Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 21

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 21
Gamli maðurinn kinkaði kolli og brosti. „Sjáið bara,“ sagði hann. „Hann hefur ekki reynt neitt heimskulegt. Hann hefur ekkert reynt að rífa gat á loftið eða gólfið. Nei, hann hefur sem sagt bara beðið eftir þessu heppilega tækifæri, og svo fór liann þann veg, sem við héldum að hann myndi koma.“ Sheriffinn hristi höfuðið undrandi. Skugginn leit á hann sínum dökku aug- um. Þau voru vakandi og athugul, en í djúpi þeirra brá fyrir eins og gulum glampa. Þetta voru einkennilegar kring- umstæður. Hér stóð hann; sjálfur, Skugg- inn, og talaði í friðsemd við sheriffann, sem þorpararnir í fjöllunum höfðu óttast í mörg ár. „Má ég segja yður eitt, sheriff,“ sagði hann vonzkulega. „Ég er mest hissa á, að hann skyldi sleppa frá yður. Það er í fyrsta sinn; sem þér hafið náð tangarhaldi á Skugganum, og mér finnst það reglu- lega ergilegt, að þér skylduð þurfa að láta í minni pokann. Manni finnst jafnvel, að þér hafið hitt þarna fyrir mann, sem sé ofjarl yðar.“ Sheriffinn gamli tók lampann og lyfti honum upp að andliti afbrotamannsins og athugaði hann grandgæfilega. „Þér eruð vitur maður,“ sagði hann hægt og horfði á hann rannsakandi. „Þér eyðið ekki tímanum í nótt til að reyna að handsama Skuggann.“ „Nei,“ sagði Skugginn. „Ég vissi, að það var vonlaust, því að ég sá hestinn hans.“ Hann leit ekki af andliti gamla manns- ins. Hann sá, að í svip þessa gamla manns hvíldi máttur, jafnvel hættulegt vald. Samt vissi hann eiginlega ekki, hvers kyns vald þetta var. Og í þeirri svipan fannst hon- um óþægilegt að láta öldunginn horfa á sig, með þessu leyndardómsfulla augna- ráði. Skugginn átti einnig starf fyrir hönd- um, er hann varð að sinna. Innan skamms mundi Tom Converse vera kominn heim til fjölskyldu sinnar. Og svo mundi hann á augabragði koma til baka með sannanir fyrir, hver hann væri. Fyrir þann tíma urðu Jess Sherman, Harry Lang og Chuck Parker að vera komnir fyrir kattarnef. ;>Ég verð að fara,“ sagði hann við Algie. „Verið þér sælir!“ „Bíðið við augnablik,“ sagði Algie. „Mér finnst við ættum að talast svolítið meira við, ég man ekki eftir að hafa séð andlit yðar fyrr.“ Hatrið kom upp í Skugganum og hann hreytti út úr sér: „Ég er ekki vanur að hanga á knæpum og vaða elginn um sjálf- an mig( það er víst þess vegna, að þér kannist ekki við mig.“ Með þessum orðum sneri hann sér við og stikaði út úr herberginu. Sheriffinn gekk hægt á eftir og hélt lampanum hátt yfir höfði sér. Hann stóð og horfði á eftir þeim ókunnuga með ánægjusvip. En hefði Skugginn vitað, hvað sá gamli hugsaði, hefði hann að líkindum látið samtalið enda með skoti. Skugginn sneri sér ekki við, heldur gekk rakleitt út í hesthúsið og tók reiðskjótann sinn. Hann flýtti sér ekkert að leggja á hann, því þessa stundina þurfti hann ekki að flýta sér. Verkið, sem hann átti.að vinna, var bezt að gera eftir miðnætti. Enda beið hann þar til stytt var upp og óveðrið lægt svolítið. Svo reið hann af stað yfir holt og hæðir og stanzaði svo í litlum dal, sem var allur skógi vaxinn, undir laufkrónu, sem var svo þétt, að hripaði ekki í gegn- um. Þar opnaði hann hnakktöskuna og tók upp blað og blýant og líka bréf, sem skrifað var með sömu smáu og festulegu rithöndinni eins og bréfið? sem kastað hafði verið inn til Tom Converse. Við birtuna af vasaljósinu athugaði hann skriftina gaumgæfilega og fór svo að skrifa. Það leið ekki á löngu þar til hann væri ánægður með skriftina. Þá tók hann heimilisblaðið 57

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.