Heimilisblaðið - 01.03.1977, Blaðsíða 17
skrokkinn á þessuni svívirðilega afbrota,-
manni? Jú. Og þama úti voru hundruð
manna gagnteknir af þessu sama hatri
•— og það beindist að honum. Hann gat
ekki einu sinni reitt sig á, að sheriffinn
gæti verndað hann og með valdi sínu frels-
að hann frá að verða hengdur án dóms
og laga.
Hann leit upp. Það var orðið dimmt í
herberginu. Sólin var horfin, litla vin-
gjarnlega sólskinsrákin var á bak og burt.
Aldrei framar mundi hann sjá vingjarn-
legt andlit í kringum sig. öllu var nú lok-
ið. Hann átti nú aðeins eftir stutta stund,
þar sem myrkur og hatur mundi ráða ríkj-
um — og því næst hinn nístandi kuldi og
myrkur.
Iiann fann til andþrengsla í hálsinum.
Eitt andartak fann hann til freistingar til
að ganga að hurðinni, biðja þá um að
opna, falla á kné og rétta upp hendurnar
og grátbæna þá um að skjóta sig ekki fyrr
en hann hefði skýrt þeim frá að hann væri
heiðarlegur maður af góðri fjölskyldu og
að faðir hans byggi þarna og þama . . .
En nei, nei! Þeir mundu hlæja að hon-
um. Þeir mundu svara hverju einu orði
hans með tylft af kúlum.
Hugsunin um, að hann á næsta augna-
bliki þyti til dyranna, berði á hurðina með
báðum hnefum og hrópaði hátt eins og
móðursjúk kona, kom aftur vitinu fyrir
Tom Converse, og kaldur svitinn spratt
fram á enni hans.
„Er ég hugleysingi ?“ spurði hann sjálf-
au sig. ;,Er það ekki ragmennska að sitja
hérna og titra eins og krakki, sem er myrk-
fælinn?“
Óttinn við það, að hann yrði sjálfum
sér til minnkunar, var meiri en óttinn við
dauðann. Hann þvingaði sig til að standa
upp af stólnum og ganga nokkur skref
fram og aftur. Hreyfingin hafði mildandi
úhrif á þann ískulda, sem óttinn hafði or-
sakað hjá honum. Hann fann ekki lengur
til óeðlilegs hjartsláttar né andþrengsl-
anna í hálsinum. Sjón hans varð skarp-
ari, hendur hans urðu aftur rólegar.
Hugsunin um það, hvernig hann
hefði komizt í þessar hræðilegu kringum-
stæður; minnti hann aftur á manninn með
gula andlitið. Hve kænlega hafði hann ekki
hegðað sér! Hve djöfullega hafði hann
lagt á ráðin! Já, það var Skugginn sjálf-
ur! Tom Converse hafði aldrei fyrr heyrt
nokkra lýssingu á hesti Skuggans. Hann
hafði átt heima svo langt frá þeim slóð-
um, þar sem glæpamaðurinn hélt til, og
Skugginn hafði á sinn undirferlislega hátt
aflað sér upplýsinga um fákunnátttu hans
að þessu leyti og síðan notað sér hana mis-
kunnarlaust.
Þessi mannskepna horfði nú á það með
köldu blóði, að saklaus maður varð að
gjalda með lífi sínu fyrir þau glæpaverk,
sem hann sjálfur hafði framið. Og jafn-
vel þótt hann hefði lagt hestinn í hættu,
þá fékk hann hann nú aftur. Reiðin hleypti
á ný ólgu í blóð Tom Converse, hann dró
andann þungt og kreppti hnefana, þegar
honum varð hugsað til Skuggans.
XII.
Flóttinn.
Reiðin hafði veitt Tom Converse hug-
rekkið aftur og drjúgan skerf í viðbót.
Hann gekk út að glugganum og gægðist
eins varlega og byggist hann við, að um-
sátursmennirnir mundu sjá hann í myrkr-
inu og gera hann að skotspæni sínum. En
hann varð ekki var við hið minnsta merki
um líf fyrir utan — að undanteknum vind-
inum, sem vaxið hafði með skyndilegum
ofsa og slöngvaði heilum brotsjóum af
regni á veggi gamla gistihússins. Ofsi
stormsins og regnsins sló kvistum grein-
ar einnar í rúðuna. Tom Converse hafði
nokkrum sinnum veitt þessu hljóði eftir-
tekt, en nú fyrst sá hann, hvað orsakaði
það.
HEIMILISBLAÐIÐ
53