Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 6

Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 6
Rósóttur kjóll SMÁSAGA EFTIR JACQUES COSTANT I viðhafnarmikilli stofu sinni sat hin unga frú de Fréneuse í lágum hægindastól og með hönd undir kinn, en fögur augu hennar virtust mæna á skrautið í gólf- teppinu án þess raunverulega að virða það fyrir sér. Hún var nýbúin að taka á móti tilkynningu um það í símanum, að mað- urinn hennar, hann Olivier, kæmi ekki heim í miðdegismatinn. Þetta var í þriðja sinn á tveim vikum sem Liane de Frén- euse fékk slíka tilkynningu. „Frú,“ sagði stofustúlkan Régine lágt. Liane kipptist við. „Hvað er það?“ spurði hún afundin. „Það er frú Barlatan, sem langar til að hafa tal af frúnni. Ég sagði, að frúin væri lasin, en frú Barlatan virðist illa við það að láta vísa sér frá.“ Furðulegt, hugsaði Liane, hvað fólki get- ur dottið í hug að koma, þegar sem verst stendur á fyrir manni. „Látið frúna koma inn.“ Sú sem í heimsókn var komin gekk nú inn, í senn alvarleg og brosandi dauft. „Kæra frú Barlatan," sagði Liane og rétti henni höndina. „Þér verðið að afsaka, en stúlkan hafði þau fyrirmæli að segja að ég væri ekki viðlátin fyrir nokkurn gest. En þegar þér eruð annars vegar, þá horfir málið öðruvísi við.“ „Ég heyrði, að þér væruð veik?“ „Veik er nú kannski of mikið sagt. Ég þjáist af svefnleysi; mig verkjar í alla limi; hef ekki áhuga á neinu — og fell í grát þó að fólk segi ekki meira en að ávarpa mig með góðan dag.“ „Góða bezta, þetta eru taugarnar. En þegar maður er nýgiftur, eins og þér, þá hefur maður alls ekki leyfi til að finna fyrir taugum, — nema þá að maður hafi alveg sérstaka ástæðu til þess.‘ „Ég skil yður ekki vel ... “ „Þegar ég segi þetta, þá tala ég ekki alveg út í bláinn. Ég ætti kannski að halda aftur af mér, en þér vitið, að ég er kona hreinskilin. Ég hef heitið mér því, að þér skylduð fá að heyra sannleikann, og það er einmitt ástæðan fyrir því, að ég heim- sæki yður í dag. Satt að segja, þá er það hann sem sýnir óaðgætni, — já, það er engu líkara en hann beinlínis reyni að láta allt komast upp.“ „Um hvern eruð þér að tala?“ spurði Liane skjálfrödduð, enda þótt henni væri ofur vel ljóst við hvað konan ætti. „Þér vitið ofur vel, barnið gott, að ég er að tala um manninn yðar, hann Oli- vier. Á fimmtudaginn sást hann í stúku- sæti í Folies-Bergéres ásamt tveim glanna- máluðum stúlkum — hann hafði ekki einu sinni þá afsökun, að þær væru snoppu- fríðar. Allavega stóðu þær yður langt að baki, barnið gott.“ ar örlítill „áttaviti“, sem ræður ferðinni samkvæmt ljósfyrirbærunum á himni, og beinir braut hans af slíkri nákvæmni, að hann ferðast um jörðina rétt eins og hún 42 væri öll eitt allsherjar heimkynni hans —, já, af meira öryggi en maðurinn mun nokkru sinni geta, þrátt fyrri allar hans uppgötvanir. HEIMILISBLAÐIÐ J

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.