Heimilisblaðið - 01.03.1980, Síða 3
Rennibrautarferð gegnum
Sviss
EFTIR J. D. RATCLIFF
Járnbrautarnetið í Sviss er í rauninni
ein samfelld, risavaxin rennibraut 5000
kílómetra löng. Þar í landi er daglegt brauð
;‘ð sjá lestirnar skjótast undir yfirborðið
líkt og moldvörpur eða þeytast yfir gilja-
Ji'ög eins og fjallageitur.
Tveir þriðju hlutar Sviss eru himinhá
fjöll sundur skorin af gínandi djúpum
skörðum og gjám. Það krefst ævintýra-
legrar þekkingar og hagleikni að móta
flutningakerfi í slíku umhverfi, sem geti
annað fólks- og vöruflutningum í allar átt-
ii' -— jafnvel yfir 3-4000 metra háa tinda,
sem kostað hafa ótal fjallgöngumenn lífið.
Þetta létu svissneskir uppfinningamenn og
verkfræðingar sér þó ekki vaxa í augum.
Þegar brattinn varð of mikill fyrir „venju-
legar“ járnbrautir, gerðu þeir svokallaðar
hmnhj ólabrautir, sem geta aukið hæðina
um allt að 48%. Síðan fundu þeir upp
strengbrautir og svifbrautir, en þar sem
þeir loksins gáfust upp fyrir brattanum,
gerðu þeir sér lítið fyrir og hjuggu lóð-
i'étt göng í fjöllin til að koma þar fyrir
lyftum!
Brattasta tannhjólabraut í heimi vind-
ur sig upp leiðina um Mt. Pilatus í nánd
við Luzern. Öldum saman var þetta svæði
bannheilagt í augum fjallgöngumanna. Yf-
irvöldin töldu, að eins konar þjóðsagna-
drekar héldu vörð um það, og auk þess
hefðist þar við sjálfur Pontíus Pilatus aft-
urgenginn, og ekki væri þess vert að ónáða
hann og eiga yfir höfði sér reiði hans. En
með tímanum komust þó drekar og aftur-
göngur úr tízku, en ferðamannastraumur-
inn gerðist þeim mun áleitnari. Richard
Wagner klöngi-aðist þarna upp, og Vikt-
oría drottning lét teyma sig þangað á múl-
dýri — aðrir, sem ekki voru eins djarfir,
létu fjallabúana innfæddu bera sig í burð-
arstólum. Síðar var gerð þarna tannhjóla-
braut. Hún er svo brött, að engu er lík-
ara en maður aki beint upp í loftið, og
það gerir maður nánast í rauninni, því að
maður stígur meira en metra upp á við
hvem metra sem maður þokast fram á við.
Óhjákvæmilega spyrja óttaslegnir ferða-
menn, hvort allur umbúaður á slíkiun
mannvirkjum sé nógu öruggur. Það er