Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 11

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 11
„Azaleurnar taka sig mjög vel út,“ hélt hann áfram. „Ég verð að hrósa yður svo sannarlega, ungfrú Miller. Þér hafið ágæt- an smekk og eruð ágætlega handlagin. Skreytingin sú arna er sannkölluð aug- lýsing fyrir verzlunina sem þér starfið hjá — og fyrir garðræktina okkar.“ Verzlunarstjórinn gekk inn og leit yfir handverkið. „Já — þetta er ljómandi. Þér hafið kom- izt ágætlega frá þessu, ungfrú Miller. Kom- ið þér sælir, hr. Allen. Hvað finnst yður um þetta? Er þetta ekki snoturt?" Þau stóðu þarna um stund og dáðust að skreytingunni, en síðan leit verzlunarstjór- inn á armbadnsúrið sitt og lagði höndina á öxl Audreyar: „Nú getið þér farið í verzlunina aftur,“ sagði hún. „Það er víst ekki meiri þörf fyrir yður hér. Annars getið þér komið hingað aftur og séð brúðhjónin ganga út úr kirkjunni, ef þér viljið. Og réttast væri reyndar, að þér gerðuð það, því ég þarf að biðja yður um að fjarlægja skreyt- inguna aftur strax og hjónavígslan er af- staðin. Það á að messa hér í kvöld.“ Audrey beit á vör sér, en kom ekki með nein mótmæli. Bikar þjáninga hennar átti auðsjáanlega að fylla að börmum. Það átti jafnvel ekki að þyrma henni við að sjá hamingjusama brúði leidda af ástvini sín- um úr kirkju — og það á þeim degi, stað °g stundu, sem hefði átt að vera hennar eigin brúðkaupsathöfn! Henni varð litið á George Allen. Augu hans voru merkilega skilningsrík, þegar þau litu á hana, og hún neyddi sig til að brosa dauft ... já, það var vissulega dauft brso. Audrey var með mikinn hjarslátt þar sem hún nálgaðist fjölmennið, sem þegar hafði safnazt fyrir utan kirkjudyrnar. Röndóttur sólhjálmurinn blakti í golunni °g skein hátíðlega í sólarbirtunni. Innan uv kirkjunni bárust veikir ómar sálma- söngs og orgelspils, og háar raddir kór- drengjanna. Stöðugt bættist fleira fólk í hópinn. „Verið er að syngja lokasálminn. Bráð- um er allt afstaðið." „Ojá — og þá eru þau orðin eiginmað- ur og eiginkona ..." Eiginmaður og eiginkona! Sjálf væri Audrey nýgift brúður, ef Frank hefði ekki látið það gott heita að hún sleit trúlofun- inni þegar sorgin og fátæktin herjuðu á hana fyrir hálfu ári. Tárin brunnu á hvarmi hennar, en hún deplaði augum og hélt aftur af þeim. Verzl- unarstjórinn hafði ætlað að auðsýna henni vingjarnleika með því að hvetja hana til að horfa á, þegar brúðhjónin gengju úr kirkju. Ef hún hefði bara vitað ... ! Og samt hafði Audrey fundið sig knúða til að fara á vettvang, þvert gegn vilja sínum. „Brúðarkjóllinn hennar er saumaður hjá okkur,“ sagði ung stúlka, sem tróð sér í gegn. Audrey leit á hana. I svip hennar var sama aðdáunin og þráin og í svip allra annarra kvenna í hópnum; og nú var hún sjálf komin í þennan hóp til að líta aug- um gleði og hátíðleika við annarra brúð- kaup . .. Skyndilega voru kirkjudyrnar opnaðar upp á gátt. Orgelhljómarnir bárust út til þeirra sem fyrir utan biðu. Blaðaljósmynd- arar munduðu vélar sínar og grindverk- um og af bílþökum, og ofan úr kirkju- turninum bárust nú ómar klukknanna. Brúðarmarsinn kvað við, hátíðlegur og taktfastur; brúðarmarsinn, sem hefði átt að hljóma við hennar eigin giftingaathöfn, ef . . . ef . . . „Nú eru þau að koma! Sjáðu hvað hún er dásamleg!“ 0g þarna komu þau; brúðurin geislandi við hlið brúðguma síns. Hún gekk hægt og hátíðlega, brosti og var hrærð á þess- um stærsta hátíðisdegi lífs síns. Að baki brúðhjónunum birtist fyrsta brúðarmærin klædd Ijósrauðu. En þegar heimilisblaðið 47-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.