Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 27
unum brjóstsykur og- vaggaði yngsta barn-
inu. Hann var reiðubúinn að gæta smá-
bama og gera yfirleitt hvað sem vera
vildi öðrum til gagns.“
Einn kaldan vetrardag sá Abe verka-
mann, sem stóð og hjó niður gamalt tré.
Maðurinn var berfættur og skalf af kulda.
„Hvað færðu mikið fyrir þessu vinnu ?“
spurði Abe.
„Einn dollar! Ég er að vinna mér inn
fyrir skóm,“ sagði hann og benti á bera
fætur sína.
„Ágætt, lánaðu mér exina, en farðu inn
°g vermdu þig,“ sagði Abe.
Og Abe hjó svo að viðarbútamir flugu
umhverfis hann. Verkamaðurinn sat inni
og vermdi sig, en á ótrúlega skömmum
tíma vann Abe fyrir dollarnum, svo að
maðurinn gat keypt skóna.
Árið 1833 var Abraham Lincoln skip-
aður póstmeistari í New Salem. Launin
voru ekki há og ýmsir aðrir myndu hafa
látið sér starfið í léttu rúmi liggja. En
Abraham var ekki þannig. Hann vanrækti
aldrei það starf, sem honum var falið á
hendur. Margir íbúanna voru hvorki læs-
ir né skrifandi. Því tók Abe alla „póst-
stofuna" í gamla hattinn sinn og gekk
um á meðal móttakendanna og las fyrir
þá bréfin. Og ef þeir báðu hann um að
skrifa fyrir sig svar, gerði hann það líka.
öll blöð, sem komu á póststofuna — það
v°ui ekki mörg blöð í þá daga — las hann
uPphátt fyrir stórum skara áheyrenda og
útskýrði innihaldið fyrir þeim.
Þegar hann, mörgum árum síðar, var
orðinn forseti, hló hann hjartanlega, þeg-
ar hann minntist þess, er hann í New
Salem gekk um með „póststofuna í hatt-
inum“.
En íbúar bæjarins, sem nú var orðinn
töluvert stór, voru sammála um, að „Abe
heiðursmaður“ væri fæddur til æðri starfa
heldur en að vera landmælingamaður og
Postmeistari. Og því vildu þeir kjósa hann
fulltrúa sinn í ríkisþingið. Hann var góð-
heimilisblaðið
ur ræðumaður og fróðari en nokkur þar
um slóðir.
Fyrsta tilraunin til að fá hann kosinn
misheppnaðist. Hann „féll“. En vinir hans
gáfust ekki upp og sjálfur hafði hann
eignast trú á, að þessi leið lægi til frama.
Hann var kosinn 1834. Hann var hreint
ekki „fínn maður“ að sjá. Aldrei varð
hann fríður né fagurvaxinn. En heiðar-
leiki, trygglyndi og viljafesta lýsti sér
ævinlega í fasi hans.
Og vel klæddur var hann ekki þegar
hann kom til kosningafundanna. Hann bar
á höfði stráhatt og var í bláum baðmull-
arfrakka með stuttu lafi og allt of stutt-
um ermum. Hann var í léreftsbuxum, sem
líka voru of litlar honum. En kjósend-
urnir vissu þó, að í þessum fátæklegu
klæðum gekk heilsteyptur maður.
Kosningaræður hans voru stuttar og
auðskildar. Hann sagði:
„Kæru meðborgarar! Eg hygg, að þið
vitið allir, hver ég er. Eg er blátt áfram
Abraham Lincoln. Margir vina minna hafa
hvatt mig til þess að bjóða mig fram.“
Því næst fór hann nokkrum orðum um,
hverju hann vildi vinna að í ríkisþinginu
og endaði með þessum orðum:
„Ef ég næ kosningu verð ég þakklát-
ur, en ég mun ekki kvarta þó ég nái ekki
kosningu.“
Málaf ær slumaður.
I ríkisþinginu hitti Abraham mann,
Stuart að nafni, sem sagði við hann:
„Þú ættir að nema lögfræði og gerast
málafærslumaður.“
„Það hefur mér oft flogið í hug, en ég
er fátækur og þarf að vinna til þess að
borga skuld mína. Ég get ekki eytt mörg-
um árum til lærdóms."
„Þú þarft ekki að kosta til þess öðru
en vinnu,“ sagði Stuart. „Þú getur unnið
að landmælingu og lesið jafnframt.“
„Hvaðan fæ ég peninga til bókakaupa?“
„Ef þú heimsækir mig í Springfield,
63