Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 26
„Það fær enginn leyfi til að skjóta
hann,“ hrópaði hann.
„Við viljum skjóta hann,“ hrópuðu
nokkrir hermannanna, sem trylltastir
voru.
„Þá verðið þið fyrst að skjóta mig,“
sagði Abe og rétti úr sér.
Ákveðin framkoma hans og óbilandi
kjarkur héldu hinum ólmu körlum í skefj-
um. Nokkrir þeirra héldu þó áfram að
hrópa og krefjast hefndar og einn af þeim
þráleitustu sagði:
„Þú ert huglaus, Lineoln."
En þessi ósvífna og ósanngjarna ásök-
un herti aðeins Abe í ásetningi sínum.
Hann hrópaði:
„Ef einhver ykkur heldur að ég sé rag-
menni, þá komi hann hingað strax og
sanni það.“
„Þú ert hærri og sterkari en nokkur
okkar,“ svaraði þá einhver.
„Því getið þið varist, veljið ykkur sjálfir
vopn,“ sagði Abe.
1 hverjum andlitsdrætti hans var skráð
óbifandi viljafesta.
„Aldrei áður höfðum við séð hann jafn
tignarlegan og einbeittan,“ sagði einn her-
mannanna síðar.
En enginn þeirra þorði að segja hann
huglausan og því síður að taka áskorun
hans. Abe stóð aldrei í þessu stríði aug-
liti til auglitis við fjandmennina. En hann
komst að raun um, að Indíánarnir voru
líka menn, sem á margan hátt voru eins
góðir og hvítu mennirnir.
Hann sagði oft frá því í spaugi, að
sér hefði blætt í þessu stríði, en það var
mýfluga, sem olli þeim blæðingi.
„Þið megið ekki skrökva um mig og
gera mig að einhverri stríðshetju,“ sagði
hann.
Póstmeistari, landmælingamaður og
ríkisþingsmaður.
Þegar Abe sneri aftur heim til New
Salem var budda hans tóm. Og hann vildi
62
gjarna borga upp skuld sína. Hann þurfti
því að innvinna sér eitthvað, en hvað gat
hann tekið sér fyrir hendur?
Einn vina hans sagði: „Abe á ekki
nokkurn skapaðan hlut nema marga vini.
Vinnu þarf hann þó líka að hafa.“
Hann hafði komizt í kunningsskap við
landmælingamann, sem réði yfir nægri
vinnu.
„Lærðu landmælingar og vertu síðan
aðstoðarmaður minn,“ sagði hann við Abe.
Abraham maldaði í móinn. Hann var
vantrúaður á, að hann hefði hæfileika til
þess. En hann gladdist þó yfir þessu boði.
„Hafðu engar áhyggjur af því,“ sagði
landmælingamaðurinn. „Hingað streyma
innflytjendur. Það þarf að mæla og út-
hluta ríkisjörðunum. Það er enginn hægð-
arleikur að vera landmælingamaður. En
svona háfættur, seigur og hraustur ná-
ungi er vel fallinn til slíkrar vinnu. Þú
munt fá að svitna, þegar þú kemur út á
víðavang.“
Það sýndi sig seinna, að það var land-
mælingamaðurinn sem svitnaði. Hann gat
ekki haft við Abe, sem stikaði stórum.
Áður en sex vikur voru liðnar hafði
Abe lært allt sem að vinnunni laut. Hann
stökk um víðlendið með festi sína, sagði
sögur og var sí og æ kátur og ræðinn. Við
slíkan landmælingamann líkaði fólki vel
við. Hann vann sér inn talsverða peninga,
en eins og ætíð var hann ávallt reiðu-
búinn til að gera öðrum gott.
Ef upp komu deilur milli manna eða
hópa, kom Abe ævinlega til þeirra og
sagði: „Komið, við skulum reyna að fá
endi bundinn á þessa þrætu!“ Og í flest-
um tilfellum heppnaðist honum að koma
á sættum.
Kona nokkur ritaði síðar um hann:
„Við bjuggum sex km utan við bæinn.
Á mælingarferðum sínum kom Abe oft
við á heimili okkar. Við gáfum honum oft
mjólk að drekka og maísbrauð með. Á
meðan ég tók matinn til gaf hann börn-
HEIMILISBLAÐIÐ
j