Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 25
„Ég- mundi lúberja hann,“ svaraði Jack. „En þá hefur þessi maður,“ bætti Abe við, „ekkert gert við þig annað en það, sem þú hefðir gert við þann sem móðg- aði þig.“ „Já, það er vissulega satt,“ sagði Jack, tók í hönd aðkomumannsins og batzt við hann vináttuböndum. Verzlunarstörf Abrahams fengu að lok- um raunalegan endi. Hann var heiðar- legur í hvívetna og innvann daglega mikla peninga, sem runnu í vasa Ofutts. Laun hans sjálfs voru lítil. Hann hugsaði stund- um, að máske gæti hann sjálfur rekið verzlun fyrir eigin reikning. Hann komst í samband við mann nokkurn, sem hafði miklar og arðvænlegar fyrirætlanir á Prjónunum. En maður þessi var mesti bragðarefur. Og þrátt fyrir hyggindi sín gat Abe aldrei varað sig á prettum og undirferli. Áður en hann vissi af var hann orðinn flæktur í alls konar ábyrgðum, sem voru fjárhagsgetu hans ofvaxnar. Maður- inn, sem hann var í félagi við, varð gjald- þrota. Þannig komst Abe í skuld, sem hann hefði þó getað komizt hjá að borga. En ekki skyldi það spyrjast að nokkur yrði fyrir fjárhagstjóni hans vegna. Hann uiátti þræla og líða skort í seytján ár, áður en hann lyki við að borga skuldir sínar. í herferð gegn Indíánum. Indíánahöfðinginn „Svarti Fálki“ fór nieð stríði á hendur hinum hvítu mönn- uni. Ríkisstjórnin leitaði eftir sjálfboða- iiðum til að berjast við Rauðskinnana. „Ég fer í stríðið," sagði Abe við sinn góða vin, William Green. „Ég fer með,“ sagði William. „Nú er vinnu minni lokið hjá Ofutt og eS hef ekker annað fyrir stafni,“ sagði Abe. „Þar að auki er „Svarti fálkinn" falskasti Indíáni á jörðunni og á skliið að vera skotinn. Varla er liðið ár síðan hann samdi við ríkisstjórnina og lofaði, að halda sig ásamt fólki sínu á öðrum bakka Missisippi, og nú ryðst hann yfir fljótið til að herja á hvítu mennina." „Þetta er sannkallaður Indíáni,“ sagði William. „Það bezta sem hægt er að gera við Indíána er að skjóta hann.“ En það vildi Abe ekki viðurkenna. Mannkærleiki hans og gæzka gat ekki sam- rýmzt slíkum skoðunum, að skjóta ætti alla Indíána. En „Svarti fólkinn" hafði unnið til þess. Mynduð var ein herdeild sjálfboðaliða og valdi hún Abe fyrir leiðtoga sinn. Lin- coln kaptein kölluðu þeir hann. Hann hlaut þó ekki mikla frægð í stríð- inu, sem brátt endaði með ósigri Indíána. En nokkrir atburðir frá vígstöðvunum sýna okkur þó, að hér var hann líka á réttri hillu. Dag nokkurn kom gamall Indíáni til tjaldbúða Lincolns og baðst vægðar. „Við erum í styrjöld við Indíána og skjótum þig því,“ hrópaði einn hermann- anna. „Skjótið hann, skjótið hann,“ hrópuðu nokkrir. „Njósnari," hrópuðu aðrir. Hræðsla rauðskinnans jókst um helm- ing við öll þessi hróp. Hann kastaði frá sér samanvöðluðum bréfmiða, sem hann hafði haft í lófanum og bað þá um að lesa það sem á honum stæði. Lincoln kapteinn tók hann upp. Það var bréf frá banda- ríska hershöfðingjanum Cas, þar sem hann vottaði, að Indíáninn væri ábyggi- legur maður, sem gert hefði sér greiða. „Þetta er falsað bréf,“ hrópuðu nokkrir. „Indíánanum gamla skal ekki takast að njósna um okkur,“ hrópaði Bill Clary, einn úr herdeildinni, og hóf byssu sína á loft ógnandi. „Skjótið hann, enga miskunn,“ öskruðu margir hinna ruddalegu hermanna. Þeir vildu umfram allt skjóta rauðskinnann. En Abe gekk fram fyrir hann og faldi hann að baki sér. HéIMILISBLAÐIÐ 61

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.