Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 24

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 24
Skógarhöggsmaðurinn, sem varð forseti EFTIR N. MADSEN-VORGOD Þá greip hann utan um Jack með löng- um, sterkum armleggjum sínum og sveifl- aði honum í hring og varpaði honum síðan til jarðar. En eins skjótt og köttur spratt Jack hvað eftir annað á fætur, „Sjáðu til, Jack,“ sagði Abe, „við er- um jafn sterkir, svo við skulum hætta þessu.“ „Gefstu ekki upp, annars skaltu halda áfram,“ hrópaði Bill og hinir. Þeir héldu að nú væri Abe orðinn hræddur og væri að biðja sér vægðar. En um leið reyndist Jack sá ódrengur að bregða fæti fyrir Abe. En Abe greip þá í kraga hans, lyfti honum upp og hélt honum með útréttum armi frá sér. Áflogaseggirnir sáu nú, að risi þeirra var ofurliði borinn, en hrópuðu samt: „Verðu þig, Jack!“ Ef Jack hefði haldið áfram, hefðu hinir allir ráðist að Abe. En Jack langaði ekki Iengur til að reyna afl sitt við mann, sem gat haldið honum uppi með útréttum armi. Og þegar Abe sleppti taki sínu, greip Jack hönd hans og fullyrti, að hann væri sá bezti félagi, sem nokkurn tíma hefði komið í þeirra hóp. Og vinátta þeirra varð varanleg. Tryggð þeirra varð næstum söm og Davíðs og Jónatans. Upp frá þessum degi var veldi óaldar- flokksins lokið í New Salem. Abe fann að framferði þeirra og margir þeirra gengu í lið með honum í baráttunni gegn hvers konar ósvinnu, og seinna urðu þeir góðir og gegnir menn. Kraftar og gott hjartalag Abes höfðu meiri og betri áhrif á þessu ruddalegu menn heldur en nokkr- ar ávítur hefðu haft. Ofutt sagði, brosandi út undir eyru, við alla, sem hann átti tal við: „Þetta sagði ég alltaf. í allri veröldinni finnst ekki hans líki.“ 1 New Salem fékk Abraham augnefnið „Abe heiðursmaður". Og því hélt hann til dauðadags. Atburður sá, sem nú skal greint frá, sýnir hve trúfastan vin Abe eignaðist í Jack Armstrong, og hve mjög hann hafði áhrif á hann. Til bæjarins kom ókunnug- ur maður, sannarlegur áflogaseggur, sem óð með skömmum upp á Jack. „Þú ert ræfill og lygari,“ sagði Jack. „Ég skal sýna þér, hver ég er,“ hróp- aði aðkomumaðurinn. En Jack endurtók skammaryrði sín. Þá greip ókunni maðurinn lurk úr við- arstafla og barði hann með honum slíkt högg, að hann féll til jarðar. Hann komst þó brátt á fætur og ætlaði samstundis að stökkva á fjandmann sinn. „Hættu þessu, Jack.“ hrópaði Abe, sem var þar nærstaddur. „Ég skal slá þetta úrhrak niður,“ hróp- aði Jack bálvondur. „Nei, Jack,“ sagði Abe, „við hér í bæn- um höfum nú ákveðið að hætta öllum áflogum. Ertu búinn að gleyma því?“ „En hann sló mig,“ sagði Jack. „Hvað sagðir þú við hann?“ spurði Abe. Þessi spurning hafði þau áhrif á Jack, að hann varð rólegri. Hann tók að ihuga, að kannski væri nú sökin ekki sízt sín. „Ég kallaði hann ræfil og lygara.“ „Nú, einmitt! Hugsaðu þér, að þú kæm- ir í ókunnugt byggðarlag og einhver segði, að þú værir ræfill og lygari, hvað myndir þú þá gera?“ 60 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.