Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1980, Síða 4

Heimilisblaðið - 01.03.1980, Síða 4
hann þó. Á þrettán ára tímabili hafa að- eins fjórir farþegar farizt í þessum flutn- ingatækjum. Jafn margir farast á degi hverjum á venjulegum þjóðvegum þar í landi, í „venjulegum" umfferðarslysum. Stjórnandi tannhjólabrautarinnar lend- ir hvað eftir annað í þessu sama: Tauga- veikluð kona spyr hvað gerist, ef heml- arnir bili. Stjórnandinn svarar, að fyrir hendi séu aukahemlar. Já, en hvað gerist, ef einnig þeir bila? spyr hún. Þá eru þriðju hamlarnir. Nú, en ef einnig þeir svíkja? ,,Ja, það sem þá gerist,“ svarar brautarstj órinn, ,,er undir því komið, hvernig þér hafið lifað lífinu . . . “ Um þessar mundir vinna verkfræðing- ar að því flókna verkefni að leggja svo- kallaðar „svifbrautir“ til þeirra héraða sem afskekktust eru. Þar til fyrir fáum árum voru margir smábæir í þessum út- kjálkadölum að því komnir að leggjast í auðn. Unga fólkið fluttist til þegar yfir- fullra borga og bæja, því það nennti ekki að leggja á sig tveggja klukkustunda göngu til vinnunnar á degi hverjum og heim aftur, fyrst niður í móti og svo upp allan brattann dauðþreyttur að kvöldi. Svifbrautin hefur nú reynzt lausn á þess- um vanda, og á síðustu tíu árum hafa verið gerðar meira en hundrað slíkar brautir. Þær hafa veitt nýju lífi í hin deyjandi þorp. Þar hefur verið hafizt handa um ný- byggingar, krár hafa skotið upp kollin- um, sem sjá ferðamönnum að sumrinu og skíðafólki að vetrinum fyrir veitingum og húsaskjóli. Það er alveg einstök reynsla að svífa upp á fjallstind í slíkum smávagni — upp, upp þýtur þetta litla farartæki yfir hyl- djúp gil, beljandi fjallalæki og oddhvassa tinda. Um síðir staðnæmist klefinn hrikt- andi við útjaðar lítils bæjar eða býlis. Himinvagninn við smáþorpið Mund ná- lægt Brig í Suður-Sviss hefur komið í stað tveggja tíma erfiðrar fjallgöngu, en svif- leið hans tekur aðeins sjö mínútur; þetta er lítill vagn með átta stæðum. Bær þessi, sem um skeið var að því kominn að fara í eyði, morar nú af lífi. Otto Pfammatter, eigandi kráarinnar í Mund, segir fyrir hönd sjálfs sín og þúsunda annarra fjalla- búa: „Við getum farið niður í dal og skroppið í bíó hvenær sem okkur langar til, jafnvel um hávetur. Áður fyrr gátu börnin gengið í skóla í aðeins sex ár. Nú geta börn okkar sótt gagnfræðaskóla og jafnvel komizt í menntaskóla. Þetta hljóm- ar kannski eins og sjálfsagt í eyrum ann- arra, en þetta hefur óhemjumikla þýðingu fyrir okkur. Nú höfum við til einhvers að hlakka — en það höfum við aldrei áður haft.“ Svissneskir j árnbrautaverkf ræðingar hafa jafnan verið fundvísir á nýjar upp- finningar. Við getum tekið strengbraut- irnar sem dæmi. Um leið og einn vagninn kemur niður f jallshlíðina dregur hann ann- an upp á við. Flestir þessir strengvagnar ganga fyrir rafmagni, en þó ekki allir. Á einum stað er vatnstankur í efsta vagn- inum fylltur þangað til hann er orðinn nógu þungur til að draga annan vagn upp um leið og hann sjálfur fer niður. Þegar hann hefur komizt niður í dalinn, hleypir hann af sér vatninu á meðan hinn fyllir sig hið efra; þannig koll af kolli. Það hefur kostað Svisslendinga þó nokk- ur heilabrot að ná þessum tæknilega ár- angri — þeir hafa þurft að gjalda hann háu verði, bæði í peningum, erfiði og mannslífum. Einkum hafa jarðgöngin kostað miklar fórnir. Gröftur St. Gott- hards-ganganna á aðalbrautinni milli Norður-Evrópu og Ítalíu kostaði ekki færri en 177 manns lífið. Hin áhrifamiklu Lötschbergs-göng kröfðust einnig mikilla fórna. Verkfræð- ingarnir höfðu áætlað, að jarðvegurinn væri nógu þéttur til þess, að fljót gæti streymt hið efra þvert á göngin. Dynamit- 40 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.