Heimilisblaðið - 01.09.1963, Page 27
„Hamingjan góða! Var þetta allt og
sumt ? Og þetta hafið þér með ærinni fyrir-
höfn verið að reyna að spyrja um,“ mælti
Gaby brosandi. ,,Þér getið ekki ímyndað
yður, hve það var skoplegt.“
Hún lauk upp dyrunum og leit á klukku
þar frammi.
Klukkan er alveg að verða hálf sjö — og
Það að kvöldi að sjálfsögðu.“
,,Og hvaða kvöldi?“ spurði Henry og
talaði nú greinilegar en áður.
„Það er nú önnur saga. Ég veit ekki,
hvort þér megið vita það, en ég skal at-
huga það.“
Henry varð að þola kvalir kvíðans, með-
hún var burtu. Þótt hann væri þrótt-
htill, þá var hugsunin skýr og honum voru
fyllilega ljósar allar aðstæður í sambandi
við arfsmál Alicear. Á þriðjudaginn hafði
hann ákveðið að hitta Jean og neyta há-
degisverðar með honum hjá Prunier. Þá
setluðu þeir að ráðgast um málið. En nú
var kannski komið miðvikudagskvöld. Ef
nú væri miðvikudagur, þá væru aðeins
Þrír dagar, þangað til þessi örlagaríki
iaugardagur, 26. júní, rynni upp. Þá skyldi
Alice vera frjáls og með fullu viti fyrir
allra augum, ef hún ætti að komast yfir
arfinn.
Og hvernig var nú komið fyrir Alice?
Gm það þorði Henry ekki einu sinni að
hugsa, því að hefði dr. Paul vitað, hvar
hann átti að leita að Henry, þá hlyti hann
einnig að vita, hvar Alice væri niður kom-
in.
Gaby kom aftur broshýr á svip. „Jú, ég
segja yður það,“ sagði hún. Klukkuna
vantar nú tuttugu mínútur í átta föstu-
hagskvöldið 25. júní!“
„Föstudagur!“ hrópaði Henry upp yfir
sig.
Stúlkan skellihló. „Já, það er föstudag-
m'.“ sagði hún. „Þér tókuð fjörkipp við
Þessa fregn. Hvernig líður yður núna?“
Henry svaraði henni með fáum velvöld-
um orðum. „Og ég skyldi stökkva fram úr
^úminu, ef ég hefði orku til,“ sagði hann
að lokum, „og kyrkja yður.“
..Skammizt yðar nú! Þetta var ekki fal-
eSt af yður. Ég er alltof falleg, til þess að
^ElMlLISBLAÐIÐ
ég verði kyrkt.. .“ Hún strauk með ann-
arri hendi um sléttan, hvítan hálsinn.
„Alveg rétt!“ sagði Henry. „Það ætti
ekki að kyrkja yður, heldur höggva yður
í fallöxinni."
„Gaby hristi höfuðið og brosti.
„Hvar er dr. Paul?“ spurði Henry.
„Hann kemur bráðum til að líta á yður.
Verið nú þolinmóður. Langar yður til að
vita meira?“
Henry hikaði andartak. Var það vitur-
legt að spyrja þessa slóttugu kvensnift,
hvar Alice væri niður komin, þótt hún
hefði óbeint gefið til kynna, að hún vildi
svara? En hann brann í skinninu eftir að
vita um hana.
„Hvar er ungfrú Kerlon?“
„Ó, hún er á öruggum stað,“ sagði stúlk-
an. „Þér fáið víst að sjá hana bráðum. Ég
vona annars að þér séuð mér ekki reiður
vegna þess, sem gerðist hér um daginn?
Þér skiljið, að ég hlýddi aðeins fyrirmæl-
um, sem mér voru gefin.“
„Þér skuluð ekki vera með þessar afsak-
anir. Þér fáið það endurgoldið og það ríf-
lega af hendi látið.“
Gaby hló hressilega og settist í hæginda-
stól öðrum megin við rúmið.
„Þér þurfið ekki að ómaka yður með
þessa peninga, sem þér ætluðuð að senda,“
sagði hún ertnislega. „Annars trúi ég því
svo sem, að þér hefðuð sent þá, ef ég hefði
í raun og veru látið yður flýja. Ég fékk
dágóða umbun hjá dr. Paul eftir þennan
„flótta“, en nú er ég búin að eyða mest
öllu.“
„Til hvers hafið þér notað peningana?
Keypt yður þennan ægilega hatt, sem þér
voruð með í Renaultbílnum hér um kvöld-
ið?“
„Féll yður hann ekki? Já, það var eitt
af því, sem ég keypti og segja má, að hann
hafi gert sitt gagn. Annars finnst mér, að
þér hefðuð átt að kannast við fótleggina
á mér. Þér hafið ekki séð svo lítið af þeim
upp á síðkastið. Ég fékk líka fallegan silf-
urref í staðinn. Allar stúlkur verða að vera
vel úr garði gerðar á þessum tímum.“
„Þér þurfið nú ekki góðan útbúnað
þangað sem þér lendið,“ sagði Henry. „En
segið mér, hvernig þér náðuð Alice?“
203