Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 14
Híui tautaði nokkur orð til viðbótar, en hvað sem hann reyndi, gat hann ekki greint þau eða fengið samhengi. Hann braut heilann allt hvað af tók til að geta rifjað upp einhvern kunningja þeirra með nafninu Gustave, en árangurslaust. „A sunnudaginn, þegar ég verð ein heima?“ tautaði hún. „Nú, svo það er þannig,“ hæsti hann lágt millum tannanna. „Þess vegna fyrir him vita fyrir víst hvort ég myndi verða heima á sunnudaginn ... Kona . .. þitt nafn er Tál!“ Sko — nú brosti hún ... og var auðvitað að dreyma þann heittelskaða ... Iíann þorði vart að anda, af ótta við að missa af ein- hverju sem hún tautaði upp úr svefninum. En hvað hún var í rauninni fögur þar sem hún íá! Lucien uppgötvaði það í rauninni fyrst núna — þegar hann var kannski búinn að missa hana. En — því hét hann sjálfum sér — að þetta skyldi ekki verða auðveldur leikur fyrir þennan Gustave, hver svo sem hann nú var. „Brautarstöðin . . . Champs-Élysées ... Klukkan þrjú,“ tautaði hún. Þakka þér fyrir, væna, hugsaði hann, það var vingjarnlegt af þér að segja mér það líka! Annars ættirðu að venja þig af að tala í svefni, úr því þú stendur í ástarævintýrum. Nú fóru í hönd erfiðir dagar fyrir Lucien. Honum var ósýnt um að gera sér upp hlut- ina, en nú nevddist hann til þess, ef hún átti eldci að lcomast að því sem hann vissi. Á sunnudagsmorgni fór hann að heiman eins og hann var vanur. Þau álcváðu sam- kvæmt venju að liittast aftur heima hjá for- eldrum annars hvors; í þetta sinn hjá for- eldrum Geneviéve. Eklci var hún fyrr orðin ein eftir heima 'en hún flýtti sér að hafa fataskipti. Þegar því var lokið, settist hún við að slcrifa orð- sendingu t.il Lucien. Nolclcrar arkir lentu í bréfakörfunni, áður en hún varð ánægð með uppkastið. Þá límdi hún aftur umslagið, skrifaði nafn Luciens utan á það og festi bréfið við rammann um hans eigin mynd á saumaborðinu hennar. Klukkan þrjú var hún við niðurgönguna að neðanjarðarbrautarstöðinni á Champs Elysées, en rétt í því sem hún ætlaði niður tröppuna hitti hún Lucien. Hann greip þétt- ingsfast í handlegg hennar og hvæsti út milli tannanna: „Það hentar þér víst ekki að hitta mig! Hvað ert þú að gera hér? Eftir hverj- um bíðurðu?“ „Eftir þeim sem ég elska!“ „Heyrðu mig nú,“ sagði Lucien og greip andann á lofti. „Þetta er nú það ósvífnasta sem ég hef heyrt! Hefurðu enga sómatilfinn- ingu? Hefurðu elckert að segja þér til af- sölcunar ?‘ ‘ Hún drúpti höfði og svaraði elcki. „Hvað h'eitir hann?“ Þögn. „Eða á ég að segja þér það?“ Það fóru viprur um munn Geniviéve, en liún sagði ekkert. „Iíann heitir Gustave! Já, þú heyrir að ég veit sitt af hverju!“ Á samri stund brast hún í hlátur, en hætti óðara er hún sá, hversu Lucien var brugðið. „Elslcu Lueien, heimslci strákur! Sá, sem ég elska, það ert þú sjálfur. Eg ætlaði að hitta þig. Eg lét þig vita það í svefni!“ „Ertu að gera grín að mér í þolckabót?" Lucien var örvinglaður og lét sig engu skipta, þó að fóllc væri farið að taka eftir þeim. „Nei, það geri ég ekki, vinur minn. Komdu með mér heim, og þá muntu finna bréf, sem ég 'skrfiaði þér áður en ég fór að heiman.“ En það var ekki auðvelt að sannfæra Luci- en. Á leiðinni heim greip hann til þess ráðs að segja elclci stalct orð. Hann reif upp umslagið, og eftir því sem hann las lengra, vilcu örvinglunardrættirnir af enni hans. Þar stóð: Elskio Lucien! Ég verð við brautarstöðina á Champs Ehjs- ées klukkan þrjú, vegna þess að ég er viss um, að þú verður þar, ef þú raunverulega elskar mig. Gustave, sem í rauninni er alls ekki til, hefur fengið leyfi til að lifa í tvo daga, eða þangað til að ég hef sannfœrt /u£7 um það, að ég er þér meira virði en íþróttin■ Geneviéve. Lueien greip liana í faðminn og þakti and- lit hennar kossum. „0,“ hvíslaði hann. „Þu hefur elcki liugmynd um það, hvernig méi' liefur liðið þessa daga! Og nú lofa ég þér því að æfa mig í því einu að vera fyrirmynd- ar eiginmaður. Hvað þýða öll heimsins meist- arastig fyrir mig, ef ég ætti að gjalda þaU með því að missa þá konu sem ég elslca?“ > 58 HEIMILISBLAÐlP

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.