur. Hún hreif skjótt, þessi innspýting, sem dr. Paul gaf honum. „Þér skuluð ekki reyna að sýna mót- þróa,“ sagði hann rólega. Rödd hans kom eins og úr fjarska. „Þér skuluð bara hvíla yður.“ Og það varð svo að vera, þótt Henry berðist gegn því af öllum mætti. „Þetta var frábært, Gaby!“ heyrði hann lækninn segja eins og úr fjarska. „Ég hef alltaf vitað, að þú ert dugleg, en að þú vær- ir slíkur snillingur . . . framúrskarandi snjallt. .. alveg ný rödd . ..“ Henry fannst hann hrapa lengra og lengra niður í hyldýpisgjá. Sú hugsun, að alger tortíming biði hans, vakti hann andartak til meðvitundar. Ef hann átti að deyja, þá vildi hann að minnsta kosti, að það yrði ekki alveg hljóðalaust. Með yfirmannlegri áreynslu lyfti hann handleggnum til atlögu, hallaði sér að Gaby og reyndi að þrífa til stýrisins, en tök hans á því voru linari en hjá barni, svo að Gaby ómakaði sig ekki einu sinni að ýta hönd hans til hliðar. Hann gaf frá sér undar- lega hláturroku og missti svo meðvitund. Henry raknaði hægt við sér í fyrstu og skildi ekkert í því, að hann var enn á lífi. En þegar augun höfðu vanizt birtunni, sá hann, að hann lá ekki á botni hyldýpisgjár, sem hann hélt hann hefði fallið í, heldur í rúmi í herbergi, þar sem gluggatjöldin voru dregin fyrir. Á litlu borði við hlið rúmsins logaði á lampa og lengra frá sást glóð í arni. Henry vildi forvitnast um það, hvar hann væri niður kominn, en þurfti fyrst að huga að æðaslættinum á gagnauganu. Það var eins og einhver þrumandi vél fyllti allt heilabúið. Hann reyndi að þreifa á enninu, en það tókst ekki, því að hann hafði ekkert vald yfir fingrunum. „Þetta var skrítið,“ sagði hann. „Þeir láta ekki að stjórn.“ Hann lá kyrr andartak, áður en næsta hugsun skyti upp kollinum. „Hvað hefur komið fyrir? Hvar er ég? Bara að ég gæti nú hugsað skýrt!“ Þá gekk Gaby inn klædd í óaðfinnan- legan búning hjúkrunarkonu og um leið rifjaðist allt upp fyrir Henry. „Jæja, þér eruð vaknaður!“ sagði hún fjörlega. „Ég var hrædd um, að þér ætl- uðuð aldrei að komast til meðvitundar.“ „Hvað er klukkan ?“ spurði Henry — eða hann ætlaði að minnsta kosti að gera það, en hljóðin, sem komu fram yfir vai’ii' hans, minntu einna helzt á býflugnasuð í sultutauskrukku. „Takið þetta ekki nærri yður,“ sagði hún. „Það verður langt þangað til þér get- ið talað, svo að það er eins gott fyrir yðui' að liggja kyrr. Jæja þá, verið nú rólegui'- Hún var nú komin að rúminu og tók a slagæðinni með ísköldum fingrunum. Huu virtist vera ánægð með æðaslögin, athug- aði síðan augun vandlega, kinkaði kolh og sagði: „Þér komizt vfir þetta. Nú verð- ið þér að borða og hvílast.“ „Hvað er klukkan?“ reyndi Henry aftu1’ að segja, en það fór á sömu leið og fyrr’ Hún skeytti ekki hið minnsta um spurn- inguna, en fór leiðar sinnar frá á fæti a háhæluðu skónum. Skömmu síðar kom huJ1 með súpuskál og mataði hann þrátt fyrl1 illskulegt augnaráð hans. Síðan neyddi hun hann til að gleypa einhverja svarta töflu og stuttu síðar var hann sofnaður. Tíminn leið, en Henry vissi ekki, hversu lengi hann hafði sofið. Stundum vaknu®1 hann, sofnaði svo aftur, en hann fann líka’ að hann styrktist æ meir. Ekki komu að1'11 til hans en Gaby og orðfár hjúkrunarma°' ur, og þurfti hann því ekki að reyna mik1 á raddböndin, enda náði hann einna seiU' ast valdi á þeim. Loks reyndi hann að bera upp söm11 spurninguna, víst í hundraðasta sinn, °£ gat gert sig skiljanlegan. 202 heimilisblað15

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.