Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 16

Heimilisblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 16
hann argur og tók að krafsa í þær af öllum mætti. „Bruð þér ekki hræddur um, að hann eyði- leggi teppið V ‘ spurði Villeraye. „Oneinei,“ svaraði Brunét, „þetta gerir ekki neitt til. Teppið atarna er hræðilegt. Hundurinn verður líka að fá leyfi til að skemmta sér.“ Þessu var hundurinn innilega sammála. Hann gafst upp við gólfteppið, en sneri sér þess í stað að ýmsum munum þar í stofunni, einkum þeim sem stóðu á hilluborðinu. Þeir virtust sannarlega allrar athygli verðir, og hann bar loppuna upp í eina liilluna og snuðraði af öllu sem þar var. Lítill postu- línsköttur var einkar lyktargóður, hvað sem hann þó gapti þarna hreyfingarlaus, enda tók seppi að leika sér að honum, kastaði hon- um upp í loftið og lét hann detta niður á teppið. Síðan sló hann loppunni í hann, hratt honum til og skauzt fram og aftur á eftir honum. Villeraye fylgdist með þessum leik og spurði sjálfan sig þess, hvort verið gæti, að húsdýrin á heimilinu hefðu leyfi til þess að haga sér eins og þau lysti. „Jæja, við ætluðum að ræða um fjármálin, var það ekki,“ sagði hann svo. „Já, ef yður þóknast, þá standa málin þannig,“ hóf Brunét máls um leið og hann fylgdist með framkomu hundsins við hinn verðmæta postulínskött hans og var orðinn ærið áhyggjufullur. Eigi að síður var hann fastákveðinn í því að láta ekkert á sér sjá, sama hvað fyrir kæmi. „Já, málin standa þannig ... eins og ... ég skal nú segja yður ...“ Allt í einu var þaggað niður í honum með ægilegum hávaða. Hundurinn, sem var orð- inn uppgefinn á öllum kattarleik hafði beint athygli sinni að austurlenzku borði, þar sem á stóð fyrirferðarmikill vasi með blómum í. Hann hafði sett framfæturna upp á borð- röndina — með þeim árangri, að borðið sporðreistist, vasinn brotnaði og vatnið flæddi um allt teppið. „Æ, þetta var leiðinlegt!“ sagði Villeraye og greip andann á lofti. „0 — sussu-nei,“ svaraði Brunét í hetju- tóni, enda þótt hann væri argur undir niðri vegna hins kostbæra blómsturvasa. „Þetta gerir ekkert til. En ef þér viljið vera svo elskulegur að líta hér á uppkastið, þá sjáið þér, að fyrirætlunin gerir ekki ráð fyrir neinni fjárhagslegri áhættu sem heitið get- ur ...“ Hér var það aftur, sem hundurinn þagg- aði niður í honum; hann var kominn fram að dyrunum og tekinn að ýlfra eymdarlega. Þegar það stoðaði ekki, tók hann að gelta ákaft. Báðir mennirnir stóðu á fætur. „Ættuð þér kannski ekki að hleypa honum út?“ spurði Villeraye hæverskur. „Það get ég gjarnan gert,“ svaraði Brunét, „en eruð þér ekki liræddur um, að hann strjúki burt?“ „Ég? Hvers vegna ætti ég að vera það?“ „Vegna þess að þetta er einkar fallegur hundur. Væri ekki skynsamlegast að láta hann inn í bílinn yðar?“ „Það hefði ég gert strax í upphafi, ef ég ætti hann. Og ef svo væri, þá hefði ég líka veitt honum betra uppeldi, það verð ég að segja,“ svaraði Villeraye. „Er ... er þetta þá ekki hundurinn yðar? En hann kom inn með yður?“ „Ég stóð í þeirri meiningu, að hann ætti hér heima. Ég vona, að þér skiljið, að ann- ars hefði ég alls ekki leyft honum að haga sér þannig.“ „Já ... jú, það sagði ég einmitt við sjálf- an mig!“ Brunét létti stórum, og hann var ekki lengi að opna dyrnar, en hundurinn stökk út sem byssubrenndur. Aftur á móti var Villeraye ekki sem ljúf- mannlegastur á svip: „Sem sagt, monsieur, þá gefið þér í skyn, að ég líti út fyrir að vera sá ókurteisi dóni að leyfa þessu dýri að vera hér inni án þess svo mikið sem biðjast afsök- unar á framkomu þess!“ „En ...!“ „Þetta er nóg — og meira en nóg! Mér þykir fyrir því, að samtal okkar hefur að- eins orðið tímasóun. Herra minn, ég hef þann heiður ...!“ Og án þess að segja fleira, skundaði Monsieur Villeraye burt úr húsi Brunéts framkvæmdastjóra. 60 HEIMILISBLA8I5

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.