Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 20
yggistilfinningu, þaf sem hann hélt sig
núna.
Fljótt og liðugt og svo hljóðlaust, að
ekki hið minnsta skrjáf gat truflað mann-
inn, sem sneri baki að hlöðudyrunum,
klifraði Tom sperru af sperru, þangað til
hann var beint fyrir ofan Captain, í á að
gizka fimm feta fjarlægð frá baki hests-
ins góða. Þar nam hann staðar og lá endi-
langur á bjálkanum, en í sömu svifum lyfti
Captain höfðinu og annar hestur innar í
hlöðunni frýsaði.
Skugginn sneri sér við í skyndi í hlöðu-
dyrunum.
Tom hélt niðri í sér andanum af hræðslu.
Mundi hinn blaktandi bjarmi í hlöðunni
bjarga honum? Það leit einna helzt út
fyrir það. Skugginn stóð kyrr í dyrunum
og rýndi í myrkrið uppi undir þakinu og
bjóst auðsjáanlega við að koma auga á
mann, sem stæði uppréttur og væri á hreyf-
ingu; en ekki á mann, sem lægi á bjálka
í þeirri stefnu, sem hann horfði í.
Hann hafði ekki komið auga á Tom
Converse. Skammbyssunni, sem hann hélt
á í hendinni, lyfti hann hvorki né hleypti
af henni. Hann gat ekki séð Tom, en það
leit út fyrir, að hann gizkaði allt í einu
á, hvar hann væri.
„Halló!“ kallaði hann. ^Komið hingað!
Það getur verið, að hann hafi stokkið af
greininni og slopið inn um hlöðudyrnar.“
Tíu menn komu þjótandi inn um dyrnar.
Skugginn sneri sér við til að vísa þeim
leið. En um leið og hann sneri bakinu að
Tom renndi hann hér niður úr fylgsni
sínu. Brot úr sekúndu hékk hann á hönd-
unum í bjálkanum og lét sig síðan falla í
hnakkinn á baki dökka hestsins.
Þeir sáu hann í sömu svifum og hann
datt, en áður en hróp gæti aðvarað Skugg-
ann um, hvað gerzt hafði að baki honum,
hafði Tom Converse keyrt hestinn sporum.
Skugginn sneri sér við í einni svipan
— en aðeins til að sjá Captain bregða fyrir
um leið og hann þaut út um dymar á hús-
inu með flóttamanninn liggjandi álútan á
hálsi sér.
XIII.
Hefnd —/
Á meðan allir umsátursmennirnir hlupu
til hesta sinna með hrópum og blótsyrðum
og riðu af stað í dauðans ofboði, stóð
Skugginn kyrr, án þess að hreyfa legg né
lið. Honum leið ekki vel við þá tilhugs-
un að hann skyldi hafa tapað Captain
aftur, eins og hann hafði verið sigrihrós-
andi yfir að vera búinn að ná honum.
Hann vissi, að það var bjánaskapur að ætla
sér að ná í þann mann, sem sæti á baki
hans. Hversu oft hafði hann ekki sjálf-
ur, á bakinu á Captain, hlegið dátt að þeim
mönnum, sem þá voru að elta hann á þeim
fljótustu hestum, sem voru til á margra
mílna svæði.
Fimm mínútum eftir að flóttamaðurinn
var horfinn, var varla nokkur maður eftir
í bænum. Skugginn gekk ráðþrota frá
hlöðunni og yfir að hinu auða og yfirgefna
veitingahúsi. Það væri nógu gaman að sjá
herbergið, þar sem hinn ungi maður hafði
sofið um daginn. Hann gekk upp stigann
og hugsaði um; hvernig maður þessi, Tom
Converse, væri, og hvað hann væri í raun
og veru. Hann hafði náð Tom í gildru,
sem hafði ótvírætt bent til, að hann týndi
lífinu, enda var Skugganum sama. Líf
hans hafði enga þýðingu. En núna hafði
það sýnt sig, að Tom Converse var ekki
jafn huglaus og hann hafði haldið. Flótt-
inn af veitingahúsinu var verk, sem Skugg-
inn sjálfur hefði ekki getað leikið betur.
Hann fékk það óþægilega mikið á til-
finninguna, að hans eigin örlög væru á
einn eða annan hátt fléttuð saman við ör-
lög Tom Converse.
Þegar hann gekk inn í herbergið, þar
sem hinn ungi maður hafði verið lokaður
inni; sá hann sér til mikillar undrunar,
að Ijós logaði þar inni. Hann stóð augliti
til auglitis við Algernon Thomas sheriffa.
56
HEIMILISBLAÐIÐ