Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 15

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 15
á vald. Þá gef ég þér loforð, að ég skal vernda þig gegn múgnum. Hér eru upp- stökkir menn og harðgerðir, Tom, og þá klæjar blátt áfram í lúkurnar eftir að ná í þig. En ég er nú kannski örlítið harð- fengnari en þeir; og þeir voga sér ekki að leggja hendur á þig, ef ég banna það. Kodmu nú heldur út og gefstu mér á vald, Tom,“ sagði hann ginnandi. „Ég skal sjá um, að þú verðir löglega yfirheyrður, að myndir verði teknar af þér handa blöð- unum, og að þú verðir hengdur eins vel og vandlega og þú frekast getur á kosið. Eg skal segja þér, Tom. Þú kemst í blöðin út um allan heim. Það koma fréttaritarar úr öllum áttum, til þess að sjá þig og heyra, hvað þú hefur að segja. Hver veit — það getur vel átt sér stað, að áður en þú dinglar í gálganum hafir þú tíma til að segja frá ævi þinni og öllum morðum þínum einhverjum sniðugum skriffinni, sem getur fært það í stílinn og fallegan umbúnað fyrir þig. Það er áreiðanlega uóg efni í heila skáldsögu. Ég er alveg viss um, að á því mætti græða svo mikið, að nægja mundi til að koma upp spítala eða einhverju þess konar. Hvað segir þú um þetta, Tom?“ Sú alvara og hæðni, sem fólst í röddu sheriffans, sannfærði Tom Converse um, uð hér stoðuðu engir samningar. En hann gerði samt ennþá eina tilraun áður en hann gaf upp alla von. „Sheriffij" sagði hann. „Þér kallið mig Tom?“ „Já.“ „Þér viðurkennið þá, að nafn mitt sé Tom Converse?“ „Eg viðurkenni hvaða nafn, sem þú tel- ur þig heita.“ ,,Viljið þér setja yður í samband við fjöl- skyldu mína eftir þeirri tilvísun, sem ég gef yður, og ganga úr skugga um, hver ég er?“ „Hættu nú þessu,“ sagði sheriffinn dá- lítið óþolinmóður. „Hefur þessi loddara- leikur ekki gengið nógu lengi? Það ein- asta, sem á ríður, Tom; er að koma þér lifandi í einhvern fangelsisklefann. Þegar þú ert kominn þangað, færðu nógan tíma til að sanna, að þú heitir tíu nöfnum, en fyrir hverja mínútu, sem þú dregur þetta á langinn, safnast saman fleiri og fleiri menn og verða í sífellu grimmari. Þeir eru þegar farnir að krefjast að fá þig, en þeir verða algerlega óviðráðanlegir, ef þú ákveður þig ekki undir eins.“ ,, Viljið þér svara einni spumingu minni?“ „Eg er þolinmóður maður,“ sagði sher- iffinn. „Talaðu þá.“ „Hver haldið þér, að ég sé?“ Sheriffinn hló. „Hver heldur þú, að gæti fengið mig til að fara úr þeirri borg, sem ég hef ekki farið frá síðastliðin tíu ár? Vegna hvaða manns heldur þú, að ég væri að gera mér það ónæði að ríða yfir fjöllin og alla leið hingað? Það er aðeins einn einasti maður í heiminum, sem er þess verður — og það er Skugginn.“ Blóðið hvarf úr kinnum Tom Converse. En hann herti upp hugann. „Hafið þér í hyggju að nota skynsemi yðar, sehriffi ? Skugginn .. . ? Er það ekki maður, sem er eldri en ég? Eg er aðeins tuttugu og þriggja ára.“ „Uss, hvað er að heyra þetta,“ andmælti sheriffinn. „Heldurðu virkilega, að þú get- ir leikið á mig á þenna hátt? Það getur meira en verið, að þú sért aðeins tuttugu og þriggja ára, en Skugginn hefur heldur ekki verið á ferli nema síðustu fimm árin. Þess vegna gætirðu meira að segja verið yngri. Maður eins og Bill the Kid var ekki nema þrettán ára, þegar hann fór að vinna að sinni frægð. Nei, þú hefur haft meira en nógan tíma til að fremja það, sem þú hefur framið. Nú spyr ég þig í allra síð- asta sinn: Ætlarðu að hegða þér eins og skynsamur maður og gefast mér á vald, eða ætlarðu að hegða þér heimskulega og láta flá þig lifandi, því sá verður endir- hetmilisblaðið 51

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.